Erlent Sýrlendingar tilkynna þátttöku á friðarfundi Sýrlendingar tilkynntu í dag að þeir ætluðu að senda fulltrúa á ráðstefnu um frið fyrir botni Miðjarðahafs sem hefst í Maryland-ríki í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Forseti Palestínumanna og forsætisráðherra Ísraels eru komnir til Annapolis - þar sem fundurinn er haldinn. Erlent 25.11.2007 16:34 Rændu gesti í jarðaför Sorg breyttist í vantrú þegar gestir í jarðaför í Bandaríkjunum komust að því að brotist hafði verið inn í sex bíla á meðan athöfninni stóð. Bílarnir voru allir á bílastæðum kirkju í Vancouver í Washington. Samkvæmt bandarísku fréttastöðinni KPTV sögðu sumir gestanna að þeir teldu þjófa fylgjast með auglýsingum um jarðafarir í blöðum og á netinu. Erlent 25.11.2007 15:42 Lést eftir skot úr rafstuðsbyssu Kanadískur maður lést í gær, fjórum dögum eftir að lögregla notaði Taser rafstuðsbyssu á hann. Maðurinn mun hafa látið illa í verslun samkvæmt upplýsingum lögreglu. Hann er þriðja manneskjan sem deyr á nokkrum vikum í Kanada eftir að verða fyrir skoti úr vopninu. Erlent 25.11.2007 15:10 Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu Sex slökkviliðsmenn eru slasaðir eftir að berjast við skógarelda sem nú geisa í Malibu í Kaliforníu og hafa eyðilagt tæplega 19 ferkílómetra lands. Slökkviliðsmönnum hefur tekist að hemja 25 próesnt eldanna. Arnold Schwarzenegger hefur aftur lýst yfir neyðarástandi eftir að því var aflétt eftir eldana í síðasta mánuði. Erlent 25.11.2007 14:20 Kasparov dæmdur í fangelsi Gary Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var í gærkvöldi dæmdur í fimm daga fangelsi fyrir mótþróa við handtöku og að hafa skipulagt ólögleg mótmæli í Moskvu í gær. Erlent 25.11.2007 11:07 10 þúsund íbúar Malibu snúa aftur Um tíu þúsund íbúar í Malibú í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum fengu að snúa aftur heim í morgun eftir að þeim varð gert að flýja undan skógareldum í gær. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki en um 35 heimili hafa orðið eldinum að bráð. Rúmlega átján ferkílómetra landsvæði hefur brunnið. Erlent 25.11.2007 10:59 Handtóku 2000 stuðningsmenn Sharifs Nærri tvö þúsund stuðningmenn Nawaz Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, voru handtekinir í Lahore í morgun. Sharif er væntanlegur aftur til heimalands síns fyrir hádegi í dag. Hann hefur verið í útlegð í Sádí Arabíu síðan 2000. Ári áður rændi Pervez Musharraf, núverandi forseti og yfirmaður pakistanska hersins, völdum í landinu og bolaði Sharif úr forsætisráðherraembættinu. Erlent 25.11.2007 10:53 Skóli utan Gautaborgar brann til kaldra kola Grunnskóli í Gråbo í Lerum - rétt utan við Gautaborg í Svíþjóð - brann til kaldra kola í morgun. Talið er að kveikt hafi verið í skólahúsinu. Eldurinn kviknaði á fimmta tímanum í morgun og réðu slökkvuliðsmenn ekki við neitt. Enn logar í rústum skólabyggingarinnar og er óttast að eldtungurnar teygi sig í nærliggjandi hús. Allt er gert til að koma í veg fyrir það. Erlent 25.11.2007 10:27 Rudd tekur við sem forsætisráðherra Ástralíu Kevin Rudd og Verkamannaflokkur Ástralíu sem hefur verið í stjórnarandstöðu vann þingkosningar í landinu með miklum yfirburðum í dag. John Howard sem verið hefur forsætisráðherra í 11 ár hverfur úr embætti og á einnig á hættu að missa þingsæti sitt. Erlent 24.11.2007 21:24 Hafna kínverskum friðargæsluliðum í Darfur Uppreisnarmenn í Darfur í Súdan hafa krafist þess að friðargæsluliðar frá