Erlent Sarkozy útilokar ekki loftárásir á Íran Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sagði í dag að diplómatískur þrýstingur væri eini valkosturinn við íranska sprengju - eða sprengjuárás á Íran. Í fyrstu stóru ræðu sinni um utanríkismál sagði Sarkozy það gersamlega ólíðandi að Íran eignaðist kjarnorkuvopn. Erlent 27.8.2007 14:56 Ekki fleiri pappírsmiðar Alþjóða flugmálastofnunin, IATA, sagðist í dag hafa lagt inn sína síðustu pöntun á pappírsflugmiðum. ,,Eftir einungis 278 daga, verður pappírsmiðinn orðinn að safngrip" sagði Giovanni Bisignani, framkvæmdastjóri stofnunarinnar. Erlent 27.8.2007 13:57 John Prescott hættir þingsetu John Prescott ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu eftir næstu kosningar. Prescott var varaforsætisráðherra í ríkisstjórn Tonys Blairs. Hann er 69 ára, og hefur setið á þingi í 37 ár. Erlent 27.8.2007 13:50 Krónprins Noregs styður systur sína Hákon krónprins Noregs segist eindregið styðja Mörtu Lovísu systur sína sem hefur opnað stofnað skóla sem daglega gengur undir nafninu Englaskólinn. Þetta er í fyrsta skipti sem einhver úr konungsfjölskyldunni hefur tjáð sig um þetta uppátæki prinsessunnar. Skólinn hefur annars vakið mikla geðshræringu í Noregi og hefur þess bæði verið krafist að Marta Lovísa segi sig úr þjóðkirkjunni og að hún afsali sér prinsessutitlinum. Erlent 27.8.2007 13:43 Skiluðu ísraelskum hermanni Palestinskir öryggisverðir björguðu í dag ísraelskum hermanni sem tók vitlausa beygju á bíl sínum og lenti inn í bænum Jenin á Vesturbakkanum. Jenin er miðstöð herskárra Palestínumanna. Það var enda ráðist á bílinn, honum velt og kveikt í honum. Öryggisverðir hollir Mahmoud Abbas, forseta, komu hermanninum hinsvegar undan og skiluðu honum að næstu ísraelsku varðstöð. Erlent 27.8.2007 13:15 Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir af sér Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna hefur sagt af sér. Gonzales hefur legið undir miklu ámæli síðan hann rak átta opinbera saksóknara úr starfi á síðasta ári. Hann var einnig gagnrýndur harðlega fyrir að styðja heimildarlausar njósnir forsetans innanlands. Erlent 27.8.2007 12:57 Götuhátíð í Lundúnum Dansað var um götur Notting Hill hverfisins í Lundúnum í gær á árlegri götuhátíð. Mikið var um dýrðir en talið er að um ein milljón manna taki þátt í hátíðinni sem hófst í gær en lýkur í dag. Erlent 27.8.2007 12:19 Merkel í Kína Angela Merkel kanslari Þýskalands hitti Wen Jiabao forsætisráðherra Kína á fundi í morgun. Fundurinn markaði upphaf vikulangrar ferðar Merkel um Asíu. Erlent 27.8.2007 12:17 Grunuðum sleppt Fjórum þeirra sem voru handteknir í tengslum við morðið á hinum ellefu ára Rhys Jones í Liverpool á miðvikudaginn hefur verið sleppt án ákæru. Fólkið, var á aldrinum 15-19 ára, tveir drengir og tvær stúlkur. Tveimur öðrum drengjum, 16 og 19 ára, var sleppt gegn tryggingu meðan rannsókn málsins fer fram. Erlent 27.8.2007 11:37 Hroðaleg hefnd Argentínskur unglingur fór á húðflúrstofu nýlega til þess að láta tattóvera nafn uppáhalds fótboltaliðsins stórum stöfum á bakið á sér. Liðið heitir Boca Juniors. Ekkert óvenjulegt við það, í Argentínu. Unglingurinn var hinsvegar svo óheppinn að rata inn á stofu þar sem eigandinn hélt ákaflega upp á knattspyrnuliðið River