Erlent Átta létust í Kína af völdum fellibyls Átta létu lífið, þar af tvö börn, þegar fellibylurinn Chanchu skall á suðurströnd Kína í morgun. Bylurinn hafði áður orðið þrjátíu og sjö að bana á Filippseyjum. Hátt í milljón manns hefur þurft að yfirgefa heimili sín í Suður-Kína vegna bylsins. Erlent 18.5.2006 12:10 Kona deyr úr fuglaflensu í Egyptalandi Sjötíu og fimm ára gömul kona í Egyptalandi lést úr fuglaflensu í morgun. Talsmaður Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar staðfesti þetta. Þar með hafa sex orðið flensunni að bráð þar í landi. Konan bjó í suðurhluta landsins og hafði að sögn komist í tæri við sýkta fugla. Erlent 18.5.2006 12:01 Röð sprenginga í Bagdad Ekkert lát virðist ætla að verða á ofbeldisverkum og sprengjuárásum í Írak. Sjö féllu og fjölmargir særðust í röð sprenginga í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Þá voru átta skotnir til bana í borginni á sama tíma. Erlent 18.5.2006 10:45 80 féllu í átökum og árásum í Afganistan Um það bil 80 manns hafa farist í átökum og sjálfsvígsárás í Afganistan síðasta sólahringinn. Erlent 18.5.2006 10:30 Eiturlyfjabarón handtekinn í Brasilíu Lögregla í Bandaríkjunum, Brasilíu og Kólumbíu hafa að líkindum greitt einum umfangsmesta eiturlyfjahring í heimi náðarhöggið með aðgerðum sínum fyrr í vikunni. Þá var leiðtogi hans og einn eftirlýstasti eiturlyfjabarón í heimi handtekinn. Erlent 18.5.2006 10:00 Mótmælt við sendiráð Finna og Svía Sendiráð Finna og Svía í Buenos Aires í Argentínu urðu fyrir barðinu á æfum mótmælendum sem segja áætlanir um byggingu trjákvoðuverksmiðja í nágrannaríkinu Úrúgvæ skaða landbúnað og ferðamannaiðnað í Argentínu. Finnskt og sænskt fyrirtæki taka þátt í framkvæmdunum. Erlent 18.5.2006 09:00 Óvíst hvenær bandarískir hermenn koma heim frá Írak Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki geta lofað því að stór hluti þeirra bandarísku hermanna sem eru í Írak verði kallaðir heim fyrir lok þessa árs. Erlent 18.5.2006 08:30 Mörg hundruð þúsund manns yfirgefa heimili sín Meira en 600 þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín á suðurströnd Kína í morgun vegna fellibylsins Chanchu sem búist er við að gangi þar á land í dag. Erlent 18.5.2006 08:00 Flugmóðurskipi sökkt á Mexíkóflóa Bandaríska herskipinu Oriskany var sökkt í Mexíkóflóa í dag. Ekki voru það þó óvinasveitir sem grönduðu skipinu, heldur bandaríski sjóherinn sjálfur, með því að sprengja tæp 230 kíló af sprengiefni um borð í skipinu til að sökkva því. Erlent 17.5.2006 23:13 Beðið um frið í Sómalíu Hundruð Sómala söfnuðust saman í íþróttahöllinni í Mogadishu í dag til að krefjast friðar eftir vikulanga bardaga sem hafa banað yfir 140 manns. Ofbeldið er eitt það versta í áratug í Sómalíu. Baráttan hefur staðið milli vopnaðra hópa múslima og hópa borgara sem ekki eru tengdir trúarhópum. Erlent 17.5.2006 21:33 Prodi kynnir ríkisstjórn sína Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, kynnti ríkisstjórn sína í dag. Hennar bíður erfitt verkefni við að koma efnahag landsins á réttan kjöl. Erlent 17.5.2006 20:00 Mills og McCartney skilin Bítillinn Paul McCartney og Heather Mills, eiginkona hans, hafa ákveðið að skilja að borði og sæng eftir fjögurra ára hjónaband. Þau segja ágang fjölmiðla hafa gert sér ókleift að lifa eðlilegu lífi