Kína yfirgefi héraðið aðeins klukkutímum eftir komu 135 kínverskra verkfræðinga. Þeir komu til Darfur í dag til að undirbúa komu 26 þúsund friðargæsluliða á vegum Sameinuðu þjóðanna og Afríkubandalagsins. Erlent 24.11.2007 21:07 Bandaríkjamenn kaupóðir á kauplausa deginum Kaupum ekkert dagurinn, er í dag. Þessum alþjóðlega baráttudegi er stefnt til höfuðs neysluhyggju og hann haldinn í 65 löndum, þar á meðal á Íslandi. Reyndar var hann í Bandaríkjunum í gær - á einum mesta verslunardegi ársins þar í landi. Bandaríkjamenn höfðu þessi alþjóðlegu tilmæli að engu og keyptu sem aldrei fyrr. Fyrsta stóra verslunarhelgin fyrir jól byrjaði þá fyrir dögun og stendur nú sem hæst. Erlent 24.11.2007 18:42 Explorer sökk eftir árekstur við ísjaka Kanadíska farþega- og rannsóknarskipið Explorer - sem sigldi á ísjaka á Suðuríshafi, nærri Syðri Hjaltlandseyjum, í gærmorgun - sökk í dag. Skipið hafði legið á hliðinni og vonir bundnar við að það myndi ekki sökkva þar sem það væri sérstaklega styrkt. Erlent 24.11.2007 17:46 Kasparov handtekinn í Moskvu Íslandsvinurinn, skákmeistarinn og leiðtogi stjórnarandstöðuflokks í Rússlandi, Garry Kasparov var handtekinn fyrr í dag í mótmælaaðgerðum í Moskvu. Fleiri andstæðingar Vladimir Putins forseta sem tóku þátt í mótmælunum voru einnig handteknir. Mótmælin voru skipulögð af flokki heimsmeistarans, Annað Rússland. Erlent 24.11.2007 16:16 Flensusprautan virkar ekki sem skyldi Flensa gæti orðið tugum þúsunda Breta að bana í vetur og bólusetning gerir lítið til að forða því. Þetta segir Graeme Laver læknir sem þróaði flensusprautuna og telur að sérstaklega slæmur flensufaraldur sé í uppsiglingu. Erlent 24.11.2007 15:58 Howard tapaði forsætisráðherraembætti Ástralar skiptu um forsætisráðherra í morgun. Kosið var til þings í nótt. John Howard, forsætisráðherra síðustu ellefu ára, tapaði embættinu og virðist ekki halda þingsæti sínu í þokkabót. Erlent 24.11.2007 12:58 Útlit fyrir átök í Líbanon Útlit er fyrir hörð átök í Líbanon á næstu dögum. Emil Lahoud, forseti landsins, lét af embætti í gærkvöldi og enginn skipaður í hans stað. Stríðandi fylkingum á þingi tókst ekki að velja nýjan forseta og hvetur Lahoud herinn til að grípa til sinna ráða. Erlent 24.11.2007 12:56 15 ára stúlka í fangaklefa með karlmönnum Fimmtán ára stúlku var nauðgað ítrekað í fangelsi í Brasilíu þar sem hún var í haldi í margar vikur fyrir þjófnað. Henni var komið fyrir í klefa með tuttugu og einum manni. Yfirmenn í fangelsinu munu hafa vitað af misnotkuninni en ekki gert neitt í málinu. Erlent 24.11.2007 12:50 Fjarvistarsönnun kærustu Murats stenst ekki Fjarvistarsönnun Michaelu Walczuch kærustu Robert Murats sem fyrstur var grunaður í Madeleine-málinu reyndist ekki á rökum reist samkvæmt nýjustu upplýsingum. Hún hefur sagst hafa verið á fundi Votta Jehóva þegar Madeleine hvarf en nú segir meðlimur söfnuðarins að svo hafi ekki verið. Erlent 24.11.2007 11:33 35 létust í sprengjuárás í Pakistan Minnst 35 týndu lífi og fjölmargir særðust í tveimur sjálfsvígssprengjuárásum í Ravalpindí nærri höfuðborginni Íslamabad í Pakistan í morgun. Höfuðstöðvar pakistanska hersins eru í Ravalpindí. Önnur árásin var gerð á rútu sem var að flytja sérsveitarmenn og hin á varðstöð hersins. Erlent 24.11.2007 10:28 Forsetalaust í Líbanon Líbanar eru nú án forseta en kjörtímabili Emils Lahouds, bandamanns Sýrlendinga, lauk skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Hann yfirgaf því forsetahöllina