Erlent

Hagnaður H&M eykst um 20 milljarða

Hagnaður sænsku fataverslunarkeðjunnar Hennes & Mauritz, H&M jókst um 20 prósent á fyrsta ársfjórðungi og nam 16,7 milljörðum íslenskra króna. H&M opnaði sex verslanir og lokaði þremur á fyrsta ársfjórðungi fjárhagsársins. Á yfirstandandi fjórðungi er ætlunin að opna 54 verslanir víða um heim en fyrirtækið hefur þó gefið yfirlýsingar um að það ætli að hækka vöruverð á næstunni eftir tólf ára verðlækkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×