Erlent

Á fjórða tug liggur í valnum

Í það minnsta 33 létust og nítján særðust í mannskæðri sjálfsmorðsárás á veitingahúsi í Bagdad í gær. 27 lík fundust skammt frá írönsku landa­mærunum. í gærmorgun sprengdu tveir sjálfsmorðssprengjumenn vítis­vélar sínar á veitingastað í Bagdad þar sem lögregluþjónar fá sér gjarnan morgunverð. Sjö þeirra voru á meðal hinna látnu en hin fórnarlömbin eru öll sögð almennir borgarar.

Erlent

Dregur úr gjafmildi

Rauði krossinn í Svíþjóð hefur neyðst til að taka lán sem nemur rúmum milljarði íslenskra króna til að kaupa tjöld fyrir fórnar­lömbin á jarðskjálftasvæðunum í Pakistan, að sögn dagblaðsins Dagens Nyheter. Svíar hafa ekki verið jafn viljugir að gefa fé í söfnun samtakanna núna og þeir voru eftir flóðin í Indlandshafi í ársbyrjun.

Erlent

Fox og Kirchner í hár saman á fundi

Köldu andar nú milli forseta Argentínu og Mexíkó eftir fund leiðtoga Ameríkuríkja sem fram fór í Argentínu fyrir stuttu. Á fundinum tókst leiðtogum ekki að ná samkomulagi um aukið samstarf í efnahagsmálum og frekari niðurfellingu tolla landanna á milli eins og að var stefnt og lét Vicente Fox, forseti Mexíkó, í ljós óánægju með framgöngu argentínska forsetans.

Erlent

Tugir látast af völdum heimilisofbeldis

Alls hafa 52 konur látist á Spáni af völdum heimilis­ofbeldis það sem af er árinu, enda þótt stjórnvöld hafi í ársbyrjun hafið mikla herferð gegn því sem spænskir fjölmiðlar kalla "hryðjuverk á heimilunum".

Erlent

Var hent út um glugga af þriðju hæð

Fertugur karlmaður liggur þungt haldinn á spítala í Kaupmannahöfn eftir að tveir menn reyndu að drepa hann með því að henda honum út úr glugga úr íbúð á þriðju hæð.

Erlent

Sýrlendingar munu starfa með rannsóknarnefnd S.þ.

Sýrlendingar munu starfa með rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna sem á að rannsaka morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, greindi frá þessu en kvaðst ekki telja að þetta myndi nægja til að þrýstingi og gagnrýni á stjórnvöld í Damaskus linnti.

Erlent

Al-Qaida liðar vilja breiða út óöldina

Al-Qaida í Írak vill breiða óöldina þar út til nágrannaríkjanna, samkvæmt leyniskjölum sem fundust á föllnum aðstoðarmanni Zarqawis, leiðtoga samtakanna. Al-Qaida ber ábyrgð á þremur árásum í Amman í Jórdaníu í gær, þar sem nærri áttatíu manns af fjölmörgum þjóðernum féllu.

Erlent

Þrír handteknir vegna sprengjuárásanna

Að minnsta kosti þrír menn hafa verið handteknir vegna hryðjuverkaárásanna í Amman í Jórdaníu í gærkvöldi. Frekari upplýsingar um mennina hafa ekki fengist en Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsækir borgina á morgun.

Erlent

Fuglaflensa greinist í Kúveit

Fuglaflensa hefur greinst í Kúveit, en þetta er í fyrsta sinn sem veikin finnst í ríki við Persaflóa. Flensan greindist Í tveimur fuglum í landinu og hefur þegar verið gripið til ráðstafana og þeim slátrað. Ekki liggur fyrir hvort fuglarnir voru sýktir af hinum banvæna H5N1-stofni sem borist getur í menn eða hvernig þeir sýktust.