í nótt. Stríðandi fylkingum á þingi tókst ekki að velja arftaka hans í gær og því var kjöri frestað um viku. Erlent 24.11.2007 10:21 Útlit fyrir forsætisráðherraskipti í Ástralíu Útlit er fyrir að forsætisráðherraskipti verði í Ástralíu í dag. Talning atkvæða í þingkosningum þar í landi er langt komin og benda fyrstu tölur til þess að dagar Johns Howards í embætti séu taldir. Hann og Frjálslyndi flokkur hans hafa verið við völd í ellefu ár. Erlent 24.11.2007 10:16 Sex afgönsk skólabörn féllu í sjálfsvígsárás Sex skólabörn týndu lífi og níu særðust, þar af þrír ítalskir starfsmenn mannúðarsamtaka, í sjálfsvígssprengjuárás í úthverfi Kabúl, höfuðborgar Afganistans, í morgun. Börnin voru að ganga út úr skólabyggingu nærri brú sem Ítölsku hjálparstarfsmennirnir aðstoðuðu við byggingu á. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp rétt við brúnna. Erlent 24.11.2007 10:05 Byssumaður myrti fyrrverandi eiginkonu og þrjú börn sín Fertugur byssumaður myrti fyrrverandi eiginkonu sína og þrjú börn þeirra í almenningsgarði í Maryland í Bandaríkjunum í gær. Lögregluþjónar fundu líkin í gærkvöld við eftirlit í garðinum. Börnin voru á leið til föður síns þegar hann framdi voðaverkið og ætluðu að dvelja hjá honum um stund. Hjónin skildu árið 2005 eftir stormasamt hjónaband og mikið heimilisofbeldi. Erlent 23.11.2007 22:10 Líbönum mistekst að kjósa forseta Líbönskum þingmönnum mistókst í dag að kalla saman fund til að kjósa nýjan forseta. Kjörtímabili Emile Lahoud núverandi forseta lýkur á miðnætti í kvöld. Þingmenn stjórnarflokkanna höfðu vonað að hægt yrði að kjósa, en stjórnarandstaðan sem er höll undir Sýrland varð til þess að ekki náðist tilskilinn meyrihluti til að kjósa. Erlent 23.11.2007 19:29 Rafstuð fyrir hraðakstur Það er heitt undir löggæsluyfirvöldum í Utah í Bandaríkjunum eftir að lögreglumaður þar varð uppvís af því að nota rafstuðbyssu á ökumann sem tekinn var fyrir of hraðan akstur. Myndband af atvikinu - sem varð í september síðastliðnum - var birt á netsíðunni YouTube í vikunni og hefur valdið fjaðrafoki. Erlent 23.11.2007 19:15 Varað við bjartsýni Ísraelar og Palestínumenn hafa ekki náð samkomulagi um dagskrá friðarráðstefnu í Maryland í Bandaríkjunum í næstu viku. Ríki Arababandalagsins boðuðu flest komu sína í dag og allt er nú reynt til að tryggja að Sýrlendingar mæti. Erlent 23.11.2007 19:00 Sagður þurfa kraftaverk John Howard - næst þaulsetnasti forsætisráðherra Ástralíu - berst nú fyrir pólitísku lífi sínu daginn fyrir þingkosningar í landinu. Því er spáð að Verkamannaflokkur Kevins Rudds fari með sigur af hólmi. Erlent 23.11.2007 19:00 IKEA innkallar eitraðar dýnur IKEA í Þýskalandi hefur innkallað tvær eitraðar dýnutegundir í fjórum löndum. Sams konar dýnur eru seldar hér á landi en þær munu ekki vera eitraðar. Erlent 23.11.2007 18:45 Óttast að borgarastyrjöld brjótist út Óttast er að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Andstæðum fylkingum á þingi tókst ekki að velja forseta í dag og landið því forsetalaust frá miðnætti. Her landsins er í viðbragðsstöðu. Erlent 23.11.2007 18:45 Sádi-Arabar taka þátt í friðarráðstefnu Sádi-Arabar segjast munu taka þátt í friðarráðstefnu Miðausturlanda sem fram fer í Annapolis í Bandaríkjunum í næstu viku. Saud al-Faisal prins og utanríkisráðherra Sádi-Arabíu sagði að hann myndi fara á ráðstefnuna í Maryland, en að það yrðu engar „leiksýningar“ með ísraelskum embættismönnum. Erlent 23.11.2007 18:28 « ‹ ›
