Erlent

80 féllu í átökum og árásum í Afganistan

Um það bil 80 manns hafa farist í átökum og sjálfsvígsárás í Afganistan síðasta sólahringinn.

13 lögrelgumenn og 40 Talíbanar féllu í átökum í Suður-Afganistan í nótt. Skotbardagar stóðu í 9 klukkustundir.

Skömmu áður féllu 9 lögreglumenn og 16 Talíbanar á svæðinu.

Þá féll einn erlendur hermaður og sjálfsvígsárásarmaður þegar sprengjuárás var gerð á bílalest hermanna í Vestur-Afganistan í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×