Plate. Erlent 27.8.2007 11:11 Handtökur vegna morðs á rússneskri blaðakonu Tíu manns hafa verið handteknir vegna morðsins á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskaju. Hún var skotin til bana fyrir utan heimili sitt í Moskvu 7. október á síðasta ári. Tass fréttastofan segir að ákærur á hendur mönnunum verði birtar innan skamms. Erlent 27.8.2007 10:57 Eldar loga um helming Grikklands Eldar loga nú um meira en helming Grikklands, og hafa fleiri en sextíu látist þeim. Grísk stjórnvöld heitið milljón evrum í verðlaun fyrir upplýsingar sem geta leitt til handtöku þeirra sem kveiktu þá. Erlent 27.8.2007 10:01 Kosningar í Tælandi 23. desember Tælendingar munu ganga til kosninga þann 23. desember næstkomandi. Stjórnvöld í Tælandi höfðu ákveðið að halda kosningar eftir að ný stjórnarskrá yrði samþykkt í landinu en það gerðist fyrir viku síðan. Um 58% kjósenda samþykktu stjórnarskrárbreytingarnar sem fólu í sér takmörkun á valdi forsætisráðherra landsins. Fyrrverandi forsætisráðherra Tælands, Thaksin Shinawatra, hefur verið sakaður um að misnota vald sitt sem ráðherra. Erlent 27.8.2007 08:47 Michael Vick játar sig sekan um að standa fyrir hundaati Gert er ráð fyrir að Michael Vick, stjörnuleikmaður úr ameríska fótboltanum, muni í dag játa sök fyrir dómi. Vick hefur verið ákærður fyrir að standa fyrir hundaati. Við slíku liggja þungar refsingar í flestum fylkjum Bandaríkjanna. Erlent 27.8.2007 07:55 Bandarísk stjórnvöld fordæma sprengjutilræði á Indlandi Bandarísk stjórnvöld fordæmdu í gær sprengjutilræði sem varð fjörutíu manns að bana í borginni Hyderabad á Indlandi á laugardag. Tvær sprengjur sprungu með skömmu millibili á veitingastað og í skemmtigarði. Lögreglan á Indlandi segir að fleiri sprengjur hafi fundist áður en þær sprungu. Talið er að islamskir öfgahópar frá Pakistan og Bangladesh standi að baki tilræðunum. Erlent 27.8.2007 07:08 Leit haldið áfram að námumönnum Yfirvöld í Utah segja að leit að námumönnum sem festust í Crandalls gljúfurs námunni fyrir þremur vikum verði haldið áfram. Tilraunir til að finna þá hafa verið árangurslausar hingað til. Í dag ætla þeir að láta sérstaka myndavél síga niður í námuna til að finna mennina. Erlent 27.8.2007 07:02 Camilla verður ekki viðstödd minningarathöfn um Díönu prinsessu Camilla Parker Bowles, eiginkona Karls Bretaprins, sagði í gær að hún myndi ekki vera viðstödd athöfn þar sem þess verður minnst að tíu ár eru liðin frá því að Díana prinsessa af Wales lést. Camilla gaf þá skýringu að hún vildi ekki skyggja á minningu Díönu prinsessu með nærveru sinni. Erlent 27.8.2007 06:59 Þrír særðust í skotárás í London Þrír táningar særðust í skotárás í London snemma í gærmorgun. Árásum glæpagengja í borginni virðist ekki ætla að linna. Erlent 27.8.2007 06:56 Verðlaunafé heitið þeim sem upplýsir um brennuvarga Verðlaunafé að jafnvirði allt að 90 milljóna íslenskra króna er heitið þeim sem geta gefið upplýsingar sem leiði til handtöku þeirra sem bera ábyrgð á skógareldum í Grikklandi. Eldarnir hafa orðið að minnsta kosti 60 manns að bana. Þegar hafa fjölmargir verið handteknir. Erlent 27.8.2007 06:52 Umhvefisvænt batterí Rafhlaða knúin sykri. Japanska fyrirtækið Sony hefur þróað umhverfisvænt batterí sem knúið er sykri og myndar nógu mikla orku til að