Erlent

Átök einkenndu þingkosningar í Egyptalandi

MYND/AP

Átök hafa einkennt þriðju og síðustu umferð þingkosninganna í Egyptalandi sem fram fóru í dag. Að minnsta kosti einn maður hefur látið lífið í átökunum. Stuðningsmenn múslimska bræðralagsins saka lögreglu um að reyna að koma í veg fyrir að þeir geti kosið.

Múslimska bræðralagið er stærsta íslamska hreyfingin í Egyptalandi og hefur verið bannað að bjóða sig fram síða árið 1954. Hreyfingin segir íslam eiga svar við öllu og neitar að viðurkenna Ísraelsríki.

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hefur gefið hreyfingunni ákveðinn sveigjanleika á fyrri stigum kosningabaráttunnar og hefur gengi hennar verið nokkuð gott í tveimur fyrri umferðum kosninganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×