og því hafi þau ákveðið að fara hvort sína leið. Erlent 17.5.2006 19:00 Ofsatrúarmaður skaut dómara Íslamskur öfgamaður réðst inn í réttarsal í Ankara í Tyrklandi í morgun og skaut á dómara. Hann er sagður hafa viljað hefna fyrir dóm yfir kennurum sem bannað var að bera íslamska höfuðklúta. Erlent 17.5.2006 18:30 Fimm dómarar særðust í skotárás Fimm dómarar við hæstarétt í Ankara í Tyrklandi særðust, þar af tveir lífshættulega þegar vopnaður maður hóf skothríð inn í dómshúsinu. Talið er að árásarmaðurinn sé lögfræðingur og er hann nú í haldi lögreglu sem segir óvíst hver ástæða árásarinnar var. Erlent 17.5.2006 13:57 McCartney og Mills skilin Bítillinn fyrrverandi, Paul McCartney, og kona hans, Heather Mills, eru að skilja að borði og sæng eftir 4 ára hjónaband. Erlent 17.5.2006 13:35 Ný stjórn á Ítalíu Romano Prodi, leiðtogi ólívubandalags mið- og vinstriflokka á Ítalíu, hefur myndað nýja ríkisstjórn sem tekur við völdum síðar í dag. Erlent 17.5.2006 11:15 Gíslataka í Grikklandi Engan sakaði þegar vopnaður maður tók tvo í gíslingu í þýskum skóla í borginni Þessaloníku í Grikklandi í gær. Erlent 17.5.2006 10:45 Líklegt að Íranar hafni tilboði ESB Ekki virðist líklegt að stjórnvöld í Íran samþykki tilboð Evrópusambandsins um lausn á kjarnorkudeilu Írana við vesturveldin. Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, sagði í morgun að sambandið léti eins og það væri að semja við fjögurra ára barn og lofaði því sælgæti í staðinn fyrir gull. Erlent 17.5.2006 10:15 Gömul sprengja í Mersey Töluverðar tafir urðu á ferjuferðum á ánni Mersey í Liverpool í Bretlandi í gær þegar 450 kílóa sprengja frá Síðari heimsstyrjöldinni fannst þar á floti. Erlent 17.5.2006 10:00 Vantrauststillaga felld Vantrauststillaga á hendur Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, var felld í neðri deild franska þingsins í gær. Tillagan var lögð fram af sósíalistum vegna ásakana á hendur ráðherranum um óheiðarleg vinnubrögð í kosningabaráttu. Erlent 17.5.2006 09:45 Blóðug mótmæli í Kólumbíu Að minnsta kosti einn lést í fjölmennum mótmælum sem brutust út í þorpinu Piendamo í Kólumbíu í gær. Að sögn forvígismanna mótmælanna voru þau tilkomin vegna nýs fríverslunarsamnings kólumbískra yfirvalda við Bandaríkin og væntanlegt endurkjör forseta Kólumbíu, Alvaro Uribe, í kosningum síðar í mánuðinum. Erlent 17.5.2006 09:00 Fimm látnir af völdum fuglaflensu Sex tilfelli fuglaflensu hafa greinst í mönnum á Indónesíu síðustu daga. Fimm þeirra sem greindust eru nú látnir. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin staðfesti þetta í morgun. Erlent 17.5.2006 08:45 Fellibylur stefnir á Hong Kong Fellibylurinn Chanchu stefnir nú hraðbyri að Hong Kong og suðurströnd Kína. Ekki er þó víst að hann skelli á Hong Kong og jafnvel líkur á að hann fari framhjá síðar í dag. Víst er þó talið að hann valdi usla í Guangdong-héraði í fyrramálið. Erlent 17.5.2006 08:15 Ráðherra fellur í sjálfsmorðsárás Sjö hið minnsta biðu bana í sjálfsmorðsárás á bílalest í Ingusétíu-héraði í Suður-Rússlandi í morgun. Erlent 17.5.2006 08:00 Viðbrögð við flóðbylgju æfð Rúmlega 30 ríki við Kyrrahaf tóku þátt í æfingu sem fram fór í morgun á viðbrögðum við hugsanlegum jarðskjálfta og flóðbylgju í heimshlutanum. Að sögn stjórnenda æfingarinnar tókst hún vel. Erlent 