knýja spilara og tvo hátalara. Erlent 27.8.2007 04:00 Sýndarbrúðkaup Par lætur gefa sig saman í gegnum tölvu. Brátt mun fyrsta sýndarbrúðkaupið eiga sér stað í Los Angeles. Par sem er miklir aðdáendur tölvuleiksins EverQuest II ætlar að láta gefa sig saman bæði í raunveruleikanum og í sýndarveruleika. Erlent 27.8.2007 03:00 Met í brjóstagjöf Víetnamar settu í dag heimsmet í brjóstagjöf þegar rúmlega tólfhundruð mæður komu saman í þremur borgum og gáfu börnum sínum brjóst samtímis. Með þessu vildu mæðurnar leggja áherslu á mikilvægi brjóstagjafar fyrir hvítvoðunga. Erlent 26.8.2007 19:30 Fargað vegna fuglaflensu Fuglaflensa af hinum hættulega H5N1 stofni hefur greinst í fuglum á fuglabúi í suðurhluta Þýskalands. 400 fuglar drápust úr flensunni þar á skömmum tíma. Öðrum fuglum þar verður nú fargað - öllum 160 þúsund. Ekki er vitað með vissu hvernig sjúkdómurinn barst í fuglana á búinu. Erlent 26.8.2007 19:15 Hákon styður systur sína Hákon krónprins Noregs styður englaskóla Mörtu Lovísu systur sinnar þar sem hún ætlar að kenna fólki að tala við engla og dýr. Þetta sagði prinsinn við blaðamenn þar sem hann og Mette Marit kona hans afhentu góðgerðarsamtökum jafnvirði nærri 6 milljóna króna úr sjóði sínum sem notaðar verða til að hjálpa munaðarlausum börnum í Rússlandi. Erlent 26.8.2007 19:15 Berst fyrir því að dóttir sín fái meðferð Faðir 6 ára palestínskrar stúlku, sem lamaðist í loftárás Ísraela fyrir rúmu ári, berst fyrir því að hún fái áfram meðferð á sjúkrahúsi í Jerúsalem. Ísraelar vilja ekki leyfa það þeir vilja senda hana í meðferð á Vesturbakkanum þar sem vantar tæki sem halda henni á lífi. Erlent 26.8.2007 19:00 Enn loga eldar í Grikklandi Hvítri ösku rignir yfir íbúa Aþenu, höfuðborgar Grikklands, en skógareldar þar í landi hafa teygt sig að jaðri borgarinnar. Enn logar víða á Pelops-skaga og slökkvistarf gengur hægt. 56 hið minsta hafa týnt lífi í eldunum og menningarsöguleg verðmæti Grikkja í hættu. Erlent 26.8.2007 18:45 Mynd af morðingja og vitni gefur sig fram Lögreglan í Liverpool segist hafa upptökur úr öryggismyndavélum af þeim sem myrti hinn 11 ára gamla Rhys Jones. Hettuklæddur unglingur hjóli skaut Rhys þar sem hann var að ganga heim af knattspyrnuæfingu á miðvikudagskvöldið. Enginn hefur formlega verið kærður fyrir morðið. Erlent 26.8.2007 18:45 Morðingjar Rhys Jones náðust á mynd Lögreglan í Liverpool segist hafa upptökur úr öryggismyndavélum af þeim sem myrtu hinn 11 ára gamla Rhys Jones. Þetta var upplýst eftir að sjö ungmenni voru handtekin í gær. Kona sem lögreglan telur að geti verið lykilvitni í málinu hefur gefið sig fram við lögreglu. Erlent 26.8.2007 17:16 Skýstrókur vekur athygli í Bogota Hundruð þúsunda eru án rafmagns eftir flóð og hvifrilbyli í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Á sama tíma festu íbúar í Bogota í Kólubmíu mikinn skýstrók á filmu en þeir sjást nær aldrei þar í borg. Erlent 26.8.2007 12:17 Vann 20 milljarða í lottói Það var einn heppinn íbúi í Indiana-ríki í Bandaríkjunum sem vann jafnvirði rúmlega tuttugu milljarða íslenskra króna í bandaríska ofurlottóinu í gær. Potturinn var orðinn svona stór því enginn hafi hreppt fyrsta vinning síðan í lok júní. Hægt er að kaupa miða í tuttugu og níu ríkjum Bandaríkjanna. Erlent 26.8.2007 11:28 « ‹ ›
