Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, hvarf í dag af heimili sínu í Nígeríu þar sem hann hefur verið í útlegð síðan 2003. Taylor er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi.
Um síðustu helgi var haft eftir ráðamönnum í Nígeríu að þeir myndu ekki koma í veg fyrir handtöku hans en stjórnvöld í Líberíu og Bandaríkjunum hafa krafist þess að Nígeríumenn framselji hann til sérstaks stríðsglæpadómstóls í málefnum Sierra Leone, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna.
Þeir sem höfðu það verk að gæta forsetans fyrrverandi bíða nú yfirheyrslu.