17.5.2006 07:45 Vantrausttillaga á de Villepin felld Vantrauststillaga á hendur Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands var felld í neðri deild franska þingsins í dag. Tillagan var lögð fram af sósíalistum vegna ásakana á hendur Villepin um óheiðarleg vinnubrögð í kosningabaráttu. Ekki var mikil hætta á að vantrauststillagan yrði samþykkt, enda hefur ríkisstjórn Villepins rúma meirihluta í neðri deildinni: 364 af 577 þingsætum. Erlent 16.5.2006 22:25 Áfengisverslun sprengd í Bagdad Áfengisverslun var sprengd í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sprengju var komið fyrir við dyr verslunarinnar og var þetta í þriðja sinn sem hún var skotmark öfgamanna. Erlent 16.5.2006 12:00 Dæmt vegna ódæðana í Beslan Allt stefnir í að eini eftirlifandi maðurinn sem átti aðild að hryðjuverkaárásinni á barnaskóla í Beslan fyrir um einu og hálfu ári verði sakfelldur. Hryðjuverkamenn hertóku skólann og héldu honum í þrjá daga, þar til hersveitir réðust á skólann og frelsuðu gíslana. 330 féllu í skotbardaganum sem fylgdi, meirihluti þeirra börn. Erlent 16.5.2006 11:30 Fangauppreisn lokið Uppreisn fanga í 70 fangelsum í Sao Paulo í Brasilíu er lokið og hafa um 200 gíslar verið látnir lausir. Minnst 80 hafa látist í öldu ofbeldis á svæðinu sem hófst á föstudaginn. Erlent 16.5.2006 09:00 Álag á krókódílaveiðimenn mikið Eftir þrjár bannvænar árásir krókódíla í síðastliðinni viku í Flórída í Bandaríkjunum hefur álagið hjá krókódílaveiðimönnum aldrei verið meira. Fjöldi símtala sem þeir fá hefur meira en þrefaldast og eru áhyggjur Flórídabúa miklar. Árásir krókódíla á menn eru fátíðar. Erlent 16.5.2006 08:45 « ‹ ›
Átta létust í Kína af völdum fellibyls Átta létu lífið, þar af tvö börn, þegar fellibylurinn Chanchu skall á suðurströnd Kína í morgun. Bylurinn hafði áður orðið þrjátíu og sjö að bana á Filippseyjum. Hátt í milljón manns hefur þurft að yfirgefa heimili sín í Suður-Kína vegna bylsins. Erlent 18.5.2006 12:10
Kona deyr úr fuglaflensu í Egyptalandi Sjötíu og fimm ára gömul kona í Egyptalandi lést úr fuglaflensu í morgun. Talsmaður Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar staðfesti þetta. Þar með hafa sex orðið flensunni að bráð þar í landi. Konan bjó í suðurhluta landsins og hafði að sögn komist í tæri við sýkta fugla. Erlent 18.5.2006 12:01
Röð sprenginga í Bagdad Ekkert lát virðist ætla að verða á ofbeldisverkum og sprengjuárásum í Írak. Sjö féllu og fjölmargir særðust í röð sprenginga í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Þá voru átta skotnir til bana í borginni á sama tíma. Erlent 18.5.2006 10:45
80 féllu í átökum og árásum í Afganistan Um það bil 80 manns hafa farist í átökum og sjálfsvígsárás í Afganistan síðasta sólahringinn. Erlent 18.5.2006 10:30
Eiturlyfjabarón handtekinn í Brasilíu Lögregla í Bandaríkjunum, Brasilíu og Kólumbíu hafa að líkindum greitt einum umfangsmesta eiturlyfjahring í heimi náðarhöggið með aðgerðum sínum fyrr í vikunni. Þá var leiðtogi hans og einn eftirlýstasti eiturlyfjabarón í heimi handtekinn. Erlent 18.5.2006 10:00
Mótmælt við sendiráð Finna og Svía Sendiráð Finna og Svía í Buenos Aires í Argentínu urðu fyrir barðinu á æfum mótmælendum sem segja áætlanir um byggingu trjákvoðuverksmiðja í nágrannaríkinu Úrúgvæ skaða landbúnað og ferðamannaiðnað í Argentínu. Finnskt og sænskt fyrirtæki taka þátt í framkvæmdunum. Erlent 18.5.2006 09:00
