Erlent

Fara í fyrsta lagi í febrúar á næsta ári

MYND/AP

Fjölmennt herlið á vegum Atlantshafsbandalagsins í Pakistan getur í fyrsta lagi farið þaðan í lok febrúar á næsta ári. NATO sendi um eitt þúsund hjúkrunarliða, verkfræðinga og þyrluflugmenn til hamfarasvæðanna í Pakistan, eftir að jarðskjálfti reið þar yfir hinn áttunda október.

Meira en sjötíu og þrjú þúsund manns fórust í skjálftanum og milljónir manna misstu heimili sín. Upphaflega var áætlað að NATO liðarnir yrðu á hamfarasvæðunum í nítíu daga.

Íslamskir stjórnarandstöðumenn hafa reynt að skapa átök um veru NATO liðanna í Pakistan. Þeir fullyrða að markmið NATO sé að vera með herlið í landinu til langframa og eina markmið þeirra sé að reyna að handsama Osaman Bin-laden.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×