Erlent Sá þúsundasti tekinn af lífi Þúsundasti bandaríski fanginn var tekinn af lífi í morgun, eftir að dauðarefsing var tekin upp á nýjan leik í Bandaríkjunum fyrir þrjátíu árum. Erlent 2.12.2005 10:42 Önnur vélin lenti í Keflavík í lok mars 2002 Önnur fangaflugvélin frá CIA sem staðfest er að hafi lent í Frakklandi, millilenti fyrst í Keflavík. Þetta kemur fram í dagblaðinu Le Figaro í dag. Erlent 2.12.2005 10:38 6 ára gamall drengur beið bana eftir árás þriggja hunda 6 ára gamall drengur beið bana í Oberglatt í Sviss í gær þegar þrír varðhundar réðust á hann. Drengurinn var á leið á dagheimili og átti aðeins eftir nokkur hundruð metra þegar hundarnir komu skyndilega hlaupandi og réðust á hann á meðan sjónarvottar stóðu hjálpvana hjá og gátu ekkert gert. Erlent 2.12.2005 08:15 Aflífaður fyrir smygl Ástralskur eiturlyfjasmyglari var tekinn af lífi í Singapúr í nótt, þrátt fyrir ítrekaða beiðni ástralskra stjórnvalda um að manninum yrði sýnd miskunn. Stjórnvöld í Ástralíu eru æf vegna málsins og það gæti átt eftir að draga dilk á eftir sér. Erlent 2.12.2005 07:53 Seldi vinum sínum aðgang að dóttur sinni Sjö menn sem sitja nú í gæsluvarðhaldi eða hafa verið dæmdir í Danmörku grunaðir um að hafa misnotað stúlku þegar hún var 10 ára gömul. Faðir stúlkunnar leyfði mönnunum að misnota hana gegn greiðslu. Mennirnir eru á fimmtugs aldri og allt upp í 73 ára gamlir. Erlent 2.12.2005 06:28 Skæruliðar aðsópsmiklir Uppreisnarmenn í borginni Ramadi í vesturhluta Íraks skutu eldflaugum að stjórnarbyggingum og bandarískum varðstöðvum í gær. Engan sakaði þó í árásunum sem helst virðast hafa verið framdar í áróðursskyni. Skömmu eftir uppþotin héldu grímuklæddir skæruliðarnir hver sína leið. Erlent 2.12.2005 06:15 Þrýsta á um svör við fangaflugsásökunum Vaxandi óánægju gætir nú víða í Evrópu yfir því að hægt virðist ganga að komast að því hvað sé hæft í ásökunum um fangaflug og leynifangelsi CIA. Í nafni ESB hefur breska stjórnin farið fram á skýringar frá bandarískum stjórnvöldum. Erlent 2.12.2005 05:00 Lögreglusveitir lokuðu kjörstöðum Til óeirða kom á nokkrum kjörstöðum í Egyptalandi eftir að lögregla ákvað að loka þeim. Á þessum stöðum var búist við að stjórnarandstæðingum mundi vegna vel. Lokaumferð egypsku þingkosninganna fór fram í gær og er óhætt að segja að víða hafi verið heitt í kolunum. Lögregla lét loka nokkrum kjörstöðum þar sem félagar í Bræðralagi múslima höfðu verið aðsópsmiklir. Erlent 2.12.2005 04:45 Gluggaþvottamenn sluppu naumlega Það er ekki hættulaust að vera gluggaþvottamaður eins og tveir þeirra komust að í Denver í Bandaríkjunum gær. Erlent 1.12.2005 20:24 Fara í fyrsta lagi í febrúar á næsta ári Fjölmennt herlið á vegum Atlantshafsbandalagsins í Pakistan getur í fyrsta lagi farið þaðan í lok febrúar á næsta ári. NATO sendi um eitt þúsund hjúkrunarliða, verkfræðinga og þyrluflugmenn til hamfarasvæðanna í Pakistan, eftir að jarðskjálft reið þar yfir hinn áttunda október. Erlent 1.12.2005 17:14 