Sýrlendingar tilkynna þátttöku á friðarfundi Sýrlendingar tilkynntu í dag að þeir ætluðu að senda fulltrúa á ráðstefnu um frið fyrir botni Miðjarðahafs sem hefst í Maryland-ríki í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Forseti Palestínumanna og forsætisráðherra Ísraels eru komnir til Annapolis - þar sem fundurinn er haldinn. Erlent 25.11.2007 16:34
Rændu gesti í jarðaför Sorg breyttist í vantrú þegar gestir í jarðaför í Bandaríkjunum komust að því að brotist hafði verið inn í sex bíla á meðan athöfninni stóð. Bílarnir voru allir á bílastæðum kirkju í Vancouver í Washington. Samkvæmt bandarísku fréttastöðinni KPTV sögðu sumir gestanna að þeir teldu þjófa fylgjast með auglýsingum um jarðafarir í blöðum og á netinu. Erlent 25.11.2007 15:42
Lést eftir skot úr rafstuðsbyssu Kanadískur maður lést í gær, fjórum dögum eftir að lögregla notaði Taser rafstuðsbyssu á hann. Maðurinn mun hafa látið illa í verslun samkvæmt upplýsingum lögreglu. Hann er þriðja manneskjan sem deyr á nokkrum vikum í Kanada eftir að verða fyrir skoti úr vopninu. Erlent 25.11.2007 15:10
Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu Sex slökkviliðsmenn eru slasaðir eftir að berjast við skógarelda sem nú geisa í Malibu í Kaliforníu og hafa eyðilagt tæplega 19 ferkílómetra lands. Slökkviliðsmönnum hefur tekist að hemja 25 próesnt eldanna. Arnold Schwarzenegger hefur aftur lýst yfir neyðarástandi eftir að því var aflétt eftir eldana í síðasta mánuði. Erlent 25.11.2007 14:20
Kasparov dæmdur í fangelsi Gary Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var í gærkvöldi dæmdur í fimm daga fangelsi fyrir mótþróa við handtöku og að hafa skipulagt ólögleg mótmæli í Moskvu í gær. Erlent 25.11.2007 11:07
10 þúsund íbúar Malibu snúa aftur Um tíu þúsund íbúar í Malibú í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum fengu að snúa aftur heim í morgun eftir að þeim varð gert að flýja undan skógareldum í gær. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki en um 35 heimili hafa orðið eldinum að bráð. Rúmlega átján ferkílómetra landsvæði hefur brunnið. Erlent 25.11.2007 10:59
Handtóku 2000 stuðningsmenn Sharifs Nærri tvö þúsund stuðningmenn Nawaz Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, voru handtekinir í Lahore í morgun. Sharif er væntanlegur aftur til heimalands síns fyrir hádegi í dag. Hann hefur verið í útlegð í Sádí Arabíu síðan 2000. Ári áður rændi Pervez Musharraf, núverandi forseti og yfirmaður pakistanska hersins, völdum í landinu og bolaði Sharif úr forsætisráðherraembættinu. Erlent 25.11.2007 10:53
Skóli utan Gautaborgar brann til kaldra kola Grunnskóli í Gråbo í Lerum - rétt utan við Gautaborg í Svíþjóð - brann til kaldra kola í morgun. Talið er að kveikt hafi verið í skólahúsinu. Eldurinn kviknaði á fimmta tímanum í morgun og réðu slökkvuliðsmenn ekki við neitt. Enn logar í rústum skólabyggingarinnar og er óttast að eldtungurnar teygi sig í nærliggjandi hús. Allt er gert til að koma í veg fyrir það. Erlent 25.11.2007 10:27
Rudd tekur við sem forsætisráðherra Ástralíu Kevin Rudd og Verkamannaflokkur Ástralíu sem hefur verið í stjórnarandstöðu vann þingkosningar í landinu með miklum yfirburðum í dag. John Howard sem verið hefur forsætisráðherra í 11 ár hverfur úr embætti og á einnig á hættu að missa þingsæti sitt. Erlent 24.11.2007 21:24
