Erlent

Hafa hertekið Ramadí

Fjögur hundruð vopnaðir írakskir uppreisnarmenn hafa hertekið hluta af borginni Ramadi í Írak. Þá skutu uppreisnarmennirnir úr sprengjuvörpum á herstöð Bandaríkjamanna og einnig á opinbera byggingu í borginni. Fréttamaður Reuters sem er á staðnum segir að mennirnir fjögur hundruð séu grímuklæddir og beri á sér mikið af vopnum. Þeir hafi þegar hengt upp veggspjöld þar sem segi að al-Kæda í Írak sé búið að taka við stjórnartaumum í borginni. Þá sé einnig búið að koma upp vegtálmum við aðalborgarmörkn að Ramadí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×