Erlent

Sextán ár eru liðin frá falli múrsins

Leifar múrsins. Til minningar um þá sem létu lífið við Berlínarmúrinn festu borgarbúar blóm á leifar hans í gær.
Leifar múrsins. Til minningar um þá sem létu lífið við Berlínarmúrinn festu borgarbúar blóm á leifar hans í gær.

Þess var minnst í Þýskalandi í gær að rétt sextán ár voru liðin frá falli Berlínarmúrsins. Minningarathöfn var haldin við einn fárra búta múrsins sem eftir standa, í Múrsafninu við Bernauerstræti.

"Fall múrsins fyrir sextán árum á þessum degi hreyfði við heiminum og gerði Þjóðverja, að minnsta kosti í svip, að hamingjusömustu þjóð á jörðu," sagði Marianne Birthler í ávarpi við athöfnina, en hún var á sínum tíma andófsmaður í Austur-Þýskalandi og stýrir nú stofnun sem hefur umsjón með skjölum Stasi, austur-þýsku leynilögreglunnar. Að ræðu Birthler lokinni var viðstöddum boðið að kveikja á kertum og bæta þeim við minnismerkið um þær þjáningar sem múrinn olli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×