Átök einkenndu þingkosningar í Egyptalandi Átök hafa einkennt þriðju og síðustu umferð þingkosninganna í Egyptalandi sem fram fóru í dag. Að minnsta kosti einn maður hefur látið lífið í átökunum. Erlent 1.12.2005 17:06 Aftur hryðjuverk í Bangladesh Einn lést og tuttugu og fimm manns eru sárir eftir öfluga sprengingu við dómhús í Bangladesh í morgun. Erlent 1.12.2005 13:15 Skilaboð Sameinuðu á alþjóðlega alnæmisdeginum Þjóðir heims mega ekki sofa á verðinum í baráttunni við alnæmi, þó að fjölmiðlar hafi fjallað meira um aðra sjúkdóma undanfarin misseri. Þetta eru skilaboð Sameinuðu þjóðanna á alþjóðlega alnæmisdeginum sem er í dag. Erlent 1.12.2005 12:23 Þriðji hver starfsmaður myndi þiggja mútur Einn af hverjum þremur opinberum starfsmönnum í Víetnam myndi þiggja mútur ef honum byðist það. Þetta kemur fram í nýlegri könnun sem gerð var þar í landi. Spilltustu starfsmennirnir samkvæmt könnuninni eru þeir sem sjá um úthlutanir á landssvæðum og húsnæði en fast á hæla þeirra koma lögreglumenn, tollverðir og starfsmenn skattsins. Erlent 1.12.2005 10:30 Hafa hertekið Ramadí Fjögur hundruð vopnaðir írakskir uppreisnarmenn hafa hertekið hluta af borginni Ramadi í Írak. Þá skutu uppreisnarmennirnir úr sprengjuvörpum á herstöð Bandaríkjamanna og einnig á opinbera byggingu í borginni. Erlent 1.12.2005 09:30 Læknar í Frakklandi hafa framkvæmt fyrstu andlitságræðslu sögunnar Læknar í Frakklandi hafa framkvæmt fyrstu andlitságræðslu sögunnar. Læknarnir segja aðgerðina hafa heppnast vel og að hið nýja andlit virki eðlilegt. Erlent 1.12.2005 08:30 78 meintir meðlimir eiturlyfjahrings handteknir Sjötíu og átta manns, sem grunaðir eru um aðild að kólumbískum eiturlyfjahring, voru handteknir í Kólumbíu og Bandaríkjunum í gær. Hópurinn er grunaður um að hafa staðið að smygli á eiturlyfjum til Bandaríkjanna, meðal annars með því að fela efnin inni í húsgögnum og málverkum. Erlent 1.12.2005 08:11 Meirihluti Bandaríkjamanna efast um sigur í Írak Meirihluti Bandaríkjamanna efast um að George Bush Bandaríkjaforseti búi yfir áætlun sem muni leiða til "sigurs Bandaríkjamanna", eins og það er orðað, í Íraksstríðinu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Gallup gerði fyrir CNN sjónvarpsstöðina og dagblaðið USA Today en könnunin var birt í gærkvöldi. Erlent 1.12.2005 08:03 Bandaríski herinn borgar írökskum dagblöðum fyrir að birta jákvæðar blaðagreinar um herinn Bandaríski herinn borgar írökskum dagblöðum á laun fyrir að birta jákvæðar blaðagreinar um aðgerðir Bandaríkjahers í Írak. Dagblaðið Los Angeles Times hefur komist yfir gögn sem staðfesta þetta. Erlent 1.12.2005 07:50 Sífellt fleiri frá bráðalyf gegn HIV veirunni í Danmörku Um hundrað einstaklingar fengu bráðalyf gegn HIV veirunni í Danmörku á síðasta ári. Það er tvöfalt fleiri en fyrir fimm árum. Erlent 1.12.2005 07:45 Árið 2005 eitt mesta hamfaraár sögunnar Það sem af er ári hafa Sameinuðu þjóðirnar tíu sinnum kallað eftir neyðaraðstoð en svo oft hafa samtökin