Erlent

Til í vopnavald gegn stjórn Baracks Obama

Frambjóðandi til bandaríkjaþings sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hann útilokaði ekki að steypa ríkisstjórn Baracks Obama með vopnavaldi ef ekki tækist að koma henni frá í kosningum.

Erlent

Breskur kjarnorkukafbátur strandaður

Breskur kjarnorkukafbátur er strandaður við Isle of Sky undan strönd Skotlands. Varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að kafbáturinn HMS Astute sé far fastur á klettum.

Erlent

Lífverðir sendir að heimili Rooneys

Manchester United sendi í gærkvöldi tíu öryggisverði að heimili Wayne Rooneys eftir að stuðningsmenn liðsins mættu þangað til þess að mótmæla væntanlegu brotthvarfi hans.

Erlent

Öflugur jarðskjálfti í Mexíkó

Öflugur jarðskjálfti varð á Kaliforníuskaganum í Mexíkó í gærkvöldi. Skjálftinn mældist 6,9 á richter og samkvæmt upplýsingum frá bandarísku jarðfræðistofnuninni voru upptök hans í Kaliforníuflóa á um 10 km dýpi.

Erlent

Kjarnorkuhnappurinn hvarf úr fórum Bill Clinton

Hershöfðinginn Hugh Shelton, fyrrum yfirmaður bandaríska herrráðsins, segir að lykilgögn bandaríkjaforseta til að hefja kjarnorkustríð hafi týnst svo mánuðum skiptir þegar Bill Clinton gengdi forsetastöðunni.

Erlent

Stráksi verður enn að bíða

Hinn 82 ára gamli Hosni Mubarak ætlar sér að halda áfram í embætti forseta Egyptalands. Hann hefur gegnt því embætti í nær þrjátíu ár.

Erlent

Moskva fordæmd og sektuð

Mannréttindadómstóll Evrópu fordæmdi í dag Moskvuborg fyrir að brjóta á réttindum samkynhneigðra. Dómstóllinn segir að borgin hafi bannað gleðigöngur árin 2006, 2007 og 2008 eingöngu vegna óvildar í garð samkynhneigðra.

Erlent

Talibanar fá mikið fé frá Vesturlöndum

Einn af foringjum talibana í Afganistan hefur sagt Sky fréttastofunni að þeir sæki mestan fjárstuðning sinn til Bretlands. Það fé sé notað til vopnakaupa og til þess að fjármagna árásir hvar sem er í heiminum.

Erlent

Banvænn ástarþríhyrningur

Belgisk kona hefur verið dæmd í þrjátíu ára fangelsi fyrir að vinna skemmdarverk á fallhlíf keppinautar síns um ástir manns sem þær áttu báðar í ástarsambandi við. Þessi ástarþríhyrningur var allur í sama fallhlífaklúbbnum.

Erlent

Það er dýrt að reykja

Túnisbúi sem var á leið með Ryanair frá Milanó til Oslóar komst að því að mönnum er full alvara með reykingabanni í flugvélum. Nikótínþörfin bar hann ofurliði á leiðinni og hann laumaðist til þess að kveikja sér í sígarettu á klósetti vélarinnar. Því var fremur illa tekið.

Erlent

Fréttamenn TV2 hafa áhyggjur af þrýstingi

Fréttamenn hjá dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 hafa miklar áhyggjur af því að stjórnendur hennar hafi verið beittir þrýstingi til þess að láta eyða upptöku af ergilegum viðbrögðum Lars Lykke forsætisráðherra þegar fréttamaður stöðvarinnar reyndi að taka viðtal við hann.

Erlent

Clinton tókst á við framíkallara -myndband

Bill Clinton hefur alltaf þótt með snjallari ræðumönnum. Hann er einnig þekktur fyrir að halda ró sinni þegar eitthvað gengur á. Hann átti því ekki í neinum sérstökum vandræðum þegar einhver dólgur reyndi að, trufla með framíköllum þegar forsetinn fyrrverandi var að flytja ræðu í St. Petersburg í Flórída á dögunum.

Erlent

Krikketmógúll vísar Íslandsáhuga á bug

Lögmaður indverska krikketmógúlsins Lalit Modi hefur nú vísað því á bug sem helberum lygum að Modi vilji fá íslenskan ríkisborgararétt. Mikið hefur verið fjallað um málið á Indlandi síðustu daga en fullyrt var í fjölmiðlum að Modi hafi ætlað að reyna að nota góð tengsl eiginkonu sinnar, Minal Modi, við Dorit Moussaieff forsetafrú til að útvega sér dvalarleyfi á Íslandi.

Erlent

Arabiskur prins í lífstíðar fangelsi

Saudi-Arabiskur prins hefur verið dæmdur lífstíðar fangelsi í Bretlandi fyrir að misþyrma og myrða þjón sinn á hóteli í Lundúnum. Prinsinn er 34 ára gamall. Afi hans er bróðir konungs Saudi-Arabíu.

Erlent