Sarkozy útilokar ekki loftárásir á Íran Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sagði í dag að diplómatískur þrýstingur væri eini valkosturinn við íranska sprengju - eða sprengjuárás á Íran. Í fyrstu stóru ræðu sinni um utanríkismál sagði Sarkozy það gersamlega ólíðandi að Íran eignaðist kjarnorkuvopn. Erlent 27.8.2007 14:56
Ekki fleiri pappírsmiðar Alþjóða flugmálastofnunin, IATA, sagðist í dag hafa lagt inn sína síðustu pöntun á pappírsflugmiðum. ,,Eftir einungis 278 daga, verður pappírsmiðinn orðinn að safngrip" sagði Giovanni Bisignani, framkvæmdastjóri stofnunarinnar. Erlent 27.8.2007 13:57
John Prescott hættir þingsetu John Prescott ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu eftir næstu kosningar. Prescott var varaforsætisráðherra í ríkisstjórn Tonys Blairs. Hann er 69 ára, og hefur setið á þingi í 37 ár. Erlent 27.8.2007 13:50
Krónprins Noregs styður systur sína Hákon krónprins Noregs segist eindregið styðja Mörtu Lovísu systur sína sem hefur opnað stofnað skóla sem daglega gengur undir nafninu Englaskólinn. Þetta er í fyrsta skipti sem einhver úr konungsfjölskyldunni hefur tjáð sig um þetta uppátæki prinsessunnar. Skólinn hefur annars vakið mikla geðshræringu í Noregi og hefur þess bæði verið krafist að Marta Lovísa segi sig úr þjóðkirkjunni og að hún afsali sér prinsessutitlinum. Erlent 27.8.2007 13:43
Skiluðu ísraelskum hermanni Palestinskir öryggisverðir björguðu í dag ísraelskum hermanni sem tók vitlausa beygju á bíl sínum og lenti inn í bænum Jenin á Vesturbakkanum. Jenin er miðstöð herskárra Palestínumanna. Það var enda ráðist á bílinn, honum velt og kveikt í honum. Öryggisverðir hollir Mahmoud Abbas, forseta, komu hermanninum hinsvegar undan og skiluðu honum að næstu ísraelsku varðstöð. Erlent 27.8.2007 13:15
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir af sér Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna hefur sagt af sér. Gonzales hefur legið undir miklu ámæli síðan hann rak átta opinbera saksóknara úr starfi á síðasta ári. Hann var einnig gagnrýndur harðlega fyrir að styðja heimildarlausar njósnir forsetans innanlands. Erlent 27.8.2007 12:57
Götuhátíð í Lundúnum Dansað var um götur Notting Hill hverfisins í Lundúnum í gær á árlegri götuhátíð. Mikið var um dýrðir en talið er að um ein milljón manna taki þátt í hátíðinni sem hófst í gær en lýkur í dag. Erlent 27.8.2007 12:19
Merkel í Kína Angela Merkel kanslari Þýskalands hitti Wen Jiabao forsætisráðherra Kína á fundi í morgun. Fundurinn markaði upphaf vikulangrar ferðar Merkel um Asíu. Erlent 27.8.2007 12:17
Grunuðum sleppt Fjórum þeirra sem voru handteknir í tengslum við morðið á hinum ellefu ára Rhys Jones í Liverpool á miðvikudaginn hefur verið sleppt án ákæru. Fólkið, var á aldrinum 15-19 ára, tveir drengir og tvær stúlkur. Tveimur öðrum drengjum, 16 og 19 ára, var sleppt gegn tryggingu meðan rannsókn málsins fer fram. Erlent 27.8.2007 11:37
Hroðaleg hefnd Argentínskur unglingur fór á húðflúrstofu nýlega til þess að láta tattóvera nafn uppáhalds fótboltaliðsins stórum stöfum á bakið á sér. Liðið heitir Boca Juniors. Ekkert óvenjulegt við það, í Argentínu. Unglingurinn var hinsvegar svo óheppinn að rata inn á stofu þar sem eigandinn hélt ákaflega upp á knattspyrnuliðið River Plate. Erlent 27.8.2007 11:11