aldrei áður þurft að bregðast við. Í gær var farið fram á 265 milljarða króna í aðstoð til bágstaddra um allan heim. Erlent 1.12.2005 07:00 Mæðgur myrtar í Noregi Kona á sextugsaldri og dóttir hennar á þrítugsaldri voru myrtar á heimili sínu í Borge í nágrenni Fredriksstad í Noregi í fyrrinótt. Sá sem myrti þær hringdi sjálfur til lögreglu og tilkynnti um morðið en hann er fyrrverandi kærasti móðurinnar. Erlent 1.12.2005 06:43 Ríkisstjóri náðar Lovitt Innan við sólarhring áður en til stóð að Robin Lovitt yrði þúsundasti fanginn sem tekinn yrði af lífi í Bandaríkjunum frá því að dauðarefsingar voru teknar þar upp á ný fyrir 28 árum, ákvað ríkisstjóri Virginíu að þyrma lífi hans í gær. Refsingu Lovitts var breytt í ævilangt fangelsi án möguleika á náðun fyrir að stinga mann til bana með skærum í leikjasalarráni árið 1998. Erlent 1.12.2005 06:30 Leynifangelsi verða könnuð Þótt Bandaríkjastjórn hafi ekki enn viðurkennt að hún starfræki leynileg fangelsi erlendis þar sem grunaðir hryðjuverkamenn eru geymdir segist hún hafa meðtekið þau hörðu viðbrögð sem málið hefur vakið. Erlent 1.12.2005 06:30 Peres til liðs við Sharon Shimon Peres, eitt elsta brýnið í ísraelskum stjórnmálum, sagði í gær skilið við Verkamannaflokkinn sem var hans pólitíska heimili í nærri sex áratugi. Hann hyggst leggja Ariel Sharon, núverandi forsætisráðherra sem stofnað hefur eigin flokk, lið í kosningabaráttunni fyrir næstu þingkosningar. Erlent 1.12.2005 06:00 Heldur umbótum Schröders áfram Angela Merkel, kanslari Þýskalands, boðaði í stefnuræðu sinni í þýska Sambandsþinginu í gær að halda þeim kerfisumbótum áfram sem lagt hefði verið af stað með í tíð fyrri ríkisstjórnar, með það að markmiði að blása nýjum þrótti í efnahags- og þjóðlíf Þýskalands. Erlent 1.12.2005 05:30 Myndband birt af gíslunum Sjónvarpsstöðin al-Jazeera hefur birt myndir af fjórum friðarsinnum sem eru í haldi samtaka sem kalla sig Sverð réttlátu herdeildanna. Þá er þýskur fornleifafræðingur og íraskur bílstjóri hennar í gíslingu mannræningja. Erlent 1.12.2005 05:15 Herinn ekki frá Írak fyrr en verkinu lýkur George W. Bush Bandaríkjaforseti kynnti í gær stefnu stjórnar sinnar í málefnum Íraks. Hann hafnaði því að setja bandaríska herliðinu í landinu nokkur tímamörk heldur sagði það munu snúa heim þegar aðstæður leyfðu. Erlent 1.12.2005 04:00 Fjöldi félaga var tekinn fastur Mohammed Mahdi Akef, leiðtogi Bræðralags múslima, segir að markmið fjöldahandtaka egypsku lögreglunnar á félögum í samtökunum sé að hræða fólk frá þátttöku í síðustu umferð egypsku þingkosninganna sem hefjast í dag. 900 múslimabræður hafa verið klófestir að undanförnu. Erlent 1.12.2005 03:45 Brýst inn hjá sofandi fólki Sænska lögreglan leitar nú um gjörvalla Svíþjóð að innbrotsþjófi sem brýst inn í svefnherbergi hjá sofandi fólki í Suður-Svíþjóð. Svefnherbergisþjófurinn er grunaður um 200 innbrot, þar af 150 í Trelleborg, en einhvern veginn tekst lögreglunni ekki að stöðva hann. Erlent 1.12.2005 02:45 « ‹ ›
