Erlent

Snarpur skjálfti í Japan í morgun

Jarðskjálfti upp á fimm stig mældist 80 kílómetra undir sjávarbotni í um 240 kílómetra fjarlægð norðaustur af Tókýó, höfuðborgar Japans í dag. Að sögn japönsku veðurstofunnar er enginn hætta á flóðbylgjum. Engar fréttir hafa borist af skemmdum eða slysum á fólki en mikið er um jarðskjálfta í Japan enda liggur landið á fjórum flekaskilum.

Erlent

Hvatti Ísraela til að láta af einhliða ákvörðunum

Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, sagði í morgun að niðurstaða kosninganna í Ísrael í gær breytti sáralitlu í samskiptum Ísraela og Palestínumanna, þar til Ehud Olmert breyti stefnu sinni um einhliða ákvarðanir Ísraela varðandi framtíðarlandamæri Ísraels og Palestínu.

Erlent

Kosningaþátttaka í Ísrael aldrei minni

Kosningaþátttaka í ísraelsku þingkosningunum sem fram fóru í gær, er sú allra minnsta í sögu landsins. Kadima-flokkurinn bar sigur af hólmi, hann náði þó ekki meirihluta og mun að öllum líkindum mynda samsteypustjórn með Verkamannaflokknum.

Erlent

Hagnaður H&M eykst um 20 milljarða

Hagnaður sænsku fataverslunarkeðjunnar Hennes & Mauritz, H&M jókst um 20 prósent á fyrsta ársfjórðungi og nam 16,7 milljörðum íslenskra króna. H&M opnaði sex verslanir og lokaði þremur á fyrsta ársfjórðungi fjárhagsársins.

Erlent

Starfsmannstjóri Hvíta hússins segir af sér

Andrew Card sagði í gær af sér sem starfsmannastjóri Hvíta hússins í Washington. Joshua Bolten, sem verið hefur yfirmaður fjárlagadeildar, hefur tekið við embættinu. Reiknað er með að Karl Rove, einn helsti stjórnmálaráðgjafi forsetans, þurfi einnig að taka pokann sinn.

Erlent

Ætla að birta fleiri myndir frá Abu Ghraib

Bandarísk stjórnvöld ætla að gera ljósmyndir sem sýna bandaríska hermenn kvelja fanga í Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad, opinberar. Frá þessu greindu Bandarísku borgararéttindasamtökin í morgun.

Erlent

Seðlabanki Bandaríkjanna hækkar stýrivexti

Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti á fyrsta fundi sínum með nýjum yfirmanni bankans, Ben Bernanke í gær. Þetta er í fimmtánda sinn frá því í júní 2004 sem stýrivextir eru hækkaðir.

Erlent

Utanríkisráðherrar ræða kjarnorkudeilu Írana

Utanríkisráðherra Þýskalands og utanríkisráðherrar þeirra fimm landa sem eiga fastafulltrúa í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna, ætla að koma saman í Berlín á fimmtudag til að ræða kjarnorkudeiluna við Íran.

Erlent

Franska lögreglan handtók yfir 600 manns vegna mótmæla

Franska lögreglan handtók í gær yfir 600 manns vegna mótmæla fyrirhugaðrar vinnulöggjafar í landinu. Lögreglan þurfti að beita táragasi og öflugum vatnsbyssum til að dreifa úr mannfjöldanum sem kastaði flöskum og bensínsprengjum að lögreglu.

Erlent

Kadima spáð flestum sætum á ísraelska þinginu

Útgönguspár benda til þess að Kadima-flokkur Ehuds Olmerts, starfandi forsætisráðherra, hafi fengið flest þingsæti í kosningum sem fóru fram í Ísrael í dag. Flokkurinn mun því verða í oddaaðstöðu þegar kemur að því að mynda nýja stjórn.

Erlent

Þrjár milljónir manna mótmæla í Frakklandi

Hátt á þriðju milljón mótmælti nýrri vinnulöggjöf harðlega í Frakklandi í dag. Andstæðingar hennar segja yngra fólki gert erfiðara um vik að fá langtímaráðningu og auðveldi vinnuveitendum að halda launum niðri. Lögreglan átti fullt í fangi með að verjast æstum mótmælendum sem ætla ekki að bakka fyrr en lögin verða dregin til baka.

Erlent

Kosið í Ísrael í dag

Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag. Valkostir eru afar skýrir að þessu sinni en á meðan Kadimaflokkurinn og Verkamannaflokkurinn vilja rýma minni landnemabyggðir, segja forsvarsmenn Likud-bandalagsins það ekki koma til greina. Útgönguspár verða birtar þegar kjörstöðum lokar í kvöld, kl. 20 að íslenskum tíma.

