Erlent

6 ára gamall drengur beið bana eftir árás þriggja hunda

6 ára gamall drengur beið bana í Oberglatt í Sviss í gær þegar þrír varðhundar réðust á hann. Drengurinn var á leið á dagheimili og átti aðeins eftir nokkur hundruð metra þegar hundarnir komu skyndilega hlaupandi og réðust á hann á meðan sjónarvottar stóðu hjálpvana hjá og gátu ekkert gert. Eigandi þeirra gaf þá skýringu að hann hefði verið í heimsókn í nágrenninu en þrír af sex hundum hans hefði líklega sloppið út í gegnum opin glugga á húsinu. Hundarnir voru pittbull-terrier hundar en þeim hefur verið lógað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×