Erlent

Leiðtogi Tamil tígra lætur lífið í loftárás

Leiðtogi stjórnmálaarms Tamil Tígra á Sri Lanka, S.P. Thamilselvan, lét lífið í loftárás stjórnarhersins í morgun.Thamilselvan fór fyrir Tamil tígrum í friðarviðræðum við stjórnvöld á Sri Lanka og er talið að árásin í morgun geri út um allar vonir um friðsamlega lausn á deilunni.

Erlent

Yfir hundrað látið lífið vegna Noels

Að minnsta kosti hundrað og átta hafa látið lífið í Karabíska hafinu vegna hitabeltisstormsins Noel. Styrkleiki hans hefur farið vaxandi og telst hann nú vera fyrsta stigs hitabeltisstormur.

Erlent

Flóð valda miklu tjóni í Mexíkó

Mikið eignatjón hefur orðið í miklum flóðum sem nú geysa suðausturhluta Mexíkó. Í fylkinu Tabasco er talið að öll uppskera hafi eyðilagst en um sjötíu prósent af landi þar er nú undir vatni.

Erlent

Dregur úr stuðningi við Rasmussen

Nokkuð hefur dregið úr stuðningi danskra kjósenda við ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, samkvæmt skoðunakönnunum sem birtar voru í gær.

Erlent

SAS vissi af bilun í hjólabúnaði

Flugfélaginu SAS höfðu borist kvartanir frá flugmönnum vegna hjólabúnaðar Dash vélarinnar áður en henni hlekktist á í lendingu á Kastrup flugvelli um síðustu helgi.

Erlent

Giuliani móðgar Breta

Alan Johnson, heilbrigðismálaráðherra Bretlands, gagnrýndi í dag auglýsingar sem Rudy Giuliani hefur notað til að kynna forsetaframboð sitt í Bandaríkjunum. Í auglýsingunum lofar Guiliani bandaríska heilbrigðiskerfið á kostnað þess breska.

Erlent

Stálu bíl foreldranna og keyrðu þúsund kílómetra

Tveir fjórtán ára gamlir drengir sem hurfu sporlaust í bænum Ry í Danmörku á þriðjudaginn fundust við landamærastöð í Sviss í dag. Drengirnir stálu bíl foreldra sinna og keyrðu nærri eitt þúsund kílómetra í gegnum að minnsta kosti þrjú lönd.

Erlent

Tala látinna vegna Noels hækkar

Hitabeltisstormurinn Noel hefur nú orðið að minnsta kosti 100 manns að bana í Karabíska hafinu. Storminum hafa fylgt mikil flóð og í Dóminíska lýðveldinu hafa 25 þúsund manns þurft að flýja heimili sín.

Erlent

Tugir falla í átökum á Sri Lanka

Að minnsta kosti 31 Tamil tígri féll í átökum milli þeirra og stjórnarhermanna á Sri Lanka í dag. Talsmenn Tamil tígra segjast hafa fellt 25 stjórnarhermenn í átökunum en yfirmenn hersins segja tvo hermenn hafa fallið.

Erlent

Ráðuneytisstjóri fauk eftir koss

Ráðuneytisstjóri í sænska forsætisráðuneytinu hefur sagt af sér eftir að myndir birtust af henni ölvaðri að kyssa sjónvarpsfréttamann á krá í Stokkhólmi.

Erlent

Guð hatar homma

Kirkjusöfnuður í Bandaríkjunum sem hatast við samkynhneigða hefur verið sektaður um tæpan milljarð króna fyrir að trufla útför hermanns sem féll í stríðinu í Írak.

Erlent

Tímarit fordæmt fyrir Madeleine háð

Kate og Gerry McCann hafa fordæmt "sérlega særandi" grein í þýsku háðtímariti um fjölmiðlafárið í tengslum við hvarf dóttur þeirra. Titanic tímaritið birti heila opnu í formi auglýsingar um ýmsar vörur sem kynntar eru á háðuglegan hátt með mynd af Madeleine.

Erlent

Warren Buffett: Ég greiði of lága skatta

Kaupsýslumaðurinn Warren Buffett, sem er næstríkasti maður Bandaríkjanna, segist greiða of lága skatta. Hann segir að allir starfsmenn sínir greiði hlutfallslega hærri skatt en hann, þar á meðal ritari hans.

Erlent

Hitabeltisstormurinn Noel mannskæður

Hitabeltisstormurinn Noel hefur nú orðið að minnsta kosti 60 manns að bana í Karabíska hafinu. Samkvæmt Breska Ríkisútvarpinu hefur fjörutíu og einn látið lífið í Dóminíska lýðveldinu og fjölmargra er saknað.

Erlent

Táknmálsapi dáinn

Fyrsti apinn sem lærði mannamál dó á rannsóknarstofu í fyrradag. Apinn sem bar heitið Washoe, lærði amerískt táknmál og kunni um 250 orð. Tungumálanám hennar var hluti af rannsóknarverkefni sem fór fram í Nevada. Washoe kom í heiminn í Afríku árið 1965. Hún bjó á Ellensburg háskólasvæðinu í Washington allt frá árinu 1980. Minningarathöfn um Washoe verður haldin 12. nóvember næstkomandi.

Erlent

Robert Murat yfirheyrður aftur

Lögreglan í Portúgal mun yfirheyra Robert Murat aftur, en hann var fyrsti grunaði aðilinn í rannsókninni á hvarfi Madeleine. Murat var fyrst yfirheyrður tíu dögum eftir að Maddie litla hvarf af hótelinu í Praia da Luz og fékk þá réttarstöðu grunaðs. Þegar grunur beindist að foreldrum stúlkunnar og þau fengu sömu réttarstöðu hvarf nafn Murats að mestu í tengslum við málið.

Erlent

Sá mann í leyni á hóteli Madeleine

Barnfóstra sem gætti sex ára drengs í íbúð hótelsins sem fjölskylda Madeleine gisti í Praia da Luz segist hafa séð mann læðast í skjóli runna fyrir utan íbúðina á Ocean Club hótelinu. Barnfóstran sá manninn nokkrum mánuðum áður en McCann fjölskyldan kom til Praia da Luz, en framburður hennar styður frásögn vinar fjölskyldunnar sem segist hafa séð einhvern bera Madeleine sofandi frá hótelinu.

Erlent