Erlent

Viðbrögð við flóðbylgju æfð

Sérfræðingur talar við krakka á Filippseyjum í tengslum við æfinguna.
Sérfræðingur talar við krakka á Filippseyjum í tengslum við æfinguna. MYND/AP

Rúmlega 30 ríki við Kyrrahaf tóku þátt í æfingu sem fram fór í morgun á viðbrögðum við hugsanlegum jarðskjálfta og flóðbylgju í heimshlutanum. Viðvörun var send út frá Flóðbylgjuviðvörunarmiðstöðinni á Hawaii um öflugan jarðskjálfta undan ströndum Chile og var athugað hversu hratt og vel hún komst til skila, en á Filippseyjum var brottflutningur íbúa nokkura þorpa einnig æfður.

Að sögn stjórnenda æfingarinnar tókst hún vel en æfingin er liður í að undirbúa ríki við Kyrra- og Indlandshaf betur fyrir hugsanlega jarðskjálfta og flóðbylgjur. Það kom glögglega í ljós að ekki er vanþörf á þegar flóðbylgjan, sem skall á fjölmörgum löndum við Indlandshaf, varð meira en 200 þúsund manns að bana, annan dag jóla árið 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×