Erlent

Þriðji hver starfsmaður myndi þiggja mútur

Einn af hverjum þremur opinberum starfsmönnum í Víetnam myndi þiggja mútur ef honum byðist það. Þetta kemur fram í nýlegri könnun sem gerð var þar í landi. Spilltustu starfsmennirnir samkvæmt könnuninni eru þeir sem sjá um úthlutanir á landssvæðum og húsnæði en fast á hæla þeirra koma lögreglumenn, tollverðir og starfsmenn skattsins. Þrátt fyrir þetta geta viðurlög við stórfelldum mútuhneykslum og ýmsu fjármálamisferli verið gríðarlega hörð í Víetnam - til að mynda var bankastarfsmaður sem dregið hafði að sér hundruð milljóna króna tekinn af lífi í þessari viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×