Erlent

Taylor horfinn

Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, hvarf í dag af heimili sínu í Nígeríu þar sem hann hefur verið í útlegð síðan 2003. Taylor er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi. Um síðustu helgi var haft eftir ráðamönnum í Nígeríu að þeir myndu ekki koma í veg fyrir handtöku hans.

Erlent

Starfsmannastjóri í Hvíta húsinu segir af sér

Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að Andrew Card, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefði sagt af sér. Ástæðan er sögð dvínandi vinsældir forsetans. Card hefur verið starfsmannastjóri forsetans frá fyrsta degi.

Erlent

Afgana sem snerist til kristni sleppt úr haldi

Afgönskum manni sem til stóð að taka af lífi fyrir að snúast til kristni, hefur verið sleppt úr haldi. Dómsmálaráðherra Afganistans staðfesti í morgun að maðurinn hefði verið látinn laus. Mál mannsins hefur vakið mikla athygli um allan heim og stjórnmálaforingjar á Vesturlöndum létu margir í ljós mikla reiði vegna málsins.

Erlent

Erfitt gæti reynst að mynda starfhæfa stjórn í Ísrael

Tuttugu og fimm þúsund her- og lögreglumenn, gráir fyrir járnum vakta alla kjörstaði í Ísrael, þar sem sögulegar þingkosningar fara fram í dag. Fylgi við Kadima flokkinn virðist vera að minnka og erfitt gæti reynst að mynda starfhæfa ríkisstjórn að loknum kosningum.

Erlent

Átök á milli flugmanna Sterling og Maersk

Dönsk flugmálayfirvöld hafa skorist í leikinn vegna ákafra deilna fyrrrverandi flugmanna Maersk flugfélagsins og flugmanna Sterling, en félögin voru sameinuð í fyrra og er hið sameinaða félag í eigu FL Group.

Erlent

Mikil öryggisgæsla við kjörstaði í Ísrael

Meira en tuttugu þúsund öryggisverðir gæta kjörstaða í Ísrael, sem opnuðu klukkan fimm í morgun. Síðustu skoðanakannanir benda til þess að Kadima flokkurinn fái rúmlega þrjátíu þingsæti af eitthundrað og tuttugu, sem er nokkru minna en undanfarnar vikur.

Erlent

4000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu

Um 4000 lögreglumenn verða á ferðinni í miðborg Parísar á morgun en um tvö hundruð mótmælasamkomur eru fyrirhugaðar um allt Frakkland, sú stærsta í höfuðborginni. Þá ætla fjölmargir Frakkar að mótmæla nýrri vinnulöggjöf landsins. Þetta yrðu sjöttu skipulögðu mótmælin í höfuðborginni á hálfum mánuði.

Erlent

Sækist eftir hæli í vestrænu ríki

Afganskur maður, sem átti yfir höfði sér dauðadóm fyrir að snúa sér frá islamstrú til kristni, sækist nú eftir hæli í einhverju vestrænu ríki. Máli gegn honum var vísað frá dómi í gær og í dag var ljóst að hann yrði látinn laus úr fangelsi.

Erlent

Kært vegna SMS-skilaboða

Forsætisráðherra Finnlands íhugar að höfða mál gegn finnsku dagblaði sem birti SMS-skilaboð sem hann sendi ungri konu, en ráðherrann hafði áhuga á að kynnast henni nánar.

Erlent

Bandaríkjamenn afsali sér yfirstjórn öryggismála

Ríkisstjórn Íraks krefst þess að Bandaríkjamenn afsali sér yfirstjórn öryggismála í hendur Íraka og héraðsstjórinn í Bagdad er hættur allri samvinnu við Bandaríkjamenn. Íraskir og bandarískir hermenn felldu um tuttugu manns við mosku, í borginni, í gær. Mikið blóðbað var í Írak um helgina og í dag.

Erlent

Funað um kjarnorkuáætlun Írana

Utanríkisráðherrar þeirra ríkja sem eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, og starfsbróðir þeirra frá Þýskalandi, ætla að hittast og ræða kjarnorkudeiluna við Írana í Berlín á fimmtudaginn. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, greindi frá þessu nú síðdegis. Hann sagði undirbúning fyrir fundinn nú í fullum gangi.

Erlent

Ferðamaður týndur

Lögregla í indverska hluta Kasmír hefur eflt leit að kínverskum ferðamanni sem týndist í síðustu viku. Þrátt fyrir að ofbeldisverk séu algeng í Kasmír er sjaldgæft að ráðist sé á ferðamenn

Erlent