Erlent

Stofna lúxusdagheimili í Danmörku

Lúxusdagheimili fyrir börn hinna frægu og ríku munu að líkindum taka til starfa í Danmörku innan tíðar eftir að lögum um dagheimili þar í landi var breytt þannig að slíkur aðskilnaður verður mögulegur.

Erlent

Neyðarðagerðir virðast skila árangri

Þriðju nóttina í röð dró úr óeirðum í Frakklandi. Neyðaraðgerðir ríkisstjórnarinnar virðast ætla að skila tilætluðum árangri og þær falla vel í kramið hjá almenningi.

Erlent

Vill slíta samstarfi við Sharon

Amir Peretz, nýkjörinn formaður Verkamannaflokksins í Ísrael, vill slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Likud-flokk Ariels Sharons, forsætisráðherra landins. Hann mun hitta Sharon á sunnudag þar sem þeir ræða hvort kosningum í landinu verði flýtt vegna þessa.

Erlent

Al-Qaida lýsir yfir ábyrgð á árásum í Amman

Hryðjuverkasamtökin al-Qaida segjast bera ábyrgð á þrem sjálfsmorðsárásum í Jórdaníu í gærkvöldi, sem urðu minnst 57 manns að bana. Landamærum landsins hefur verið lokað og víðtæk leit stendur yfir af mönnum sem tengjast árásunum.

Erlent

Þúsundir mótmæltu kosninganiðurstöðum í Bakú

Þúsundir manna gengu um götur í Bakú, höfuðborg Aserbaídjans, í gær til að mótmæla niðurstöðum þingkosninga á sunnudag. Þar fór flokkur Ilhams Alijevs forseta, sem farið hefur með völdin, með sigur af hólmi en stjórnarandstæðingar segja að svindlað hafi verið í kosningunum.

Erlent

Miller hættir hjá New York Times

Judith Miller, blaðakona New York Times sem sat í fangelsi í nærri þrjá mánuði í sumar fyrir að neita að gefa upp heimildarmann sinn í lekamálinu svokallaða, er hætt störfum hjá blaðinu. Ástæður þess eru margvíslegar að sögn hennar sjálfrar en hún hefur sætt nokkurri gagnrýnni frá starfsfélögum sínum vegna ákvörðunarinnar um að greina frá því hver heimildarmaðurinn væri.

Erlent

Stefnir í sigur Johnson-Sirleaf í Líberíu

Útlit er fyrir að Ellen Johnson-Sirleaf verði næsti forseti Líberíu, en þegar tveir þriðju atkvæða hafa verið talin hefur hún fengið 56 prósent atkvæða en andstæðingur hennar, fyrrverandi knattspyrnumaðurinn George Weah, 44 prósent.

Erlent

Peres tapaði í leiðtogakjöri Verkamannaflokksins

Shimon Peres tapaði óvænt í leiðtogakjöri verkamannaflokksins í Ísrael í nótt. Verkalýðsleiðtoginn Amir Peretz sigraði með rúmlega tveggja prósenta mun og mun því leiða flokkinn í næstu þingkosningum í Ísrael.

Erlent

Dregur úr óeirðum í Frakklandi

Enn dró úr óeirðum í Frakklandi í nótt, í kjölfar stórhertra aðgerða lögreglu um allt land. Í 38 hverfum, borgum og bæjum nýtti lögregla sér heimildir til að setja á útgöngubann eða beita öðrum neyðaraðgerðum til að sporna við óeirðunum. Alls voru 155 manns handteknir í nótt og kveikt var í um 300 bílum, sem er nærri helmingi minna en nóttina á undan.

Erlent

Mannskæð árás á veitingastað í Bagdad

Meira en tuttugu létust og minnst fimmtán særðust í sjálfsmorðsárás á veitingastað í Bagdad, höfuðborg Íraks á sjöunda tímanum í morgun. Sprengingin var gríðarlega öflug og heyrðist í margra kílómetra fjarlægð frá árásarstaðnum.

