Erlent

Líklegt að Íranar hafni tilboði ESB

MYND/AP

Ekki virðist líklegt að stjórnvöld í Íran samþykki tilboð Evrópusambandsins um lausn á kjarnorkudeilu Írana við vesturveldin. Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, sagði í morgun að sambandið léti eins og það væri að semja við fjögurra ára barn og lofaði því sælgæti í staðinn fyrir gull.

Hann sagði mikilvægt að vesturveldin neyði ekki ríki til að segja sig úr samstarfi um alþjóðasáttmála sem bannar dreifingu kjarnorkuvopna. Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði fyrr í vikunni að tilboð um aðstoð á ýmsum sviðum væri of gott til að hafna ef það væri stefna stjórnvalda í Teheran að nýta kjarnorku í friðsömum tilgangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×