Erlent

Sprenging í skóla í Frakklandi

Að minnsta kosti ein kona slasaðist alvarlega þegar mikil sprenging varð í háskóla í Mulhouse í Austur-Frakklandi í dag. Eldur logar í skólanum eftir sprenginguna en þar er efnafræðikennsla í hávegum höfð.

Erlent

Moska súnní múslima sprengd

Óttast er að töluvert mannfall hafi orðið þegar sprengja sprakk við inngang að mosku súnní múslima í bænum Khalis norðvestur af Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun.

Erlent

Andspyrnumenn felldir í Pakistan

Pakistanskar öryggissveitir felldu í morgun um tuttugu vígamennn í átökum í Norður-Wasiristan héraði í Pakistan. Nokkuð hefur verið um átök á svæðinu síðustu mánuði.

Erlent

Danskur hermaður lét lífið í Írak

Danskur hermaður lét lífið í Írak í gær eftir að vegsprengja sprengdi ökutæki sem hann var í. Annar hermaður særðist í sprengingunni. Þetta er þriðji danski hermaðurinn sem lætur lífið í stríðinu í Írak.

Erlent

Enginn mun ná meirihluta

Kosningabaráttan í Úkraínu er nú í algleymingi fyrir kosningarnar sem fram fara í landinu um helgina. Samkvæmt nýjustu könnunum mun enginn flokkur ná meirihluta í kosningunum.

Erlent

Átök milli lögreglu og óeirðalögreglu

Til átaka kom milli mótmælenda og óeirðarlögreglu í París í gær og í nótt þegar mótmæli héldu áfram gegn nýrri vinnulöggjöf í Frakklandi. Mótmælendur segja lögin auðvelda atvinnurekendum að segja upp ungu fólki.

Erlent

200 mótmælendur handteknir í Hvíta-Rússlandi

Um tvö hundruð mótmælendur voru í nótt handteknir í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Mótmælendurnir hafa hafst við í tjöldum á torgi í miðborginni síðustu daga til að mótmæla úrslitum forsetakosninganna þar í landi á sunnudaginn.

Erlent

Margvíslegur niðurskurður

Lokun herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli er liður í umfangsmikilli endurskoðun bandarískra stjórnvalda á herstöðvaneti sínu í heiminum. Allur gangur er á hvernig þau hafa staðið að niðurskurði í rekstri stöðva sinna erlendis.

Erlent

Kom í leitirnar eftir tíu ár

Bandarísk stúlka, sem fyrir réttum áratug hvarf með öllu, birtist allt í einu í verslun í heimabæ sínum í fyrradag. Öryggisvörður í skólanum hennar hafði haldið henni í gíslingu á heimili sínu allan þennan tíma.

Erlent

Leiðtogafundur hefst í Brussel

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna 25 komu saman til árlegs tveggja daga fundar í Brussel í dag. Meðal þess helsta sem verður á dagskrá eru efnahagsbætur í ríkjum sambandsins og samskipti sambandsins við Kína og Indland á sviði viðskipta.

Erlent

Gíslataka í Aþenu

Sérsveit lögreglunnar í Aþenu í Grikklandi hefur umkringt læknastöð þar sem fyrrverandi sjúklingur geðlæknis heldur þremur starfsmönnum í gíslingu. Maðurinn ruddist inn á stöðina vopnaður tveimur byssum rétt fyrir hádegi að íslenskum tíma.

Erlent

Mannskæðar árásir í Bagdad

Að minnsta kosti 25 féllu og tugir særðust í röð sprengjuárása í Bagdad, höfuðborg Íraks í dag. Tíu hinna látnu voru lögreglumenn en mannskæðasta árásin var gerð á höfuðstöðvar lögreglunnar.

Erlent

Fundin eftir 10 ára fjarveru

Bandarísk kona sem hvarf fyrir áratug þegar hún var á táningsaldri er fundin. Hún hafði verið í gíslingu hjá nágranna fjölskyldu hennar í tíu ár.

Erlent

Gíslar í Írak frelsaðir

Fjölþjóðlegu liði hermanna tókst í dag að frelsa þrjá starfsmenn kristilegra hjálparsamtaka, sem hafa verið í haldi mannræningja í Írak síðan í nóvember. Fjórði gíslinn fannst látinn fyrr í mánuðinum.

Erlent

ETA ítrekar vopnahléstilkynningu

Frelsissamtök Baska, ETA, hafa í morgun sent frá sér aðra yfirlýsingu sem staðfestir þá ætlan samtakanna að leggja niður vopn fyrir fullt og allt frá og með morgundeginum.

Erlent

Sonia Gandhi segir af sér

Sonia Gandhi, leiðtogi Kongress-flokksins á Indlandi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku og hætta nefndarstörfum fyrir flokk sinn. Hún ætlar sér þó að bjóða sig aftur fram til þings í næstu kosningum.

