Erlent

Læknar í Frakklandi hafa framkvæmt fyrstu andlitságræðslu sögunnar

Læknar í Frakklandi hafa framkvæmt fyrstu andlitságræðslu sögunnar. Læknarnir segja aðgerðina hafa heppnast vel og að hið nýja andlit virki eðlilegt. Skipt var um nef, varir og höku á konu, sem afmyndaðist þegar hundur beit hana í andlitið í maí síðastliðnum. Andlitsgjafinn var heiladauð kona á svipuðum aldri og ættingjar hennar gáfu leyfi fyrir aðgerðinni. Enn á eftir að koma í ljós hvernig ónæmiskerfi andlitsþegans bregst við hinu nýja andliti, og læknarnir segja allt eins líklegt að konan þurfi að vera á sterkum lyfjum ævilangt. Annars hefur mikil leynd hvílt yfir aðgerðinni, sem var framkvæmd í Amiens á sunnudaginn. Á morgun munu læknarnir greina nánar frá andlitságræðslunni á blaðamannafundi í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×