Erlent

Myndband birt af gíslunum

Í gíslingu. Fjórmenningarnir eru frá Kanada, Bandaríkjunum og Bretlandi.
Í gíslingu. Fjórmenningarnir eru frá Kanada, Bandaríkjunum og Bretlandi.

Sjónvarpsstöðin al-Jazeera hefur birt myndir af fjórum friðarsinnum sem eru í haldi samtaka sem kalla sig Sverð réttlátu herdeildanna. Þá er þýskur fornleifafræðingur og íraskur bílstjóri hennar í gíslingu mannræningja.

Fjórmenningarnir eru á vegum kristinna friðarsamtaka í Írak sem í yfirlýsingu í gær sögðust harma að það sem fólk þeirra berðist fyrir hefði orðið til þess að það væri nú í höndum mannræningja. Níu manns létust í skotárás uppreisnarmanna á smárútu í bænum Baqouba í gærmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×