Erlent

Cameron og Sarkozy heimsækja Líbíu

David Cameron forsætisráðherra Bretlands og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti eru nú staddir í Líbíu en þeir eru háttsettustu leiðtogar vestrænna ríkja sem heimsótt hafa landið frá því einræðisherranum Gaddafí var komið frá völdum.

Erlent

Duftið grunsamlega líklega úr slökkvitæki

Líkur eru taldar á því að duftið grunsamlega sem fannst á kjörstað í Danmörku í morgun hafi verið úr duftslökkvitækjum en eldur kom upp í skólanum fyrir nokkrum árum. Duftið sáldraðist út úr rafmagnsdós í morgun þegar rafvirki var að vinna í skólanum. Hann sýndi einskonar ofnæmisviðbrögð við duftinu og það gerðu tveir einstaklingar aðrir sem komu að og því var ákveðið að rýma skólann. Duftið er þó enn í rannsókn og hefur kjörstaður hverfisins verið færður í nærliggjandi kirkju.

Erlent

Kjörstaður rýmdur í Danmörku

Grunnskóli í Nykøbing í Danmörku, sem er kjörstaður í dag, var rýmdur í morgun þegar að þar fannst grunsamlegt duft. Eins og kunnugt er fara fram þingkosningar í Danmörku í dag. Skólanum var lokað um klukkan korter yfir níu að íslenskum tíma, eftir því sem danska ríkisútvarpið greinir frá. Fjórir til fimm einstaklingar eru slappir eftir að hafa komist í tæri við efnið, segir danska lögreglan. Kjörstaðurinn verður lokaður þar til menn hafa áttað sig á því hvað þarna er á seyði. Götur umhverfis skólann hafa einnig verið girtar af.

Erlent

Eldur í norskri ferju - fimm á sjúkrahús

Eldur kom upp norskri ferju, Hurtigruten Nordlys, þegar hún var á siglingu rétt hjá Álasundi í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og 100 manns var komið í björgunarbáta. Ferjan er nú komin að bryggju í Álasundi og berjast slökkviliðsmenn við eldinn sem kom upp í vélarrúmi skipsins. Verið er að rýma nokkur hverfi í Álasundi þar sem menn óttast að reykurinn frá ferjunni innihaldi skaðleg efni. 262 voru um borð í skipinu þegar eldurinn kom upp.

Erlent

Reynt að fá Palestínumenn til að hætta við umsókn

Bandarískir og evrópskir diplómatar gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til þess að fá Palestínumenn til þess að hætta við umsókn sína að Sameinuðu þjóðunum. Háttsettir menn í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna eru í Palestínu ásamt Catherine Ashton sem fer með utanríkismál Evrópusambandsins og Tony Blair sérstaks erindreka kvartettsins svokallaða.

Erlent

Danir ganga til kosninga

Kjörstaðir voru opnaðir í Danmörku klukkan sjö í morgun en Danir ganga nú til þingkosninga. Allar kannanir benda til þess að vinstri flokkar nái meirihluta á þinginu með jafnaðarmenn í broddi fylkingar.

Erlent

Grikkland ekki að kasta evrunni

Grikkland er óaðskiljanlegur hluti af evrusvæðinu og önnur Evrópuríki munu hjálpa Grikkjum til að koma í veg fyrir að landið fari í greiðsluþrot. Þetta er niðurstaða símafundar leiðtoga Grikklands, Þýskalands og Frakklands í gær.

Erlent

Neytendafrömuður í framboð

Elizabeth Warren tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram fyrir demókrata í Massachusetts-ríki í kjöri til öldungadeildar Bandaríkjaþings á næsta ári. Warren er lögfræðiprófessor, landsþekkt fyrir baráttu að neytendamálum. Hún var ráðgjafi Baracks Obama forseta í þeim málum.

Erlent

Cameron og Sarkozy heimsækja Líbíu

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, munu heimsækja Líbíu á morgun. Þeir verða fyrstu erlendur ráðamennirnir til að heimsækja landið eftir að uppreisnarmenn tóku þar völd og steyptu Muammar Gaddafi af stóli.

Erlent

Vilja reyklausar sígarettur

Ráðgjafateymi ríkisstjórnar Bretlands hvetur til þess að fólk noti reyklausar sígarettur. Umræddar sígarettur eru bannaðar í ýmsum löndum, en teymið telur að þær geti bjargað tugþúsundum lífa á ári.

