Erlent

Fjöldi félaga var tekinn fastur

Handtökur. Egypska lögreglan hefur síðustu vikur handtekið 900 félaga í Bræðralagi múslima, þar af 300 undanfarna daga.
Handtökur. Egypska lögreglan hefur síðustu vikur handtekið 900 félaga í Bræðralagi múslima, þar af 300 undanfarna daga.

Mohammed Mahdi Akef, leiðtogi Bræðralags múslima, segir að markmið fjöldahandtaka egypsku lögreglunnar á félögum í samtökunum sé að hræða fólk frá þátttöku í síðustu umferð egypsku þingkosninganna sem hefjast í dag. 900 múslimabræður hafa verið klófestir að undanförnu.

Félagsskapurinn er bannaður í landinu og því hafa meðlimir hans boðið sig fram sem óháðir hingað til. Það sem af er kosningunum hefur Bræðralagið tryggt sér 76 af 444 þingsætum en áður sátu aðeins 15 múslimabræður á þingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×