Erlent

Krefjast fjögurra ára fangelsi

Saksóknarar fara fram á fjögurra ára fangelsi yfir Conrad Murray en hann var fundinn sekur um manndráp af gáleysi. Hann gaf poppstjörnunni Michael Jackson svefnlyfið propofol sem talið er að hafa dregið hann til dauða.

Erlent

Verkfall lamar Portúgal

Öll flugumferð í Portúgal liggur niðri sem og flestar opinberar samgöngur í landinu eftir að sólarhringslangt allsherjarverkfall hófst í landinu í gærkvöldi.

Erlent

Merkel hafnar hugmyndinni

Angela Merkel Þýskalandskanslari hafnar hugmyndum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í gær til lausnar á skuldavanda evruríkjanna.

Erlent

Málaði risavaxið hraðaskilti á húsið sitt

Húsasmiðurinn Tim Backhouse fékk sig fullsaddann af ökumönnum sem virtu ekki hraðatakmörk í götunni hans. Hann málaði því fimm metra hátt skilti á húsið sitt svo að hraðamörkin myndu ekki fara framhjá neinum.

Erlent

Með stærstu varir í heimi

Ung kona í Rússlandi er hefur fengið þann vafasama heiður að vera með stærstu varir veraldar. Stúlkan segist vera heltekin af teiknimyndapersónunni Jessicu Rabbit og hefur hún því látið sprauta sílíkoni í varir sínar oftar en 100 sinnum.

Erlent

Fílarnir að deyja úr hita í Zimbabve

Mikil hitabylgja hefur nú varað samfleytt í þrjá mánuði í Zimbabve í Afríku og segja náttúruverndarsamtök að 77 fílar hið minnsta hafi drepist úr hita á tímabilinu. Hitinn er svo mikill að vatnsból hafa þurrkast upp en viðvarandi fjörutíu gráða hiti hefur verið á svæðinu undanfarna mánuði. Þá er óttast að mun fleiri dýr hafi drepist í landinu en litlum peningum er varið til náttúruverndar í landinu og því erfitt að fylgjast náið með ástandinu.

Erlent

Fleiri fórnarlömb stíga fram - lokaði sárum með lími

Fleiri fórnarlömb konunnar sem stundaði lýtalækningar án leyfis í Miami í Bandaríkjunum hafa stigið fram. Konan er sögð hafa lofað lögulegum afturenda með því að fylla rasskinnar sjúklinga sinna með sementi og kítti. Í sumun tilfellum lokaði hún sárunum með lími.

Erlent

Ljóðskáld gagnrýnir rafbókavæðingu

Ljóðskáldið Simon Armitage gagnrýndi rafvæðingu bókmennta í gær. Hann sagði að rétt eins og tónlist og kvikmyndum sé nú dreift ólöglega um internetið þá sé það óumflýjanlegt að bækur mæti sömu örlögum.

Erlent

Fordæmir ofbeldið á Tahrir torgi

Mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna, Navanethem Pillay, hefur fordæmt meðhöndlun öryggissveita Egyptalands á mótmælunum sem hófust á Tharir torgi um helgina.

Erlent

Ergelsi hundaeiganda vekur athygli

Myndband af ógæfusömum hundaeiganda nýtur gríðarlegra vinsælda á internetinu. Rúmlega hálf milljón manna hefur horft á myndbandið síðan það birtist á vefsíðunni YouTube 13. nóvember síðastliðinn.

Erlent