Erlent

Franska lögreglan handtók yfir 600 manns vegna mótmæla

Franska lögreglan handtók í gær yfir 600 manns vegna mótmæla fyrirhugaðrar vinnulöggjafar í landinu. Lögreglan þurfti að beita táragasi og öflugum vatnsbyssum til að dreifa úr mannfjöldanum sem kastaði flöskum og bensínsprengjum að lögreglu.

Dagblaðið Le Monde segir allt að þrjá milljónir manna hafi mótmælt vítt og breitt um landið og efndu verkalýðsfélög til allsherjarverkfalls. Samgöngur röskuðust verulega bæði innanlands sem og í alþjóðaflugi. Mestu óeirðirnar eru yfirstaðnar og segist lögreglan ekki eiga von á frekari mótmælum í dag en hún er þó í viðbragðsstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×