Erlent

Peres til liðs við Sharon

Shimon Peres. Úr Verkamannaflokknum eftir nær 60 ár.
Shimon Peres. Úr Verkamannaflokknum eftir nær 60 ár.

Shimon Peres, eitt elsta brýnið í ísraelskum stjórnmálum, sagði í gær skilið við Verkamannaflokkinn sem var hans póli­tíska heimili í nærri sex áratugi. Hann hyggst leggja Ariel Sharon, núverandi forsætisráðherra sem stofnað hefur eigin flokk, lið í kosningabaráttunni fyrir næstu þingkosningar.

Peres, sem er 82 ára gamall fyrrverandi forsætisráðherra sem í gegnum tíðina hefur átt viðkomu í öllum þungavigtarráðuneytum Ísraelsstjórnar, yfirgaf Verkamannaflokkinn eftir að hann beið niðurlægjandi ósigur í formannskjöri fyrir verkalýðsleiðtoganum Amir Peretz.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×