Handtökur vegna morðs á rússneskri blaðakonu Tíu manns hafa verið handteknir vegna morðsins á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskaju. Hún var skotin til bana fyrir utan heimili sitt í Moskvu 7. október á síðasta ári. Tass fréttastofan segir að ákærur á hendur mönnunum verði birtar innan skamms. Erlent 27.8.2007 10:57
Eldar loga um helming Grikklands Eldar loga nú um meira en helming Grikklands, og hafa fleiri en sextíu látist þeim. Grísk stjórnvöld heitið milljón evrum í verðlaun fyrir upplýsingar sem geta leitt til handtöku þeirra sem kveiktu þá. Erlent 27.8.2007 10:01
Kosningar í Tælandi 23. desember Tælendingar munu ganga til kosninga þann 23. desember næstkomandi. Stjórnvöld í Tælandi höfðu ákveðið að halda kosningar eftir að ný stjórnarskrá yrði samþykkt í landinu en það gerðist fyrir viku síðan. Um 58% kjósenda samþykktu stjórnarskrárbreytingarnar sem fólu í sér takmörkun á valdi forsætisráðherra landsins. Fyrrverandi forsætisráðherra Tælands, Thaksin Shinawatra, hefur verið sakaður um að misnota vald sitt sem ráðherra. Erlent 27.8.2007 08:47
Michael Vick játar sig sekan um að standa fyrir hundaati Gert er ráð fyrir að Michael Vick, stjörnuleikmaður úr ameríska fótboltanum, muni í dag játa sök fyrir dómi. Vick hefur verið ákærður fyrir að standa fyrir hundaati. Við slíku liggja þungar refsingar í flestum fylkjum Bandaríkjanna. Erlent 27.8.2007 07:55
Bandarísk stjórnvöld fordæma sprengjutilræði á Indlandi Bandarísk stjórnvöld fordæmdu í gær sprengjutilræði sem varð fjörutíu manns að bana í borginni Hyderabad á Indlandi á laugardag. Tvær sprengjur sprungu með skömmu millibili á veitingastað og í skemmtigarði. Lögreglan á Indlandi segir að fleiri sprengjur hafi fundist áður en þær sprungu. Talið er að islamskir öfgahópar frá Pakistan og Bangladesh standi að baki tilræðunum. Erlent 27.8.2007 07:08
Leit haldið áfram að námumönnum Yfirvöld í Utah segja að leit að námumönnum sem festust í Crandalls gljúfurs námunni fyrir þremur vikum verði haldið áfram. Tilraunir til að finna þá hafa verið árangurslausar hingað til. Í dag ætla þeir að láta sérstaka myndavél síga niður í námuna til að finna mennina. Erlent 27.8.2007 07:02
Camilla verður ekki viðstödd minningarathöfn um Díönu prinsessu Camilla Parker Bowles, eiginkona Karls Bretaprins, sagði í gær að hún myndi ekki vera viðstödd athöfn þar sem þess verður minnst að tíu ár eru liðin frá því að Díana prinsessa af Wales lést. Camilla gaf þá skýringu að hún vildi ekki skyggja á minningu Díönu prinsessu með nærveru sinni. Erlent 27.8.2007 06:59
Þrír særðust í skotárás í London Þrír táningar særðust í skotárás í London snemma í gærmorgun. Árásum glæpagengja í borginni virðist ekki ætla að linna. Erlent 27.8.2007 06:56
Verðlaunafé heitið þeim sem upplýsir um brennuvarga Verðlaunafé að jafnvirði allt að 90 milljóna íslenskra króna er heitið þeim sem geta gefið upplýsingar sem leiði til handtöku þeirra sem bera ábyrgð á skógareldum í Grikklandi. Eldarnir hafa orðið að minnsta kosti 60 manns að bana. Þegar hafa fjölmargir verið handteknir. Erlent 27.8.2007 06:52
Umhvefisvænt batterí Rafhlaða knúin sykri. Japanska fyrirtækið Sony hefur þróað umhverfisvænt batterí sem knúið er sykri og myndar nógu mikla orku til að knýja spilara og tvo hátalara. Erlent 27.8.2007 04:00