Erlent

Al-Qaida talið bera ábyrgð á árásum í Amman

Flest bendir til að al-Qaida beri ábyrgð á þrem sjálfsmorðsárásum í Jórdaníu í gærkvöldi, sem urðu minnst 57 manns að bana. Um þrjú hundruð manns eru sárir eftir árásirnar, sem voru gerðar á þrem hótelum í Amman, höfuðborg Jórdaníu, með stuttu millibili.

Erlent

Vinsældirnar hafa hrapað

Heldur hefur hallað undan fæti hjá Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóra Kaliforníu, en í fyrradag felldu íbúar ríkisins allar fjórar tillögur hans um úrbætur í ríkisrekstri í sérstakri atkvæðagreiðslu.

Erlent

Reynir á mörk tjáningarfrelsis

Prestur í sænskum hvítasunnusöfnuði varði fyrir Hæstarétti Svíþjóðar í gær fullyrðingar sínar um að samkynhneigð væri "sem krabbameins­æxli á þjóðarlíkamanum". Presturinn, Åke Green, flutti stólræðu fyrir tveimur árum þar sem hann lét þessi ummæli falla, en fyrir þau var hann kærður fyrir brot á lögum sem banna hatursáróður.

Erlent

Blair hvattur til afsagnar

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, varð fyrir miklu áfalli í gær þegar neðri deild breska þingsins felldi frumvarp ríkisstjórnarinnar um varnir gegn hryðjuverkum. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnarfrumvarp er fellt í forsætisráðherratíð hans en þó er ekki talið að hann þurfi að segja af sér vegna málsins.

Erlent

Rannsókn sögð hafin á leka

Hafin er rannsókn á því innan raða bandarísku leyniþjónustunnar CIA hver kunni að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla um að hún reki leynifangelsi erlendis. Á fréttavef breska útvarpsins BBC er þetta haft eftir ónafngreindum embættismönnum í Washington.

Erlent

Karlarnir fitna meira en konur

Sænska þjóðin hefur þyngst verulega og lengst á síðustu 25 árum. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að þeir hafa þyngst öllu meira hlutfallslega en þeir hafa hækkað. Þeir hafa með öðrum orðum fitnað.

Erlent

Útgöngubanni óvíða beitt í Frakklandi

Heldur tók að draga úr óöldinni í frönskum borgum í gær, daginn eftir að ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi svo setja mætti útgöngubann í óeirðabæjum. Tvær vikur eru frá því óeirðirnar hófust í innflytjendahverfum norður af París.

Erlent

Ofnæmi kostar tugi milljóna

Tæplega 300 þúsund Danir þjást af hvers kyns ofnæmi vegna notkunar á algengum snyrtivörum á borð við sjampó og krem hvers konar. Fjölgar þeim um sex þúsund á ári hverju þar í landi sem leita sér lækninga vegna útbrota eða annars konar kvilla sem skýrast að flestu eða öllu leyti af notkun á snyrtivörum.

Erlent

Flugfargjöld eiga að lækka

Sérstakt farþegagjald á dönskum flugvöllum mun falla niður samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi dönsku ríkisstjórnarinnar og Danska þjóðarflokksins. Talsmaður þeirra segir að ætlast sé til að breytingin skili sér beint til neytenda.

Erlent

Stal aðalsnafnbót

Dómstóll í Kantara­borg hefur dæmt mann í 21 mánaða fangelsi fyrir að taka upp nafn og aðalstign barns sem lést fyrir 42 árum. Árið 1983 tók maðurinn upp nafnið Christopher Edward Buckingham lávarður, en drengur sem andaðist níu mánaða gamall tutt­ugu árum áður hafði heitið þessu nafni.

Erlent

Sextán ár eru liðin frá falli múrsins

Þess var minnst í Þýskalandi í gær að rétt sextán ár voru liðin frá falli Berlínarmúrsins. Minningarathöfn var haldin við einn fárra búta múrsins sem eftir standa, í Múrsafninu við Bernauerstræti.

Erlent