Sá þúsundasti tekinn af lífi Þúsundasti bandaríski fanginn var tekinn af lífi í morgun, eftir að dauðarefsing var tekin upp á nýjan leik í Bandaríkjunum fyrir þrjátíu árum. Erlent 2.12.2005 10:42
Önnur vélin lenti í Keflavík í lok mars 2002 Önnur fangaflugvélin frá CIA sem staðfest er að hafi lent í Frakklandi, millilenti fyrst í Keflavík. Þetta kemur fram í dagblaðinu Le Figaro í dag. Erlent 2.12.2005 10:38
6 ára gamall drengur beið bana eftir árás þriggja hunda 6 ára gamall drengur beið bana í Oberglatt í Sviss í gær þegar þrír varðhundar réðust á hann. Drengurinn var á leið á dagheimili og átti aðeins eftir nokkur hundruð metra þegar hundarnir komu skyndilega hlaupandi og réðust á hann á meðan sjónarvottar stóðu hjálpvana hjá og gátu ekkert gert. Erlent 2.12.2005 08:15
Aflífaður fyrir smygl Ástralskur eiturlyfjasmyglari var tekinn af lífi í Singapúr í nótt, þrátt fyrir ítrekaða beiðni ástralskra stjórnvalda um að manninum yrði sýnd miskunn. Stjórnvöld í Ástralíu eru æf vegna málsins og það gæti átt eftir að draga dilk á eftir sér. Erlent 2.12.2005 07:53
Seldi vinum sínum aðgang að dóttur sinni Sjö menn sem sitja nú í gæsluvarðhaldi eða hafa verið dæmdir í Danmörku grunaðir um að hafa misnotað stúlku þegar hún var 10 ára gömul. Faðir stúlkunnar leyfði mönnunum að misnota hana gegn greiðslu. Mennirnir eru á fimmtugs aldri og allt upp í 73 ára gamlir. Erlent 2.12.2005 06:28
Skæruliðar aðsópsmiklir Uppreisnarmenn í borginni Ramadi í vesturhluta Íraks skutu eldflaugum að stjórnarbyggingum og bandarískum varðstöðvum í gær. Engan sakaði þó í árásunum sem helst virðast hafa verið framdar í áróðursskyni. Skömmu eftir uppþotin héldu grímuklæddir skæruliðarnir hver sína leið. Erlent 2.12.2005 06:15
Þrýsta á um svör við fangaflugsásökunum Vaxandi óánægju gætir nú víða í Evrópu yfir því að hægt virðist ganga að komast að því hvað sé hæft í ásökunum um fangaflug og leynifangelsi CIA. Í nafni ESB hefur breska stjórnin farið fram á skýringar frá bandarískum stjórnvöldum. Erlent 2.12.2005 05:00
Lögreglusveitir lokuðu kjörstöðum Til óeirða kom á nokkrum kjörstöðum í Egyptalandi eftir að lögregla ákvað að loka þeim. Á þessum stöðum var búist við að stjórnarandstæðingum mundi vegna vel. Lokaumferð egypsku þingkosninganna fór fram í gær og er óhætt að segja að víða hafi verið heitt í kolunum. Lögregla lét loka nokkrum kjörstöðum þar sem félagar í Bræðralagi múslima höfðu verið aðsópsmiklir. Erlent 2.12.2005 04:45
Gluggaþvottamenn sluppu naumlega Það er ekki hættulaust að vera gluggaþvottamaður eins og tveir þeirra komust að í Denver í Bandaríkjunum gær. Erlent 1.12.2005 20:24
Fara í fyrsta lagi í febrúar á næsta ári Fjölmennt herlið á vegum Atlantshafsbandalagsins í Pakistan getur í fyrsta lagi farið þaðan í lok febrúar á næsta ári. NATO sendi um eitt þúsund hjúkrunarliða, verkfræðinga og þyrluflugmenn til hamfarasvæðanna í Pakistan, eftir að jarðskjálft reið þar yfir hinn áttunda október. Erlent 1.12.2005 17:14
