Erlent

Mæðgur myrtar í Noregi

Kona á sextugsaldri og dóttir hennar á þrítugsaldri voru myrtar á heimili sínu í Borge í nágrenni Fredriksstad í Noregi í fyrrinótt. Sá sem myrti þær hringdi sjálfur til lögreglu og tilkynnti um morðið en hann er fyrrverandi kærasti móðurinnar. Maðurinn var með byssuleyfi og talið er að hann sé meðlimur í skotfélagi. Ekki er enn vitað um ástæðu morðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×