Erlent

Ofnæmi kostar tugi milljóna

Ofnæmi. Sjúkdómurinn hrjáir sífellt fleiri í hinum vestræna heimi og rannsóknir benda til að venjulegar snyrtivörur geti haft talsverð áhrif þar á.
Ofnæmi. Sjúkdómurinn hrjáir sífellt fleiri í hinum vestræna heimi og rannsóknir benda til að venjulegar snyrtivörur geti haft talsverð áhrif þar á.

Tæplega 300 þúsund Danir þjást af hvers kyns ofnæmi vegna notkunar á algengum snyrtivörum á borð við sjampó og krem hvers konar. Fjölgar þeim um sex þúsund á ári hverju þar í landi sem leita sér lækninga vegna útbrota eða annars konar kvilla sem skýrast að flestu eða öllu leyti af notkun á snyrtivörum.

Þykir málið alvarlegt enda þurfa flestir sem ofnæmið fá að búa við það ævilangt. Talsverðu fé hefur verið eytt í rannsóknir á ofnæmi meðal Dana en það er formlega orðinn sam­félagssjúkdómur og hyggjast stjórnvöld leggja meiri áherslu en áður á að sporna við áframhaldandi þróun. Verður það meðal annars gert með útgáfu kynningarefnis til handa almenningi enda kostar sjúkdómurinn danskt samfélag fleiri tugi milljóna króna hvert ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×