Palestínumenn búa sig undir sjálfstæði 14. september 2011 07:30 Erlendir ferðamenn í Ramallah sýna táknrænan stimpil með merki sjálfstæðs Palestínuríkis, sem þeir fengu hjá palestínskum baráttumönnum. Mynd/AFPf Á miðvikudaginn í næstu viku, þegar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna verður sett í New York, ætla Palestínumenn að fara fram á viðurkenningu á stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, gengur þá væntanlega á fund Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og leggur fram formlega beiðni um viðurkenningu. Ísraelskum stjórnvöldum líst ekki alls kostar á þessi áform, sem fela í sér ósk um viðurkenningu á landamærum Palestínu og Ísraels eins og þau voru árið 1967, áður en Ísraelar hertóku Vesturbakkann og Gasasvæðið. Litlar líkur eru reyndar á því að Palestínumenn hljóti viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna sem fullgilt aðildarríki, því til þess þarf samþykki allsherjarráðs Sameinuðu þjóðanna og þar hafa Bandaríkjamenn sagst ætla að beita neitunarvaldi. Palestínumenn eiga hins vegar möguleika á að Allsherjarþingið samþykki að veita Palestínu áheyrnaraðild, sem í sjálfu sér væri aðeins táknræn staða en gæti þó haft óútreiknanleg áhrif á þróun mála í Mið-Austurlöndum. Arabíska vorið svonefnda, sem hófst fyrir níu mánuðum með uppreisn almennings gegn stjórnvöldum í hverju arabaríkinu á fætur öðru, hefur bæði aukið þrýsting á ísraelsk stjórnvöld og skapað vaxandi óvissu um framtíðarmöguleika Ísraelsríkis í miðjum arabaheiminum. Tyrknesk stjórnvöld, sem undanfarin ár höfðu gert sér far um að bæta sambandið við Ísrael, hafa nú allra síðustu vikurnar gagnrýnt ísraelsk stjórnvöld harðlega, ekki síst fyrir að neita að biðjast afsökunar á árásinni á skipalestina sem siglt var frá Tyrklandi til Gasa á síðasta ári. Tyrkir hafa rekið sendiherra Ísraels úr landi og segjast ætla að veita næstu skipalest, sem reyna á að sigla til Gasa á næstunni, herfylgd. Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, sakaði Ísraelsstjórn um að hegða sér eins og spilltur krakki og einangra eigin þjóð með stefnu sinni. „Ísraelar losnar ekki úr einangrun sinni fyrr en þeir fara að haga sér eins og skynsamlegt, ábyrgt, alvarlegt og eðlilegt ríki,“ sagði hann á leiðtogafundi Arababandalagsins í Kaíró í gær. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Á miðvikudaginn í næstu viku, þegar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna verður sett í New York, ætla Palestínumenn að fara fram á viðurkenningu á stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, gengur þá væntanlega á fund Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og leggur fram formlega beiðni um viðurkenningu. Ísraelskum stjórnvöldum líst ekki alls kostar á þessi áform, sem fela í sér ósk um viðurkenningu á landamærum Palestínu og Ísraels eins og þau voru árið 1967, áður en Ísraelar hertóku Vesturbakkann og Gasasvæðið. Litlar líkur eru reyndar á því að Palestínumenn hljóti viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna sem fullgilt aðildarríki, því til þess þarf samþykki allsherjarráðs Sameinuðu þjóðanna og þar hafa Bandaríkjamenn sagst ætla að beita neitunarvaldi. Palestínumenn eiga hins vegar möguleika á að Allsherjarþingið samþykki að veita Palestínu áheyrnaraðild, sem í sjálfu sér væri aðeins táknræn staða en gæti þó haft óútreiknanleg áhrif á þróun mála í Mið-Austurlöndum. Arabíska vorið svonefnda, sem hófst fyrir níu mánuðum með uppreisn almennings gegn stjórnvöldum í hverju arabaríkinu á fætur öðru, hefur bæði aukið þrýsting á ísraelsk stjórnvöld og skapað vaxandi óvissu um framtíðarmöguleika Ísraelsríkis í miðjum arabaheiminum. Tyrknesk stjórnvöld, sem undanfarin ár höfðu gert sér far um að bæta sambandið við Ísrael, hafa nú allra síðustu vikurnar gagnrýnt ísraelsk stjórnvöld harðlega, ekki síst fyrir að neita að biðjast afsökunar á árásinni á skipalestina sem siglt var frá Tyrklandi til Gasa á síðasta ári. Tyrkir hafa rekið sendiherra Ísraels úr landi og segjast ætla að veita næstu skipalest, sem reyna á að sigla til Gasa á næstunni, herfylgd. Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, sakaði Ísraelsstjórn um að hegða sér eins og spilltur krakki og einangra eigin þjóð með stefnu sinni. „Ísraelar losnar ekki úr einangrun sinni fyrr en þeir fara að haga sér eins og skynsamlegt, ábyrgt, alvarlegt og eðlilegt ríki,“ sagði hann á leiðtogafundi Arababandalagsins í Kaíró í gær. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira