Erlent

Hamas viðurkenni ekki Ísraelsríki

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, hafnaði í gær kröfum alþjóðasamfélagsins um að Hamas-stjórn hans viðurkenni Ísraelsríki og afneitaði ofbeldismönnum. Þetta kom fram í ræðu sem hann flutti um tíu þúsund stuðningsmönnnum sínum í borginni Rafah á Gaza-ströndinni í gær.

Erlent

Enn hætta við Merapi

Gas og grjót halda áfram að falla niður hliðar eldfjallsins Merapi á indónesísku eyjunni Jövu. Eitthvað virðist þó hafa hægst en eldfjallasérfræðingar vara þó við að gosið geti færst í aukana fljótlega þó það virðist í rénun nú.

Erlent

Þjóðvarðliðar að landamærum

Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi að hann ætlaði að senda allt að 6000 þjóðvarðliða til landamæranna að Mexíkó og er það liður í nýrri áætlun sem miðar að því að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Mexíkó eru uggandi og stjórnmálaskýrendur segja áætlunina útþynnta.

Erlent

Jimmy Carter gagnrýnir Bandaríkjastjórn harðlega

Jimmy Carter, fyrrum forseti Bandaríkjanna og handhafi friðarverðlauna Nóbels, gagnrýnir harðlega stefnu Bandaríkjastjórnar í málefnum Palestínu. Hann segir að komið sé fram við saklaust fólk eins og dýr eingöngu vegna þess að það kaus Hamas til að stjórna landinu.

Erlent

Óttast um á fjórðu milljón manna í Darfur

Óttast er um afdrif þriggja og hálfrar milljónar manna í Darfúr héraði í Súdan, eftir að mataraðstoð Sameinuðu þjóðanna var skorin niður um helming. Mikill þrýstingur er á stríðandi fylkingar að semja um frið.

Erlent

Heilbrigðiskerfið gjaldþrota ef ekki fæst fé

Heilbrigðiskerfi Palestínumanna verður gjaldþrota innan tveggja mánaða ef Ísraelar og vesturveldin tryggja heimastjórninni ekki fé. Fjárskortur hefur þegar kostað sjúklinga lífið. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, hvetur Ísraela til að setjast að samningaborðinu með sér og Hamas-liðum.

Erlent

Tilboð sem Íranar geti ekki hafnað

Evrópusambandið ætlar að gera Írönum tilboð sem Javier Solana, utanríkismálastjóri sambandsins, segir að þeim muni reynast erfitt að hafna. Hann segir tilboðið djarft og gert í þeirri von að hægt verði að binda enda á kjarnorkudeilu Írana við vesturveldin.

Erlent

52 féllu í átökum glæpagengja og lögreglu

Að minnsta kosti fimmtíu og tveir féllu í átökum glæpagengja og lögreglu víðsvegar um Brasilíu um liðna helgi. Meðal þeirra sem létu lífið voru óbreyttir borgarar auk lögreglu- og slökkviliðsmanna. Minnst sextán hafa verið handteknir.

Erlent

Hvetur landa sína til að taka höndum saman

Rene Preval tók formlega við embætti forseta Haítí í gær í annað sinn á áratug. Nýr forseti hvatti landa sína til að taka höndum saman en þjóðin hefur verið klofin frá því Jean-Bertrand Aristide, fyrrverandi forseta, var komið frá völdum fyrir tveimur árum í blóðugri uppreisn.

Erlent

Réttarhöldin yfir Saddam halda áfram

Réttarhöldin yfir Saddam Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, hefjast á ný í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Verjendur Hússeins taka þá til við sinn málflutning en réttarhlé hefur verið í þrjár vikur.

Erlent

Ræktunarland eyðileggst vegna flóða

Að minnsta kosti tveir hafa farist í miklum flóðum í Georgíu. Mörg hundruð hektarar ræktarlands hafa eyðilagst austur af höfuðborginni, Tíblisi, og flætt hefur inn í rúmlega tvö hundruð íbúðarhús.

Erlent

Neyðarástand vegna flóða í Bandaríkjunum

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í nokkrum fylkjum á austurströnd Bandaríkjanna vegna mikilla flóða. Mikið hefur rignt á Nýja Englandi og í Massachusetts og hafa ár flætt yfir varnargarða og skolað burt vegum á nokkrum svæðum.

Erlent

Gosið í Merapi færist í aukana

Eldfjallið Merapi á indónesísku eyjunni Jövu spúir nú ösku, hrauni og eldgasi um 4 km leið niður vestari hluta fjallsins. Eldgosið í fjallinu hefur enn færst í aukana.

