Erlent

Blair hvattur til afsagnar

Tony Blair er ekki talinn þurfa að segja af sér vegna málsins.
Tony Blair er ekki talinn þurfa að segja af sér vegna málsins.

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, varð fyrir miklu áfalli í gær þegar neðri deild breska þingsins felldi frumvarp ríkisstjórnarinnar um varnir gegn hryðjuverkum. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnarfrumvarp er fellt í forsætisráðherratíð hans en þó er ekki talið að hann þurfi að segja af sér vegna málsins.

Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að lögregla gæti haldið grunuðum hermdarverkamönnum í allt að níutíu daga án þess að birta þeim ákæru. Við það gátu 49 þingmenn Verkamannaflokksins ekki fellt sig við og því greiddu 322 þingmenn atkvæði gegn frumvarpinu en 291 studdi það. Ekki er talið að Blair verði knúinn til afsagnar vegna ósigursins í gær en staða hans hefur þó veikst mikið.

Michael Howard, leiðtogi íhaldsmanna, sagði að Blair væri hollast að segja af sér. Blair var að vonum ósáttur við lyktir málsins en sagði að betra væri að "breyta rétt og tapa heldur en að gera það sem rangt er og sigra."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×