Sýndarbrúðkaup Par lætur gefa sig saman í gegnum tölvu. Brátt mun fyrsta sýndarbrúðkaupið eiga sér stað í Los Angeles. Par sem er miklir aðdáendur tölvuleiksins EverQuest II ætlar að láta gefa sig saman bæði í raunveruleikanum og í sýndarveruleika. Erlent 27.8.2007 03:00
Met í brjóstagjöf Víetnamar settu í dag heimsmet í brjóstagjöf þegar rúmlega tólfhundruð mæður komu saman í þremur borgum og gáfu börnum sínum brjóst samtímis. Með þessu vildu mæðurnar leggja áherslu á mikilvægi brjóstagjafar fyrir hvítvoðunga. Erlent 26.8.2007 19:30
Fargað vegna fuglaflensu Fuglaflensa af hinum hættulega H5N1 stofni hefur greinst í fuglum á fuglabúi í suðurhluta Þýskalands. 400 fuglar drápust úr flensunni þar á skömmum tíma. Öðrum fuglum þar verður nú fargað - öllum 160 þúsund. Ekki er vitað með vissu hvernig sjúkdómurinn barst í fuglana á búinu. Erlent 26.8.2007 19:15
Hákon styður systur sína Hákon krónprins Noregs styður englaskóla Mörtu Lovísu systur sinnar þar sem hún ætlar að kenna fólki að tala við engla og dýr. Þetta sagði prinsinn við blaðamenn þar sem hann og Mette Marit kona hans afhentu góðgerðarsamtökum jafnvirði nærri 6 milljóna króna úr sjóði sínum sem notaðar verða til að hjálpa munaðarlausum börnum í Rússlandi. Erlent 26.8.2007 19:15
Berst fyrir því að dóttir sín fái meðferð Faðir 6 ára palestínskrar stúlku, sem lamaðist í loftárás Ísraela fyrir rúmu ári, berst fyrir því að hún fái áfram meðferð á sjúkrahúsi í Jerúsalem. Ísraelar vilja ekki leyfa það þeir vilja senda hana í meðferð á Vesturbakkanum þar sem vantar tæki sem halda henni á lífi. Erlent 26.8.2007 19:00
Enn loga eldar í Grikklandi Hvítri ösku rignir yfir íbúa Aþenu, höfuðborgar Grikklands, en skógareldar þar í landi hafa teygt sig að jaðri borgarinnar. Enn logar víða á Pelops-skaga og slökkvistarf gengur hægt. 56 hið minsta hafa týnt lífi í eldunum og menningarsöguleg verðmæti Grikkja í hættu. Erlent 26.8.2007 18:45
Mynd af morðingja og vitni gefur sig fram Lögreglan í Liverpool segist hafa upptökur úr öryggismyndavélum af þeim sem myrti hinn 11 ára gamla Rhys Jones. Hettuklæddur unglingur hjóli skaut Rhys þar sem hann var að ganga heim af knattspyrnuæfingu á miðvikudagskvöldið. Enginn hefur formlega verið kærður fyrir morðið. Erlent 26.8.2007 18:45
Morðingjar Rhys Jones náðust á mynd Lögreglan í Liverpool segist hafa upptökur úr öryggismyndavélum af þeim sem myrtu hinn 11 ára gamla Rhys Jones. Þetta var upplýst eftir að sjö ungmenni voru handtekin í gær. Kona sem lögreglan telur að geti verið lykilvitni í málinu hefur gefið sig fram við lögreglu. Erlent 26.8.2007 17:16
Skýstrókur vekur athygli í Bogota Hundruð þúsunda eru án rafmagns eftir flóð og hvifrilbyli í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Á sama tíma festu íbúar í Bogota í Kólubmíu mikinn skýstrók á filmu en þeir sjást nær aldrei þar í borg. Erlent 26.8.2007 12:17
Vann 20 milljarða í lottói Það var einn heppinn íbúi í Indiana-ríki í Bandaríkjunum sem vann jafnvirði rúmlega tuttugu milljarða íslenskra króna í bandaríska ofurlottóinu í gær. Potturinn var orðinn svona stór því enginn hafi hreppt fyrsta vinning síðan í lok júní. Hægt er að kaupa miða í tuttugu og níu ríkjum Bandaríkjanna. Erlent 26.8.2007 11:28