Hafna kínverskum friðargæsluliðum í Darfur Uppreisnarmenn í Darfur í Súdan hafa krafist þess að friðargæsluliðar frá Kína yfirgefi héraðið aðeins klukkutímum eftir komu 135 kínverskra verkfræðinga. Þeir komu til Darfur í dag til að undirbúa komu 26 þúsund friðargæsluliða á vegum Sameinuðu þjóðanna og Afríkubandalagsins. Erlent 24.11.2007 21:07
Bandaríkjamenn kaupóðir á kauplausa deginum Kaupum ekkert dagurinn, er í dag. Þessum alþjóðlega baráttudegi er stefnt til höfuðs neysluhyggju og hann haldinn í 65 löndum, þar á meðal á Íslandi. Reyndar var hann í Bandaríkjunum í gær - á einum mesta verslunardegi ársins þar í landi. Bandaríkjamenn höfðu þessi alþjóðlegu tilmæli að engu og keyptu sem aldrei fyrr. Fyrsta stóra verslunarhelgin fyrir jól byrjaði þá fyrir dögun og stendur nú sem hæst. Erlent 24.11.2007 18:42
Explorer sökk eftir árekstur við ísjaka Kanadíska farþega- og rannsóknarskipið Explorer - sem sigldi á ísjaka á Suðuríshafi, nærri Syðri Hjaltlandseyjum, í gærmorgun - sökk í dag. Skipið hafði legið á hliðinni og vonir bundnar við að það myndi ekki sökkva þar sem það væri sérstaklega styrkt. Erlent 24.11.2007 17:46
Kasparov handtekinn í Moskvu Íslandsvinurinn, skákmeistarinn og leiðtogi stjórnarandstöðuflokks í Rússlandi, Garry Kasparov var handtekinn fyrr í dag í mótmælaaðgerðum í Moskvu. Fleiri andstæðingar Vladimir Putins forseta sem tóku þátt í mótmælunum voru einnig handteknir. Mótmælin voru skipulögð af flokki heimsmeistarans, Annað Rússland. Erlent 24.11.2007 16:16
Flensusprautan virkar ekki sem skyldi Flensa gæti orðið tugum þúsunda Breta að bana í vetur og bólusetning gerir lítið til að forða því. Þetta segir Graeme Laver læknir sem þróaði flensusprautuna og telur að sérstaklega slæmur flensufaraldur sé í uppsiglingu. Erlent 24.11.2007 15:58
Howard tapaði forsætisráðherraembætti Ástralar skiptu um forsætisráðherra í morgun. Kosið var til þings í nótt. John Howard, forsætisráðherra síðustu ellefu ára, tapaði embættinu og virðist ekki halda þingsæti sínu í þokkabót. Erlent 24.11.2007 12:58
Útlit fyrir átök í Líbanon Útlit er fyrir hörð átök í Líbanon á næstu dögum. Emil Lahoud, forseti landsins, lét af embætti í gærkvöldi og enginn skipaður í hans stað. Stríðandi fylkingum á þingi tókst ekki að velja nýjan forseta og hvetur Lahoud herinn til að grípa til sinna ráða. Erlent 24.11.2007 12:56
15 ára stúlka í fangaklefa með karlmönnum Fimmtán ára stúlku var nauðgað ítrekað í fangelsi í Brasilíu þar sem hún var í haldi í margar vikur fyrir þjófnað. Henni var komið fyrir í klefa með tuttugu og einum manni. Yfirmenn í fangelsinu munu hafa vitað af misnotkuninni en ekki gert neitt í málinu. Erlent 24.11.2007 12:50
Fjarvistarsönnun kærustu Murats stenst ekki Fjarvistarsönnun Michaelu Walczuch kærustu Robert Murats sem fyrstur var grunaður í Madeleine-málinu reyndist ekki á rökum reist samkvæmt nýjustu upplýsingum. Hún hefur sagst hafa verið á fundi Votta Jehóva þegar Madeleine hvarf en nú segir meðlimur söfnuðarins að svo hafi ekki verið. Erlent 24.11.2007 11:33
35 létust í sprengjuárás í Pakistan Minnst 35 týndu lífi og fjölmargir særðust í tveimur sjálfsvígssprengjuárásum í Ravalpindí nærri höfuðborginni Íslamabad í Pakistan í morgun. Höfuðstöðvar pakistanska hersins eru í Ravalpindí. Önnur árásin var gerð á rútu sem var að flytja sérsveitarmenn og hin á varðstöð hersins. Erlent 24.11.2007 10:28
Forsetalaust í Líbanon Líbanar eru nú án forseta en kjörtímabili Emils Lahouds, bandamanns Sýrlendinga, lauk skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Hann yfirgaf því forsetahöllina í nótt. Stríðandi fylkingum á þingi tókst ekki að velja arftaka hans í gær og því var kjöri frestað um viku. Erlent 24.11.2007 10:21
