Erlent

Aflífaður fyrir smygl

Ástralinn lagður í líkkistu að lokinni aftökunni í nótt.
Ástralinn lagður í líkkistu að lokinni aftökunni í nótt. MYND/AP

Ástralskur eiturlyfjasmyglari var tekinn af lífi í Singapúr í nótt, þrátt fyrir ítrekaða beiðni ástralskra stjórnvalda um að manninum yrði sýnd miskunn. Stjórnvöld í Ástralíu eru æf vegna málsins og það gæti átt eftir að draga dilk á eftir sér. Ástralinn var stöðvaður á flugvelli í Singapúr árið 2002 með rétt tæp fjögur hundruð grömm af heróíni. Fíkniefnalöggjöfin í landinu er einhver sú harðasta í heimi og maðurinn var umsvifalaust dæmdur til dauða. Síðan þá hafa áströlsk stjórnvöld reynt allt til að fá manninn framseldan eða fá dóminum breytt, en án árangurs. John Howard forsætisráðherra Ástralíu sagði í morgun að aftakan ætti eftir að skemma samskipti landanna tveggja á næstunni. Ekki yrði þó gripið til neinna aðgerða gegn stjórnvöldum í Singapore vegna málsins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×