Óvíst hvenær bandarískir hermenn koma heim frá Írak Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki geta lofað því að stór hluti þeirra bandarísku hermanna sem eru í Írak verði kallaðir heim fyrir lok þessa árs. Erlent 18.5.2006 08:30
Mörg hundruð þúsund manns yfirgefa heimili sín Meira en 600 þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín á suðurströnd Kína í morgun vegna fellibylsins Chanchu sem búist er við að gangi þar á land í dag. Erlent 18.5.2006 08:00
Flugmóðurskipi sökkt á Mexíkóflóa Bandaríska herskipinu Oriskany var sökkt í Mexíkóflóa í dag. Ekki voru það þó óvinasveitir sem grönduðu skipinu, heldur bandaríski sjóherinn sjálfur, með því að sprengja tæp 230 kíló af sprengiefni um borð í skipinu til að sökkva því. Erlent 17.5.2006 23:13
Beðið um frið í Sómalíu Hundruð Sómala söfnuðust saman í íþróttahöllinni í Mogadishu í dag til að krefjast friðar eftir vikulanga bardaga sem hafa banað yfir 140 manns. Ofbeldið er eitt það versta í áratug í Sómalíu. Baráttan hefur staðið milli vopnaðra hópa múslima og hópa borgara sem ekki eru tengdir trúarhópum. Erlent 17.5.2006 21:33
Prodi kynnir ríkisstjórn sína Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, kynnti ríkisstjórn sína í dag. Hennar bíður erfitt verkefni við að koma efnahag landsins á réttan kjöl. Erlent 17.5.2006 20:00
Mills og McCartney skilin Bítillinn Paul McCartney og Heather Mills, eiginkona hans, hafa ákveðið að skilja að borði og sæng eftir fjögurra ára hjónaband. Þau segja ágang fjölmiðla hafa gert sér ókleift að lifa eðlilegu lífi og því hafi þau ákveðið að fara hvort sína leið. Erlent 17.5.2006 19:00
Ofsatrúarmaður skaut dómara Íslamskur öfgamaður réðst inn í réttarsal í Ankara í Tyrklandi í morgun og skaut á dómara. Hann er sagður hafa viljað hefna fyrir dóm yfir kennurum sem bannað var að bera íslamska höfuðklúta. Erlent 17.5.2006 18:30
Fimm dómarar særðust í skotárás Fimm dómarar við hæstarétt í Ankara í Tyrklandi særðust, þar af tveir lífshættulega þegar vopnaður maður hóf skothríð inn í dómshúsinu. Talið er að árásarmaðurinn sé lögfræðingur og er hann nú í haldi lögreglu sem segir óvíst hver ástæða árásarinnar var. Erlent 17.5.2006 13:57
McCartney og Mills skilin Bítillinn fyrrverandi, Paul McCartney, og kona hans, Heather Mills, eru að skilja að borði og sæng eftir 4 ára hjónaband. Erlent 17.5.2006 13:35
Ný stjórn á Ítalíu Romano Prodi, leiðtogi ólívubandalags mið- og vinstriflokka á Ítalíu, hefur myndað nýja ríkisstjórn sem tekur við völdum síðar í dag. Erlent 17.5.2006 11:15
Gíslataka í Grikklandi Engan sakaði þegar vopnaður maður tók tvo í gíslingu í þýskum skóla í borginni Þessaloníku í Grikklandi í gær. Erlent 17.5.2006 10:45
Líklegt að Íranar hafni tilboði ESB Ekki virðist líklegt að stjórnvöld í Íran samþykki tilboð Evrópusambandsins um lausn á kjarnorkudeilu Írana við vesturveldin. Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, sagði í morgun að sambandið léti eins og það væri að semja við fjögurra ára barn og lofaði því sælgæti í staðinn fyrir gull. Erlent 17.5.2006 10:15
Gömul sprengja í Mersey Töluverðar tafir urðu á ferjuferðum á ánni Mersey í Liverpool í Bretlandi í gær þegar 450 kílóa sprengja frá Síðari heimsstyrjöldinni fannst þar á floti. Erlent 17.5.2006 10:00