Erlent

Sýna uppreisnarmönnum Sýrlands stuðning

Sendiherrar átta vestrænna ríkja sýndu fordæmislausan stuðning við mótmælendur í Sýrlandi síðastliðinn Sunnudag. Það gerðu þeir með því að mæta í bænarhald og sorgarathöfn vegna dauða mótmælanda sem talinn er hafa verið pyntaður af yfirvöldum landsins.

Erlent

Kenna Haqqani samtökunum um árásirnar í Kabúl

Bandaríkjamenn kenna samtökum sem kalla sig Haqqani-samtökin (The Haqqani network) um árásirnar í Kabúl í Afghanistan í gær. Haqqani samtökin eru að verða einir harðsvíruðustu óvinir Bandaríkjamanna. Þau tengjast Al Qaeda samtökunum.

Erlent

Merkel og Sarkozy hughreysta Grikki

Leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Grikklands segja að Grikkland sé óaðskiljanlegur hluti af evrusvæðinu. Þessi yfirlýsing kom eftir símtal milli George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands.

Erlent

Gefur út bók með SMS-um síðustu tólf ára

Tracey Moberly, fjörutíu og sjö ára gamall listamaður frá Lundúnum, hefur aldrei eytt textaskilaboði eftir að hún fékk símann sinn árið 1999. Nú tólf árum síðar ætlar hún að gefa út bók með öllum skilaboðunum.

Erlent

Facebook-tvíburarnir leika í auglýsingu

Cameron og Tyler Winklevoss, tvíburabræðurnir sem telja sig eiga hugmynda að baki Facebook, eru nú farnir að birtast á sjónvarpsskjám Bandríkjamanna. Þeir leika í auglýsingu fyrir fyrirtæki sem selur hnetur.

Erlent

Alþjóðleg barátta gegn berklum að hefjast

Áætlað er að fara af stað með sérstakt átak í 53 ríkjum í Evrópu til þess að takast á við berkla í Evrópu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að berklar séu orðið vandamál sem ástæða sé til að varast. Flest berklatilvikin hafa komið upp í Austur-Evrópu en í Vestur-Evrópu hafa einnig komið upp nokkur tilvik, flest þeirra í Lundúnum.

Erlent

Martin Luther King var undir áhrifum við útför Kennedys

Hljóðupptökur af Jackie Kennedy, sem teknar voru upp fáeinum mánuðum eftir að eiginmaður hennar, John F. Kennedy, var myrtur hafa nú verið gerðar opinberar í fyrsta skipti. Hljóðupptökurnar eru af viðtölum sem Arthur Schlesinger, sagnfræðingur Hvíta hússins, átti við hana. Á upptökunum má heyra að hún lýsir Martin Luther King sem hræðilegum manni. King er, sem kunnugt er, þekktastur fyrir baráttu sinni fyrir réttindum blökkumanna í Bandaríkjunum.

Erlent

Gekk berserksgang með exi

Kínverskur maður er nú í haldi lögreglu eftir að hann banaði ungri stúlku og þremur fullorðnum með exi í borginni Gongyi í morgun. Tveir aðrir eru alvarlega slasaðir. Árásin átti sér stað nálægt leikskóla en maðurinn, sem er þrjátíu ára gamall bóndi, er talinn eiga við geðræn vandamál að stríða. Í síðasta mánuði slösuðust átta ung börn þegar að leikskólakennari í Sjanghæ skar þau með hníf.

Erlent

Palestínumenn búa sig undir sjálfstæði

Á miðvikudaginn í næstu viku, þegar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna verður sett í New York, ætla Palestínumenn að fara fram á viðurkenningu á stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna.

Erlent

Matarolía búin til úr skólpvatni

Kínversk yfirvöld greindu frá því í gær að 32 félagar glæpagengis hefðu verið handteknir í héraðinu Zhejiang fyrir að hafa búið til matarolíu úr skólpvatni. Jafnframt lagði lögreglan hald á 100 tonn af „skólpolíu“. Hinir handteknu höfðu fengið hráefnið í eigin matarolíu úr skurðum og skólprörum við veitingastaði.

Erlent

Samkynhneigðir fengju að giftast

Útlit er fyrir að meirihluti myndist á danska þinginu fyrir því að leyfa hjónabönd fólks af sama kyni. Þetta kemur fram í frétt dagblaðsins Urban, sem byggir á spurningalista sem lagður var fyrir frambjóðendur til þingkosninganna sem fara fram á morgun.

Erlent