Átök einkenndu þingkosningar í Egyptalandi Átök hafa einkennt þriðju og síðustu umferð þingkosninganna í Egyptalandi sem fram fóru í dag. Að minnsta kosti einn maður hefur látið lífið í átökunum. Erlent 1.12.2005 17:06
Aftur hryðjuverk í Bangladesh Einn lést og tuttugu og fimm manns eru sárir eftir öfluga sprengingu við dómhús í Bangladesh í morgun. Erlent 1.12.2005 13:15
Skilaboð Sameinuðu á alþjóðlega alnæmisdeginum Þjóðir heims mega ekki sofa á verðinum í baráttunni við alnæmi, þó að fjölmiðlar hafi fjallað meira um aðra sjúkdóma undanfarin misseri. Þetta eru skilaboð Sameinuðu þjóðanna á alþjóðlega alnæmisdeginum sem er í dag. Erlent 1.12.2005 12:23
Þriðji hver starfsmaður myndi þiggja mútur Einn af hverjum þremur opinberum starfsmönnum í Víetnam myndi þiggja mútur ef honum byðist það. Þetta kemur fram í nýlegri könnun sem gerð var þar í landi. Spilltustu starfsmennirnir samkvæmt könnuninni eru þeir sem sjá um úthlutanir á landssvæðum og húsnæði en fast á hæla þeirra koma lögreglumenn, tollverðir og starfsmenn skattsins. Erlent 1.12.2005 10:30
Hafa hertekið Ramadí Fjögur hundruð vopnaðir írakskir uppreisnarmenn hafa hertekið hluta af borginni Ramadi í Írak. Þá skutu uppreisnarmennirnir úr sprengjuvörpum á herstöð Bandaríkjamanna og einnig á opinbera byggingu í borginni. Erlent 1.12.2005 09:30
Læknar í Frakklandi hafa framkvæmt fyrstu andlitságræðslu sögunnar Læknar í Frakklandi hafa framkvæmt fyrstu andlitságræðslu sögunnar. Læknarnir segja aðgerðina hafa heppnast vel og að hið nýja andlit virki eðlilegt. Erlent 1.12.2005 08:30
78 meintir meðlimir eiturlyfjahrings handteknir Sjötíu og átta manns, sem grunaðir eru um aðild að kólumbískum eiturlyfjahring, voru handteknir í Kólumbíu og Bandaríkjunum í gær. Hópurinn er grunaður um að hafa staðið að smygli á eiturlyfjum til Bandaríkjanna, meðal annars með því að fela efnin inni í húsgögnum og málverkum. Erlent 1.12.2005 08:11
Meirihluti Bandaríkjamanna efast um sigur í Írak Meirihluti Bandaríkjamanna efast um að George Bush Bandaríkjaforseti búi yfir áætlun sem muni leiða til "sigurs Bandaríkjamanna", eins og það er orðað, í Íraksstríðinu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Gallup gerði fyrir CNN sjónvarpsstöðina og dagblaðið USA Today en könnunin var birt í gærkvöldi. Erlent 1.12.2005 08:03
Bandaríski herinn borgar írökskum dagblöðum fyrir að birta jákvæðar blaðagreinar um herinn Bandaríski herinn borgar írökskum dagblöðum á laun fyrir að birta jákvæðar blaðagreinar um aðgerðir Bandaríkjahers í Írak. Dagblaðið Los Angeles Times hefur komist yfir gögn sem staðfesta þetta. Erlent 1.12.2005 07:50
Sífellt fleiri frá bráðalyf gegn HIV veirunni í Danmörku Um hundrað einstaklingar fengu bráðalyf gegn HIV veirunni í Danmörku á síðasta ári. Það er tvöfalt fleiri en fyrir fimm árum. Erlent 1.12.2005 07:45
Árið 2005 eitt mesta hamfaraár sögunnar Það sem af er ári hafa Sameinuðu þjóðirnar tíu sinnum kallað eftir neyðaraðstoð en svo oft hafa samtökin aldrei áður þurft að bregðast við. Í gær var farið fram á 265 milljarða króna í aðstoð til bágstaddra um allan heim. Erlent 1.12.2005 07:00
