Erlent

Sýnir hve langt hefur miðað

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir forsetaframboð Baracks Obama ótvírætt merki um það hve þróunin í Bandaríkjunum er komin langt á veg.

Erlent

Segist ekki sjá nein batamerki

Herskái sjíaklerkurinn Muqtada al Sadr segist ekki sjá að öryggisátak íraskra og bandarískra hermanna í Bagdad hafi borið neinn árangur, þrátt fyrir að hafa nú staðið í þrjár vikur.

Erlent

Þjóðarmorð skilgreint

Samkvæmt 2. grein alþjóðasamnings um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð frá 1948 er þjóðarmorð skilgreint þannig að það felist í einum eða fleiri af eftirtöldum athöfnum, séu þær framdar með það í huga að eyða, í heild eða að hluta, tilteknum þjóðernishópi, kynþætti eða trúarhópi:

Erlent

Rænt undan Sómalíuströnd

Sjóræningjar rændu birgðaskipi frá Sameinuðu þjóðunum skammt undan strönd Sómalíu í gær. Skipið hafði þá skömmu áður losað farm sinn í höfn, matvæli til neyðaraðstoðar í norðaustanverðri Sómalíu. Tólf manna áhöfn var um borð í skipinu, en ekki er vitað hver örlög hennar urðu.

Erlent

Dómsdagsgeymsla á Svalbarða

Norsk stjórnvöld áforma að svokölluð „dómsdagsgeymsla“ á Svalbarða, sem mun geyma fræ af öllum þekktum tegundum í heiminum, verði tilbúin árið 2008. BBC greinir frá þessu á fréttavef sínum.

Erlent

Ég kem Dulcineia, ég kem

Þegar James Van Iveren heyrði konu æpa hástöfum, í íbúð nágranna síns, þreif hann sverð afa síns ofan af vegg og þeysti til hjálpar. Hann sparkaði upp hurð nágrannans og æddi inn með brugðinn brandinn. Þetta gerðist í bæ í Wisconsin sem heitir því hljómfagra nafni Oconomowoc.

Erlent

Forseti Íraks veikur

Jalal Talabani, forseti Íraks, er veikur og hefur verið ráðlagt að fara til Jórdaníu í rannsókn. Í yfirlýsingu frá forsetaskrifstofunni er ekki sagt hvers eðlis veikindi hans eru, en sagt að ekki sé ástæða til þess að hafa af þeim áhyggjur. Ýjað er að því að það sé helst ofþreyta sem hrjái forsetann.

Erlent

Óskarsverðlaunin afhent í nótt

Undirbúningur fyrir Óskarsverðlaunahátíðina er nú í fullum gangi í Los Angeles í Bandaríkjunum, en verðlaunin verða afhent í nótt og verður hátíðin í beinni útsendingu hér á Stöð 2.

Erlent

Dansað í konungshöllinni

Hinrik Danaprins var með Dorrit Moussaieff, forsetafrú Íslands, upp á arminn í afmælisveislu Haraldar Noregskonungs, í Ósló í gær. Haraldur er sjötugur og var slegið upp mikilli veislu í konungshöllinni. Þar stigu Dorrit og forsetinn léttan dans.

Erlent

Segjast hafa skotið geimflaug á loft

Íranar segjast hafa náð því takmarki sínu í gær að skjóta geimflaug á loft sem hafi síðan farið út fyrir gufuhvolf jarðar. Sérfræðingar segja að ef það reynist rétt geti Íranar hæglega smíðað langdrægar eldflaugar sem breyti stöðunni í kjarnorkudeilu þeirra við vesturveldin.

Erlent

Segir Írana hætta afskiptum af Írak

Íranar hafa hætt að þjálfa íraska hryðjuverkamenn og sjá þeim fyrir vopnum, á síðustu vikum, að sögn háttsetts írasks embættismanns. Hann telur að þeir vilji sjá hvort sókn bandarískra og íraskra hermanna í Bagdad geti leitt til friðar í höfuðborginni.

