Erlent

Bannar vestræna tónlist

Forseti Írans hefur ákveðið að banna vestræna tónlist á útvarps- og sjónvarpsstöðvum landsins. Sem forseti Írans er Mahmoud Ahmedinajad líka yfirmaður menningarráðs landsins, sem hefur sent frá sér tilkynningu þessa efnis.

Erlent

Rasmussen hefði átt að ræða við sendiherra

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefði átt að ræða við sendiherra íslamskra ríkja í landinu eins og þeir fóru fram á vegna teikninga af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum. Þetta segja 22 fyrrverandi sendiherrar Danmerkur í grein í Politiken.

Erlent

Sharon útskrifaður af sjúkrahúsi

Nú fyrir hádegið var Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, útskrifaður af spítalanum í Jerúsalem sem hann hefur legið á síðan í fyrradag. Að sögn lækna hlaut hann ekki varanlegan skaða af völdum heilablóðfallsins.

Erlent

Dæmdur til dauða fyrir heróínsmygl

Ástrali af víetnömskum uppruna hefur verið dæmdur til dauða í Víetnam fyrir að smygla heróíni til landsins. Maðurinn var handtekinn fyrir ári ásamt þremur öðrum og þeir ákærðir fyrir að reyna að smygla hátt í tveimur kílóum af heróíni. Hann er þriðji Ástralinn af víetnömskum uppruna sem dæmdur er til dauða í Víetnam fyrir eiturlyfjasmygl á árinu.

Erlent

Verkfall hafið í New York

Verkfall hófst í morgun hjá starfsmönnum almenningssamgangna í New York. Ekki náðist saman um nýjan kjarasamning í gærkvöldi og því hófst verkfallið í morgun. Talið er að það kosti borgaryfirvöld allt að fjögur hundruð milljónir dollara á hverjum degi. Þá verða milljónir manna að finna sér aðrar leiðir til að komast í og úr vinnu.

Erlent

Bush að sækja í sig veðrið

George Bush Bandaríkjaforseti er að sækja í sig veðrið meðal almennings í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýrri könnun dagblaðsins Washington Post og sjónvarpsstöðvarinnar ABC eru 47 prósent Bandaríkjamanna ánægðir með störf forsetans, sem er átta prósentum hærra hlutfall en í sambærilegri könnun sömu miðla í nóvember.

Erlent

Tuttugu létust í flugslysi úti fyrir Miami

Allir tuttugu sem voru um borð létust þegar sjóflugvél hrapaði við strendur Miami í gærkvöldi. Átján farþegar voru um borð í vélinni, þar af þrjú smábörn, auk tveggja manna áhafnar.

Erlent

Bandalag sjíta gæti hafa náð meirihluta

Bandalag sjíta gæti hafa náð hreinum meirihluta í nýafstöðnum þingkosningum í Írak. Bráðabirgðaniðurstöður frá nokkrum héruðum í landinu benda til að þessi stærsti flokkur sjíta í landinu hafi víða fengið meira en helming atkvæða.

Erlent

Sjóflugvél hrapaði við Miami

Sjóflugvél hrapaði í skipaskurði við strendur Miami fyrir stundu. Fjórtán farþegar voru um borð, auk tveggja manna áhafnar, og hafa sex lík fundist nú þegar að sögn strandgæslunnar á svæðinu.

Erlent

Sharon líklega heim af spítalanum á morgun

Heilsa Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, virðist ekki hafa beðið alvarlegan hnekki þegar hann fékk vægt heilablóðfall um helgina. Hann útskrifast að líkindum af sjúkrahúsi á morgun, og ætlar að halda sínu striki og stefna á endurkjör í kosningum sem fara fram eftir þrjá mánuði.

Erlent

Fær að fara heim á morgun

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels fær líklega að fara heim af spítala á morgun ef rannsóknir á honum í dag leiða ekkert óeðlilegt í ljós. Sharon fékk vægt heilablóðfall í gær og lá á spítala í nótt. Læknir hans sagði upp úr hádeginu í dag að ekkert benti til að Sharon ætti á hættu að fá annað heilablóðfall næstunni.

Erlent

14 handteknir á Spáni

Spænska lögreglan handtók í morgun fjórtán menn, sem grunaðir eru um að hafa þjálfað hryðjuverkamenn og sent þá til Íraks.