Erlent

Sjálfsvígsárás í Bagdad

Að minnsta kosti 15 féllu og 32 særðust þegar bílasprengja sprakk nálægt höfuðstöðvum írösku lögreglunnar í Bagdad í morgun. Svo virðist sem um sjálfsvígsárás hafi verið að ræða.

Erlent

Skipi smyglara sökkt

Ástralski flugherinn sökkti í morgun norðurkóresku flutningaskipi sem tekið var árið 2003 og flutt til hafnar. Skipið var notað til að smygla rúmum 125 kílóum af heróíni til Ástralíu.

Erlent

Svar við því af hverju fuglaflensa smitast ekki

Vísindamenn í Bandaríkjunum telja sig hafa fundið skýringuna á því af hverju fuglaflensa smitast ekki milli manna. Flensuveirur leggist oftast á frumur ofarlega í öndunarvegi manna og þar með aukist líkurnar á því að venjulegar flensur berist milli manna við hósta og hnerra. Rannsóknir hafi hins vegar leitt í ljós að fuglaflensuveiran leggist á frumur lengra niðri í öndunarvegi fólks.

Erlent

Gíslar í Írak frelsaðir

Fjölþjóðlegu liði hermanna tókst í dag að frelsa þrjá starfsmenn kristilegra hjálparsamtaka, sem hafa verið í haldi mannræningja í Írak frá í nóvember. Breska sendiráðið greindi frá þessu í morgun.

Erlent

Stúdentar í Belgíu mótmæla

Mörg hundruð stúdentar þrömmuðu um götur Brussel-borgar í Belgíu í gær til að mótmæla lagafrumvarpi þar í landi sem gengur út á að fækka erlendum stúdentum í belgískum háskólum.

Erlent

Rúta hrapaði eitt hundrað metra niður fjallshlíð

Að minnsta ellefu biðu bana og fimm slösuðust þegar rúta með ferðamenn innanborðs hrapaði meira en hundrað metra niður fjallshlíð í Chile í gær. Talið er að flestir hinna látnu séu Bandaríkjamenn. Ekki er vitað hvað olli slysinu en að sögn lögreglunnar á svæðinu er fjallvegurinn sem rútan ók eftir afar skrykkjóttur.

Erlent

Neyðarástand við Hvíta húsið í Washington í gær

Neyðarástand skapaðist við Hvíta húsið í Washington í gær þegar maður henti pakka, sem talinn var innihalda sprengju, inn á lóð hússins. Sprengjusérfræðingar voru kallaðir á vettvang sem notuðust við lítið vélmenni til að athuga innihald pakkans, og um klukkustund síðar sögðust þeir hafa gengið úr skugga um að engin hætta væri á ferðum.

Erlent

Óþreyjufullur eftir að mál þokist í átt til friðar

Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, er orðinn óþreyjufullur eftir því að mál þokist í átt til friðar fyrir botni Miðjarðarhafs. Í viðtali við ísraelska fjölmiðla í gær sagðist hann ekki ætla að bíða endalaust eftir því að Hamas-samtökin, sem fóru með sigur af hólmi í kosningunum í Palestínu fyrr á árinu, viðurkenni Ísraelsríki svo eiginlegar friðarviðræður geti hafist.

Erlent

Lítið þokast í viðræðum

Lítill sem enginn árangur var í gær af fundi þeirra fimm þjóða sem hafa neitunarvald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar þær hittust til að ræða málefni Írans.

Erlent

Níu menn dæmdir til dauða

Dómstóll í Jórdaínu hefur dæmt níu íslamska öfgamenn til dauða fyrir þátt þeirra í óeirðum sem kostuðu sjö manns lífið í suðurhluta landsins árið 2002. Fjórir mannanna hafa ekki verið teknir höndum en voru dæmdir þrátt fyrir það.

Erlent

Afrískum flugfélögum bannað að lenda innan ESB

Evrópusambandið hefur lagt blátt bann við því að hátt hundrað alþjóðaflugfélög fái að lenda á flugvöllum sambandaríkja. Flest flugfélögin eru afrísk, rúmlega helmingur félaganna er með aðsetur í Kongó, 14 í Sierra Leone og 7 í Svasílandi.

Erlent

Hagvexti spáð í Bretlandi

Hagvöxtur verður á bilinu 2 - 2,5% í Bretlandi í ár. Þetta sagði Gordon Brown, fjármálaráðherra, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár í dag. Það er lítil breyting frá mati hans í lok síðasta árs.

Erlent

Fuglaflensa á Gasa-ströndinni

Hið banvæna H5N1 afbrigði fuglaflensu hefur greinst á Gasa-ströndinni. Talsmaður Palestínumanna í landbúnaðarmálum tilkynnti þetta í dag.

Erlent