Erlent

Setti frúna nakta á netið

Ítalskri konu var brugðið, í gær, þegar hún frétti af því að eiginmaður hennar hafði árum saman sett myndir af henni á internetið, bæði þar sem hún var í baðherberginu, og eins þegar þau nutu ásta í svefnherbergi sínu. Það var ítalska lögreglan sem lét hana vita af þessu. Maðurinn kveðst ekki hafa vitað að þetta væri ólöglegt.

Erlent

Dýravinir vilja skjóta fíla

Náttúruverndarsamtökin World Wildlife Fund segja að Suður-Afríkumenn verði að íhuga að byrja að grisja fílahjarðir, á nýjan leik, ekki síst í Kruger þjóðgarðinum. Þetta er vegna þess að fílum hefur fjölgað svo mikið að lífríkið stendur ekki undir ágangi þeirra. Grisjun var hætt árið 1994 eftir mikla mótmælaöldu. Nú eru fílarnir hinsvegar orðnir yfir 12 þúsund talsins og hvorki nóg pláss né nóg að éta.

Erlent

Svíar skutu á glugga Saddams

Þegar Saddam Hussein keypti skothelt gler í eina af fimmtíu höllum sínum, var hann að vonum kröfuharður. Hann vildi vera viss um að glerið væri í raun skothelt. Sænska blaðið Borås Tidning segir að til að tryggja það var haft samband við sænskt fyrirtæki sem fékk glerið til sín, í Borås. Fyrirtækið hafði svo samband við sænska herinn til þess að fá hann til að skjóta á glerið með kúlum sem eiga að fara í gegnum brynvörn.

Erlent

Boðar vantraust á tvo ráðherra

Hollenski þingmaðurinn Geert Wilders ætlar að leggja fram vantraust á tvo ráðherra í nýrri ríkisstjórn Hollands, þegar þingið kemur saman eftir helgi. Ráðherrarnir eru báðir innflytjendur og múslimar sem hafa tvöfaldan ríkisborgararétt. Annar þeirra er frá Marokkó og hinn frá Tyrklandi.

Erlent

Fagnar afmæli þrátt fyrir óðaverðbólgu

Robert Mugabe, forseti Simbabve, fagnaði 83 ára afmæli sínu í gær. Talið er að jafnvirði tæplega 70 milljóna íslenskra króna hafi verið varið í veisluna. Spenna hefur magnast í landinu í liðinni viku. Verðbólga mælist nú 1600%.

Erlent

Dorrit með Hinriki í afmælisveislu

Hinrik Danaprins var með Dorrit Moussaieff, forsetafrú Íslands, upp á arminn í afmælisveislu Haraldar noregskonungs, í Ósló í gær. Haraldur er sjötugur og var slegið upp mikilli veislu í konungshöllinni.

Erlent

Mannskæðar árásir í Írak

Að minnsta kosti 50 hafa fallið í sjálfsvígssprengjuárásum í Írak síðasta sólahringinn. Nouri al-Maliki, forsætisráððherra landsins, sagði skömmu fyrir mannskæða sprengingu um miðjan dag í gær að ofbeldisverkum hefði fækkað í höfuðborginni, Bagdad, síðan ný herferð Bandaríkjahers gegn andspyrnumönnum hófst fyrir rúmri viku.

Erlent

Ísraelskir hermenn loka Nablus

Ísraelskar hersveitir hófu í dag áhlaup á nokkur hverfi í bænum Nablus á Vesturbakkanum. Vitni segja hermenn á fjölmörgum herbílum hafa umkring fjölda bygginga, þar á meðal tvö sjúkrahús í borginni. Útgöngubann hefur verið sett á og samkvæmt fréttavef BBC hefur vegum verið lokað. Tugþúsundir Palestínumanna eru lokaðir inni í bænum, vegna útgöngubannsins.

Erlent

Prodi bíður atkvæðagreiðslu

Forseti Ítalíu, Georgio Napolitano, hefur beðið Romano Prodi forsætisráðherra að sitja áfram og bíða útkomu vantrauststillögu. Prodi tapaði atkvæðagreiðslu um utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar í síðustu viku og sagði af sér í kjölfarið.

Erlent

Einn lést og fimm slösuðust

Kraftaverki þykir líkast að ekki hafi farið verr þegar hraðlest fór af sporinu á Norður-Englandi í gær. Einn farþegi lést og fimm slösuðust alvarlega.

