Erlent

Fellibylur stefnir á Hong Kong

Flóð eftir að bylurinn skall á Filippseyjum fyrr í vikunni.
Flóð eftir að bylurinn skall á Filippseyjum fyrr í vikunni. MYND/AP

Fellibylurinn Chanchu stefnir nú hraðbyri að Hong Kong og suðurströnd Kína. Ekki er þó víst að hann skelli á Hong Kong og jafnvel líkur á að hann fari framhjá síðar í dag. Víst er þó talið að hann valdi usla í Guangdong-héraði í fyrramálið.

Vindhraði í miðju stormsins er um 165 km/klst. Ferjusiglingum undan strönd Hong Kong hefur verið hætt og fjöl mörgum skólum lokað.

Bylurinn er sá öflugasti sem hefur skollið á Suður-Kínahafi á þessu árstíma. 37 manns létu lífið þegar hann skall á Filippseyjum fyrr í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×