Erlent

Chavez rekur burt trúboða

Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur lýst því yfir að starfsmönnum bandarísku trúboðasamtakanna New Tribes verði vísað úr landi. Hundruð trúboða á vegum samtakanna hafa boðað frumbyggjum kristna trú undanfarin ár en nú sér fyrir endann á því. „Þetta er ófrávíkjanleg ákvörðun. Við viljum ekki New Tribes hér. Nóg komið af nýlendustefnu," sagði forsetinn á fundi í vikunni. Chavez og bandarísk stjórnvöld hafa lengi eldað grátt silfur og má sjálfsagt skoða þessa deilu í því ljósi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×