Erlent

Gömul sprengja í Mersey

Töluverðar tafir urðu á ferjuferðum á ánni Mersey í Liverpool í Bretlandi í gær þegar 450 kílóa sprengja frá Síðari heimsstyrjöldinni fannst þar á floti. Það var starfsmaður breska sjóhersins sem kom auga á sprengjuna og þegar var töluvert svæði í kringum fundarstaðinn lokað af.

Á þriðja hundrað farþegar í tveimur ferjum urðu því að bíða í nokkrar klukkustundir á meðan sprengjan var flutt um fimmtíu kílómetra frá landi þar sem hún var síðan sprengd. Liverpool og nærliggjandi borgir urðu illa úti í um 300 loftárásum Þjóðverja á árunum 1940 og 1941 sem kostuðu mörg hundruð manns lífið.

Sjóherinn kannar reglulega ár og vötn á svæðinu í leit að virkum sprengjum sem enn er verið að finna víðsvegar um Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×