Erlent

Vantrauststillaga felld

Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands.
Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands. MYND/AP

Vantrauststillaga á hendur Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, var felld í neðri deild franska þingsins í gær. Tillagan var lögð fram af sósíalistum vegna ásakana á hendur ráðherranum um óheiðarleg vinnubrögð í kosningabaráttu.

Ekki var mikil hætta á að vantrauststillagan yrði samþykkt, enda hefur ríkisstjórn Villepin rúman meirihluta í neðri deildinni, eða 364 af 577 þingsætum. Villepin hefur hins vegar þurft að svara fyrir ásakanir um að hann hafi fyrirskipað leynilega rannsókn á innanríkisráðherra Frakklands, Nicolas Sarkozy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×