Erlent

Samgönguráðherra biðst afsökunar

Samgönguráðherra Noregs hefur beðið landsmenn afsökunar á því að þúsundir manna sátu fastir í bílum sínum klukkustundum saman, í snjókomunni í gær. Liv Signe Navarseti kennir um útboðum á viðhaldi vega, þar sem meira sé hugsað um verð en gæði þjónustunnar. Hún er þó ekki á því að Vegagerðin taki aftur við viðhaldi og mokstri.

Erlent

Bensínbíll sprengdur við mosku

Að minnsta kosti 40 manns létu lífið og yfir 60 særðust þegar bensínflutningabíll með áfestum sprengjum sprakk í loft upp í grennd við mosku Súnní múslima í Írak í dag. Í gær gagnrýndi klerkur moskunnar hryðjuverkasveitir al-Kæda og er talið að árásin hafi verið gerð í hefndarskyni fyrir það. Konur og börn voru meðal hinna föllnu.

Erlent

Óheppnir hryðjuverkamenn

Þrír pakistanskir hryðjuverkamenn, á reiðhjóli, sprungu í loft upp þegar þeir fóru yfir hraðahindrun í Punjab héraði, í Pakistan, í dag. Sprengjan sem þeir voru með mun hafa verið heimatilbúin, en ekkert er vitað um hvar þeir ætluðu að koma henni fyrir.

Erlent

Fjögur stór vötn undir íshellunni

Vísindamenn hafa uppgötvað fjögur stór stöðuvötn undir íshellu Suðurskautslandsins. Vísindamennirnir segja að vötnin hafi mikið að segja um hversu hratt íshellan brotnar og breytist í borgarísjaka sem rekur á haf út. Þetta kemur fram í vísindatímaritinu Nature. Þeir segja líka að það sé mikilvægt að skilja eðli samspils vatnanna og íssins til að geta spáð nákvæmar fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga.

Erlent

Þak á stórverslun hrundi í Danmörku

Tvö hundruð fermetra þak stórverslunar í Danmörku hrundi undan snjóþunga í nótt. Engan sakaði og framkvæmdastjóri verslunarinnar þakkar fyrir að þetta gerðist ekki á afgreiðslutíma.

Erlent

Rannsakað hvað olli lestarslysi

Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú hvað olli lestarslysi í norðvesturhluta landsins í gær. Kona á níræðisaldri týndi lífi í slysinu og átta liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi. 120 manns voru um borð. Lestin var á leið frá Lundúnum til Glasgow þegar allir níu vagnar hennar fóru af sporinu í vatnahéraði Cumbríu norðvestur af Lundúnum.

Erlent

Banna reykingar í heimahúsum

Í Bandaríkjunum er nú stefnt að því að banna fólki að reykja á heimilum sínum og er slíkt reykingabann raunar víða komið á nú þegar. Þá eru einstök bæjarfélög búin að banna einnig reykingar utan dyra. Aðstandendur bannsins blása á mótmæli reykingamanna og segja að þeir hafi einfaldlega engin réttindi, það sé þvert á móti réttur allra manna að anda að sér fersku lofti. Reykur geti síast á milli íbúða.

Erlent

Risastór hola gleypti mörg hús

Að minnsta kosti tveir létu lífið og fleiri er saknað eftir að jörðin opnaðist undir húsum þeirra í fátækrahverfi í Guatemalaborg, í gærkvöldi. Risastór eitthundrað metra djúp hola opnaðist skyndilega og gleypti húsin. Yfir eittþúsund hús voru rýmd af ótta við að holan stækkaði.

Erlent

Nær allur pakistanski flugflotinn í bann

Pakistanska flugfélagið PIA er að íhuga að leigja bæði flugvélar og áhafnir vegna yfirvofandi banns Evrópusambandsins á meira en þrjá fjórðu af flugflota félagsins, af öryggisástæðum. Flugfélagið á 42 flugvélar og öllum nema sjö þeirra verður bannað að fljúga til aðildarríkja Evrópusambandsins, á næstu dögum.

Erlent