Erlent

Ætla ekki að hætta við að auðga úran

Forseti Írans hafnaði í dag öllum tilboðum frá Evrópusambandinu sem fela í sér að Íranir hætti að auðga úran. Forsetinn, Mahmud Ahmadinejad, sagði í viðtali við íranska sjónvarpið að ekkert þýddi að bjóða Írönum sérkjör af nokkru tagi gegn tilslökunum í þróun kjarnorkuiðnaðar.

Erlent

Dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir sprengjuárásir

Tíu félagar í herskáum samtökum í Bangladess hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir aðild að sprengjuárásum í landinu í ágúst síðastliðnum. Þrír til viðbótar fengu 20 ára fangelsi fyrir að standa að árásunum en þær áttu sér stað í bænum Joypurhat.

Erlent

Íranar hætta að auðga úran

Forseti Írans hafnaði í dag öllum tilboðum frá Evrópusambandinu sem fela í sér að Íranir hætti að auðga úran. Forsetinn, Mahmud Ahmadinejad, sagði í viðtali við íranska sjónvarpið að ekkert þýddi að bjóða Írönum sérkjör af nokkru tagi gegn tilslökunum í þróun kjarnorkuiðnaðar.

Erlent

Mannskæðar árásir í Írak í morgun

Fjöldi sprengjuárása var gerður í Írak í morgun, bæði gegn guðshúsum og hernaðarmannvirkjum, með þeim afleiðingum að 26 að minnsta kosti létu lífið og sextíu eru sárir.

Erlent

Rússnesk stríðstól á leið út úr Georgíu

Tugir tonna af rússneskum stríðstólum eru nú á lestarvögnum út úr Georgíu. Rússar hafa verið með bækistöðvar í Georgíu síðan landið fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum fyrir tæpum fimmtán árum.

Erlent

Síamstvíburar aðskildir í Bandaríkjunum

Tvær fimm mánaða gamlar stúlkur í Bandaríkjunum sofa nú í sitthvoru rúminu í fyrsta sinn á sinni stuttu æfi eftir að skurðlæknar aðskildu þær í gærkvöldi. Stúlkurnar voru samvaxnar á brjóstkassa og maga.

Erlent

Réðust inn á heimili fyrrverandi yfirmanns CIA

Bandaríska alríkislögreglan réðst í gær til inngöngu á heimili manns sem nýlega lét af störfum sem þriðji æðsti yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Fimm alríkisstofnanir tóku þátt í húsleitinni, sem var gerð samkvæmt leynilegum dómsúrskurði. Talsmenn þeirra vildu ekki segja hverju væri verið að leita að, en maðurinn - Kyle Foggo - er grunaður um spillingu í tengslum við verktakasamninga.

Erlent

Varað við hamförum við Merapi

Eldfjallið Merapi í Indónesíu spúði eldi og ösku í morgun á meðan þúsundir íbúa aðliggjandi svæða flúðu heimili sín. Í morgun gáfu stjórnvöld út viðvörun um yfirvofandi hamfarir og skipuðu þúsundum manna sem búa á svæðinu að hafa sig á brott.

Erlent

Flúið undan eldgosi í Indónesíu

Beita hefur þurft fortölum til þess að fá fólk til að flýja undan eldgosi í Merapi-fjalli á Indónesíu. Óttast er að eldský grandi þeim sem ekki koma sér undan, eins og gerðist í síðasta eldgosi árið 1994. Þúsundir hafast nú þegar við í flóttamannaskýlum en margir hafa þráast við að yfirgefa heimili sín, ef ekki er kostur að taka búféð með, en það er oft eina viðurværi fjölskyldna í héraðinu.

Erlent

Ahmadinejad segist hvergi banginn við árásir

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans segir Írana ekki vera hrædda við árásir Bandaríkjamanna og telur ólíklegt að Vesturveldin láti til skarar skríða og ráðist á Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins.

Erlent

Villta Västerås

Tveir menn réðust með sjálfvirk skotvopn inn í héraðsdóm í Västerås í Svíþjóð í morgun og frelsuðu þar mann sem var fyrir rétti. Mennirnir hleyptu ekki af, heldur höfðu sig á brott um leið með sakborninginn. Maðurinn var ákærður fyrir að vera höfuðpaur stórs fíkniefnahrings, en sjö aðrir eru ákærðir vegna málsins.

Erlent

Clinton í Kaupmannahöfn

Fjöldi fólks beið í gær í marga klukkutíma fyrir framan Hotel d´angleterre við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn í von um að berja augum Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.

Erlent

Hvetur til árása á Danmörku, Noreg og Frakkland

Einn af forystumönnum al-Qaida samtakanna hvetur til árása á Danmörku, Noreg og Frakkland í nýju myndbandi sem birt var á Netinu í gær. Líbýumaðurinn Mohammed Hassan, sem slapp úr einu af fangelsum Bandaríkjanna í Afganistan í fyrra, hvetur til hefnda fyrir Múhameðsteikningarnar sem birtar voru á síðasta ári.

Erlent