Erlent

Gíslataka í Grikklandi

MYND/AP

Engan sakaði þegar vopnaður maður tók tvo í gíslingu í þýskum skóla í borginni Þessaloníku í Grikklandi í gær. Maðurinn tók einn mann í gíslingu áður en hann ruddist inn í skólann, ógnaði starfsfólki og vatt sér ásamt gísl sínum inn á skrifstofu skólastjórans. Þar hélt hann mönnunum tveimur föngum í nokkurn tíma.

Síðan lét hann fyrsta gíslinn lausann en hélt skólastjóranum. Eitthvað hefur þó gengið að tala manninn til því skömmu síðar gafst hann upp, sleppti skólastjóranum og leyfði lögreglu að handjárna sig.

Um 450 nemendur voru í skólanum þegar þetta átti sér stað og ekki hafa borist fregnir af því að nokkurn hafi sakað. Ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×