Útlit fyrir forsætisráðherraskipti í Ástralíu Útlit er fyrir að forsætisráðherraskipti verði í Ástralíu í dag. Talning atkvæða í þingkosningum þar í landi er langt komin og benda fyrstu tölur til þess að dagar Johns Howards í embætti séu taldir. Hann og Frjálslyndi flokkur hans hafa verið við völd í ellefu ár. Erlent 24.11.2007 10:16
Sex afgönsk skólabörn féllu í sjálfsvígsárás Sex skólabörn týndu lífi og níu særðust, þar af þrír ítalskir starfsmenn mannúðarsamtaka, í sjálfsvígssprengjuárás í úthverfi Kabúl, höfuðborgar Afganistans, í morgun. Börnin voru að ganga út úr skólabyggingu nærri brú sem Ítölsku hjálparstarfsmennirnir aðstoðuðu við byggingu á. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp rétt við brúnna. Erlent 24.11.2007 10:05
Byssumaður myrti fyrrverandi eiginkonu og þrjú börn sín Fertugur byssumaður myrti fyrrverandi eiginkonu sína og þrjú börn þeirra í almenningsgarði í Maryland í Bandaríkjunum í gær. Lögregluþjónar fundu líkin í gærkvöld við eftirlit í garðinum. Börnin voru á leið til föður síns þegar hann framdi voðaverkið og ætluðu að dvelja hjá honum um stund. Hjónin skildu árið 2005 eftir stormasamt hjónaband og mikið heimilisofbeldi. Erlent 23.11.2007 22:10
Líbönum mistekst að kjósa forseta Líbönskum þingmönnum mistókst í dag að kalla saman fund til að kjósa nýjan forseta. Kjörtímabili Emile Lahoud núverandi forseta lýkur á miðnætti í kvöld. Þingmenn stjórnarflokkanna höfðu vonað að hægt yrði að kjósa, en stjórnarandstaðan sem er höll undir Sýrland varð til þess að ekki náðist tilskilinn meyrihluti til að kjósa. Erlent 23.11.2007 19:29
Rafstuð fyrir hraðakstur Það er heitt undir löggæsluyfirvöldum í Utah í Bandaríkjunum eftir að lögreglumaður þar varð uppvís af því að nota rafstuðbyssu á ökumann sem tekinn var fyrir of hraðan akstur. Myndband af atvikinu - sem varð í september síðastliðnum - var birt á netsíðunni YouTube í vikunni og hefur valdið fjaðrafoki. Erlent 23.11.2007 19:15
Varað við bjartsýni Ísraelar og Palestínumenn hafa ekki náð samkomulagi um dagskrá friðarráðstefnu í Maryland í Bandaríkjunum í næstu viku. Ríki Arababandalagsins boðuðu flest komu sína í dag og allt er nú reynt til að tryggja að Sýrlendingar mæti. Erlent 23.11.2007 19:00
Sagður þurfa kraftaverk John Howard - næst þaulsetnasti forsætisráðherra Ástralíu - berst nú fyrir pólitísku lífi sínu daginn fyrir þingkosningar í landinu. Því er spáð að Verkamannaflokkur Kevins Rudds fari með sigur af hólmi. Erlent 23.11.2007 19:00
IKEA innkallar eitraðar dýnur IKEA í Þýskalandi hefur innkallað tvær eitraðar dýnutegundir í fjórum löndum. Sams konar dýnur eru seldar hér á landi en þær munu ekki vera eitraðar. Erlent 23.11.2007 18:45
Óttast að borgarastyrjöld brjótist út Óttast er að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Andstæðum fylkingum á þingi tókst ekki að velja forseta í dag og landið því forsetalaust frá miðnætti. Her landsins er í viðbragðsstöðu. Erlent 23.11.2007 18:45
Sádi-Arabar taka þátt í friðarráðstefnu Sádi-Arabar segjast munu taka þátt í friðarráðstefnu Miðausturlanda sem fram fer í Annapolis í Bandaríkjunum í næstu viku. Saud al-Faisal prins og utanríkisráðherra Sádi-Arabíu sagði að hann myndi fara á ráðstefnuna í Maryland, en að það yrðu engar „leiksýningar“ með ísraelskum embættismönnum. Erlent 23.11.2007 18:28