Vantrauststillaga felld Vantrauststillaga á hendur Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, var felld í neðri deild franska þingsins í gær. Tillagan var lögð fram af sósíalistum vegna ásakana á hendur ráðherranum um óheiðarleg vinnubrögð í kosningabaráttu. Erlent 17.5.2006 09:45
Blóðug mótmæli í Kólumbíu Að minnsta kosti einn lést í fjölmennum mótmælum sem brutust út í þorpinu Piendamo í Kólumbíu í gær. Að sögn forvígismanna mótmælanna voru þau tilkomin vegna nýs fríverslunarsamnings kólumbískra yfirvalda við Bandaríkin og væntanlegt endurkjör forseta Kólumbíu, Alvaro Uribe, í kosningum síðar í mánuðinum. Erlent 17.5.2006 09:00
Fimm látnir af völdum fuglaflensu Sex tilfelli fuglaflensu hafa greinst í mönnum á Indónesíu síðustu daga. Fimm þeirra sem greindust eru nú látnir. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin staðfesti þetta í morgun. Erlent 17.5.2006 08:45
Fellibylur stefnir á Hong Kong Fellibylurinn Chanchu stefnir nú hraðbyri að Hong Kong og suðurströnd Kína. Ekki er þó víst að hann skelli á Hong Kong og jafnvel líkur á að hann fari framhjá síðar í dag. Víst er þó talið að hann valdi usla í Guangdong-héraði í fyrramálið. Erlent 17.5.2006 08:15
Ráðherra fellur í sjálfsmorðsárás Sjö hið minnsta biðu bana í sjálfsmorðsárás á bílalest í Ingusétíu-héraði í Suður-Rússlandi í morgun. Erlent 17.5.2006 08:00
Viðbrögð við flóðbylgju æfð Rúmlega 30 ríki við Kyrrahaf tóku þátt í æfingu sem fram fór í morgun á viðbrögðum við hugsanlegum jarðskjálfta og flóðbylgju í heimshlutanum. Að sögn stjórnenda æfingarinnar tókst hún vel. Erlent 17.5.2006 07:45
Vantrausttillaga á de Villepin felld Vantrauststillaga á hendur Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands var felld í neðri deild franska þingsins í dag. Tillagan var lögð fram af sósíalistum vegna ásakana á hendur Villepin um óheiðarleg vinnubrögð í kosningabaráttu. Ekki var mikil hætta á að vantrauststillagan yrði samþykkt, enda hefur ríkisstjórn Villepins rúma meirihluta í neðri deildinni: 364 af 577 þingsætum. Erlent 16.5.2006 22:25
Áfengisverslun sprengd í Bagdad Áfengisverslun var sprengd í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sprengju var komið fyrir við dyr verslunarinnar og var þetta í þriðja sinn sem hún var skotmark öfgamanna. Erlent 16.5.2006 12:00
Dæmt vegna ódæðana í Beslan Allt stefnir í að eini eftirlifandi maðurinn sem átti aðild að hryðjuverkaárásinni á barnaskóla í Beslan fyrir um einu og hálfu ári verði sakfelldur. Hryðjuverkamenn hertóku skólann og héldu honum í þrjá daga, þar til hersveitir réðust á skólann og frelsuðu gíslana. 330 féllu í skotbardaganum sem fylgdi, meirihluti þeirra börn. Erlent 16.5.2006 11:30
Fangauppreisn lokið Uppreisn fanga í 70 fangelsum í Sao Paulo í Brasilíu er lokið og hafa um 200 gíslar verið látnir lausir. Minnst 80 hafa látist í öldu ofbeldis á svæðinu sem hófst á föstudaginn. Erlent 16.5.2006 09:00
Álag á krókódílaveiðimenn mikið Eftir þrjár bannvænar árásir krókódíla í síðastliðinni viku í Flórída í Bandaríkjunum hefur álagið hjá krókódílaveiðimönnum aldrei verið meira. Fjöldi símtala sem þeir fá hefur meira en þrefaldast og eru áhyggjur Flórídabúa miklar. Árásir krókódíla á menn eru fátíðar. Erlent 16.5.2006 08:45