Erlent

Um þrjátíu manns látnir í miklum flóðum í Taílandi

Um þrjátíu manns hafa látist í miklum flóðum í suðurhluta Taílands. Þúsundir eru innilokaðir í afskekktum þorpum án helstu nauðsynja og segir innanríkisráðherra Taílands að um hálf milljón manna komist hvorki lönd né strönd vegna flóðanna. Talið er að yfir 40 þúsund manns þjáist af sjúkdómum tengdum flóðunum en úrhellisrigning hefur verið í suðurhluta Taílands síðustu tvær vikurnar. Þyrlur vinna nú dag og nótt við að koma matarbirgðum og lyfjum til nauðstaddra en björgunarstarf hefur gengið brösulega vegna veðurs.

Erlent

Ríkir innflytjendur í Danmörku snúa aftur til heimalanda sinna

Erlendir innflytjendur í Danmörku, sem ná að koma vel undir sig fótunun efnahagslega, hyggjast margir hverjir hverfa til heimalanda sinna aftur, en þeir sem minna mega sín ætla að verða áfram í Danmörku. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri rannsókn háskólans í Hróaskeldu. Margir vel stæðir innflytjendur hafa þegar fjárfest í heimalöndum sínum og búið í haginn fyrir endurkomu þangað, meðal annars með því að hefja þar rekstur, eða kaupa þar húsnæði.

Erlent

Átta ára gamall drengur lést úr fuglaflensu

Átta ára gamall drengur lést eftir að hafa smitast af fuglaflensu í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin á eftir að staðfesta dánarorsökina, en ef um er að ræða hinn banvæna H5N1 stofn fuglaflensuveirunnar, þá er tala þeirra sem hafa látist úr fuglaflensu í landinu komin í 10. Að sögn talsmanns indónesíska heilbrigðisráðuneytisins greindist drengurinn með fuglaflensu.

Erlent

Morales sigraði í Bólivíu í gær

Sósíalistinn Evo Morales sigraði í forsetakosningunum í Bolívíu í gær. Fyrrverandi forseti landsins, Jorge Kíroga játaði ósigur sinn í nótt, eftir útgönguspá, þar sem hann mældist meira en tíu prósentum undir Morales.

Erlent

Tveir Danir handteknir fyrir tölvusvindl

Tveir Danir sitja nú í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi grunaðir um tölvusvindl. Danirnir eru ákærðir fyrir að hafa selt grunlausum Þjóðverjum aðgang að erótískum síðum á Internetinu að andvirði rúmlega 240 milljóna króna. Mennirnir hafa samþykkt tilboð saksóknara um tveggja ára fangelsisvist og til greiðslu rúmlega 150 milljóna króna í bætur og er það nú undir dómara komið hvort svo verði raunin

Erlent

Óeirðir í Kólumbíu í nótt

Þrjátíu og þriggja lögreglumanna er saknað og fimm létust eftir áhlaup fimm hundruð uppreisnarmanna á þorpið San Marino í Kólumbíu í nótt.

Erlent

Jólagjöfin í ár: Sex milljóna króna sími

Ertu í vanda með hvað þú vilt gefa ástinni í jólagjöf? Hvað með farsíma sem kostar litlar sex milljónir króna. Það er meðal þess sem rússneskir auðkýfingar geta lagt peninginn sinn í fyrir þessi jólin.

Erlent

Sharon fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, féll í öngvit fyrir stundu og var fluttur í skyndi á sjúkrahús. Síðustu fregnir herma að Sharon sé kominn til meðvitundar. Sharon fékk vægt slag en er ekki í lífshættu.

Erlent

Fyrstu kosningarnar síðan 1970

Íbúar Kongó ganga í dag að kjörborðinu í fyrsta skipti í meira en þrjátíu ár til að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá. Kosningarnar í dag eru þær fyrstu á landsvísu síðan Mobutu Sese Seko, þáverandi einræðisherra, var einn í framboði árið 1970.

Erlent

Bono, Bill og Melinda Gates fólk ársins

Bono, söngvari hljómsveitarinnar U2, og hjónin Bill og Melinda Gates voru í dag útnefnd fólk ársins 2005 af tímaritinu Time. Bono fær útnefninguna fyrir að berjast fyrir niðurfellingu skulda fátækustu ríkja heims en Bill og Melinda Gates fá hana fyrir að gefa meira fé til góðgerðarstarfa á skemmri tíma en nokkurt annað fólk í sögunni.

Erlent

Cheney til Bagdad

Dick Cheney varaforseti Bandaríkjanna kom í óvænta heimsókn til Bagdad í hádeginu til að kynna sér stjórnmálaástandið í landinu. Hann fagnaði nýafstöðnum þingkosningum og hélt til fundar við Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra.

Erlent