Erlent

Skæruliðar aðsópsmiklir

Uppreisnarmenn í borginni Ramadi í vesturhluta Íraks skutu eldflaugum að stjórnarbyggingum og bandarískum varðstöðvum í gær. Engan sakaði þó í árásunum sem helst virðast hafa verið framdar í áróðursskyni. Skömmu eftir uppþotin héldu grímuklæddir skæruliðarnir hver sína leið.

Samtök súnníklerka hafa hvatt mannræningja í landinu til að láta fimm gísla af Vesturlöndum lausa hið fyrsta. Fjórir menn eru í haldi samtakanna Herdeildir hinna réttlátu sverða og þýsk kona er jafnframt í haldi uppreisnarmanna. Þýsk stjórnvöld hafa ekki ljáð máls á að semja við mannræningjana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×