Mæðgur myrtar í Noregi Kona á sextugsaldri og dóttir hennar á þrítugsaldri voru myrtar á heimili sínu í Borge í nágrenni Fredriksstad í Noregi í fyrrinótt. Sá sem myrti þær hringdi sjálfur til lögreglu og tilkynnti um morðið en hann er fyrrverandi kærasti móðurinnar. Erlent 1.12.2005 06:43
Ríkisstjóri náðar Lovitt Innan við sólarhring áður en til stóð að Robin Lovitt yrði þúsundasti fanginn sem tekinn yrði af lífi í Bandaríkjunum frá því að dauðarefsingar voru teknar þar upp á ný fyrir 28 árum, ákvað ríkisstjóri Virginíu að þyrma lífi hans í gær. Refsingu Lovitts var breytt í ævilangt fangelsi án möguleika á náðun fyrir að stinga mann til bana með skærum í leikjasalarráni árið 1998. Erlent 1.12.2005 06:30
Leynifangelsi verða könnuð Þótt Bandaríkjastjórn hafi ekki enn viðurkennt að hún starfræki leynileg fangelsi erlendis þar sem grunaðir hryðjuverkamenn eru geymdir segist hún hafa meðtekið þau hörðu viðbrögð sem málið hefur vakið. Erlent 1.12.2005 06:30
Peres til liðs við Sharon Shimon Peres, eitt elsta brýnið í ísraelskum stjórnmálum, sagði í gær skilið við Verkamannaflokkinn sem var hans pólitíska heimili í nærri sex áratugi. Hann hyggst leggja Ariel Sharon, núverandi forsætisráðherra sem stofnað hefur eigin flokk, lið í kosningabaráttunni fyrir næstu þingkosningar. Erlent 1.12.2005 06:00
Heldur umbótum Schröders áfram Angela Merkel, kanslari Þýskalands, boðaði í stefnuræðu sinni í þýska Sambandsþinginu í gær að halda þeim kerfisumbótum áfram sem lagt hefði verið af stað með í tíð fyrri ríkisstjórnar, með það að markmiði að blása nýjum þrótti í efnahags- og þjóðlíf Þýskalands. Erlent 1.12.2005 05:30
Myndband birt af gíslunum Sjónvarpsstöðin al-Jazeera hefur birt myndir af fjórum friðarsinnum sem eru í haldi samtaka sem kalla sig Sverð réttlátu herdeildanna. Þá er þýskur fornleifafræðingur og íraskur bílstjóri hennar í gíslingu mannræningja. Erlent 1.12.2005 05:15
Herinn ekki frá Írak fyrr en verkinu lýkur George W. Bush Bandaríkjaforseti kynnti í gær stefnu stjórnar sinnar í málefnum Íraks. Hann hafnaði því að setja bandaríska herliðinu í landinu nokkur tímamörk heldur sagði það munu snúa heim þegar aðstæður leyfðu. Erlent 1.12.2005 04:00
Fjöldi félaga var tekinn fastur Mohammed Mahdi Akef, leiðtogi Bræðralags múslima, segir að markmið fjöldahandtaka egypsku lögreglunnar á félögum í samtökunum sé að hræða fólk frá þátttöku í síðustu umferð egypsku þingkosninganna sem hefjast í dag. 900 múslimabræður hafa verið klófestir að undanförnu. Erlent 1.12.2005 03:45
Brýst inn hjá sofandi fólki Sænska lögreglan leitar nú um gjörvalla Svíþjóð að innbrotsþjófi sem brýst inn í svefnherbergi hjá sofandi fólki í Suður-Svíþjóð. Svefnherbergisþjófurinn er grunaður um 200 innbrot, þar af 150 í Trelleborg, en einhvern veginn tekst lögreglunni ekki að stöðva hann. Erlent 1.12.2005 02:45