Erlent Sveltir sig í Indlandi Tugþúsunda mótmæli í Indlandi sýna engin merki þess þau muni lognast útaf. Mótmælin hófust í gær þegar þekktur aðgerðarsinni þar í landi, Anna Hazare, var hnepptur í fangelsi fyrir mótmæli. Erlent 17.8.2011 15:21 Frumlegt húsnæði til sölu Fimm herbergja hús með forláta grafhvelfingu og beinagrind í kjallaranum er til sölu í Svíþjóð. Húsið var reist kringum 1750 á grunni rússneskrar kirkju. Erlent 17.8.2011 14:45 Viktoría á von á barni Viktoría krónprinsessa Svía er með barni. Þetta staðfesti sænska hirðin í dag en fæðingardagur er áætlaður í mars á næsta ári. Öll konungsfjölskyldan er sögð himinlifandi með tíðindin en þetta verður fyrsta barnabarn Karls Svíakonungs en hann á tvö önnur börn auk Viktoríu. Karl Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar sendi einnig frá sér tilkynningu í dag þar sem fréttunum er fagnað. Erlent 17.8.2011 14:23 Málari í fangelsi fyrir skattsvik Norski listmálarinn Odd Nerdrum var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir gróf skattsvik. Hann er sakfelldur fyrir að selja málverk að andvirði nær 300 milljóna íslenskra króna án þess að gefa það upp til skatts á tímabilinu 1998-2002. Hann var og dæmdur til að greiða 10.000 norskar krónur, sem samsvarar um 210.000 isk, í sekt. Erlent 17.8.2011 13:39 Depardieu pissaði á gólf flugvélar í París Franski stórleikarinn Gerard Depardieu ákvað að láta allt vaða þegar honum var meinað að fara á klósettið í flugvél rétt fyrir flugtak í París í gærkvöldi. Sjónarvottar segja að leikarinn hafi verið nokkuð ölvaður, og þegar hann fékk þau skilaboð frá flugfreyjunni að ekki væri hægt að nota klósettið fyrr en nokkrum mínútum eftir flugtak ákvað hann að míga einfaldlega á gólfið þar sem hann stóð. Erlent 17.8.2011 12:44 Dómar fyrir facebook-færslur Tveir ungir menn í Norður-Englandi voru í gær dæmdir í fjögurra ára fangelsi fyrir að hvetja til óeirða gegnum facebook. Dómana fengu þeir fyrir að búa til event inná síðunni með tíma- og staðsetningu fyrir þá sem vildu taka þátt í óeirðum. Erlent 17.8.2011 11:09 Vilja flýta réttarhöldum yfir Mladic Saksóknarar við stríðsglæpadómstólinn í Haag vilja flýta réttarhöldunum yfir Serbneska hershöfðingjanum Ratko Mladic. Ástæðan ku vera sú að þeir óttast um heilsu Mladic og að hann hrökkvi uppaf meðan á réttarhöldunum stendur. Erlent 17.8.2011 10:01 Breivik í kjólföt Nú á föstudaginn kemur Héraðsdómur í Osló saman til að fjalla um þá kröfu lögreglunnar að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik verði áfram í einangrun. Breivik hefur óskað eftir því að fá að klæðast kjólfötum við réttarhöldin. Erlent 17.8.2011 09:39 Vilja samhæfða stefnu Samhæfðari stefna í efnahagsmálum er að mati Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, nauðsynleg til að verja evruna. Hún lét þessi orð falla í gær eftir fund með Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, en meðal þess sem þau leggja til er sameiginleg hagstjórn á evrusvæðinu. Erlent 17.8.2011 08:45 Sjálfstætt Wales væri 39 prósentum ríkara Ef Wales hefði sagt skilið við Bretland og fengið sjálfstæði þegar Berlínarmúrinn féll, árið 1989, væri það um 39 prósentum ríkara land en það er. Erlent 17.8.2011 08:15 Danir orðnir að þjóð af pilluætum Nærri hálf milljón Dana tekur nú lyf gegn þunglyndi og hefur fjöldi þeirra tvöfaldast frá árinu 1999. Erlent 17.8.2011 08:00 Burt Reynolds að missa hús sitt Gamla Hollywood hetjan Burt Reynolds má muna fífil sinn fegri en banki hefur gert kröfu um að einbýlishús hans í Flórída verði selt á uppboði þar sem Reynolds hefur ekki borgað af húsnæðisláni sem hvílir á því í um eitt ár. Erlent 17.8.2011 07:54 Hraunað yfir Rick Perry úr öllum áttum Rick Perry ríkisstjóri í Texas og einn þeirra sem sækist eftir því að verða forsetaefni Repúblikaflokksins liggur undir harðri gagnrýni þvert á pólitískar línur í Bandaríkjunum fyrir ummæli sín um Ben Bernanke seðlabankastjóra landsins. Erlent 17.8.2011 07:48 Stangast á við orð Murdochs Clive Goodman, fyrrverandi blaðamaður á breska æsifréttablaðinu News of the World, segir að símhleranir hafi verið mikið notaðar á ritstjórn blaðsins með vitund og fullu samþykki yfirmanna. Erlent 17.8.2011 07:45 Dularfullur Rembrandt þjófnaður Þjófnaður á Rembrandt teikningu frá hóteli í Los Angeles þykir orðinn dularfullur. Teikningunni, sem er frá árinu 1655 og metin er á um 250 milljónir kr., var stolið frá Ritz-Carlton hótelinu um síðustu helgi. Erlent 17.8.2011 07:39 Í fangelsi fyrir Facebook-skrif Um 1.400 einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir brot í tengslum við óeirðirnar í Bretlandi í síðustu viku. Flestir hafa þegar farið fyrir dómara og nokkrir þegar hlotið dóma. Erlent 17.8.2011 06:45 Hungurverkfallið heldur áfram Indverska baráttumanninum Anna Hazare var sleppt úr haldi í gær eftir að hafa verið settur í varðhald vegna fyrirhugaðs hungurverkfalls til að þrýsta á um harðari lög gegn spillingu, sem er landlæg í Indlandi. Erlent 17.8.2011 05:45 Shell berst við leka olíuleiðslu Starfsmenn olíurisans Shell berjast nú við að komast fyrir leka úr lögn frá einum borpalli fyrirtækisins út af ströndum Skotlands. Erlent 17.8.2011 05:30 Fyrsta gleðigangan í Nepal Fyrsta gleðiganga samkynhneigðra í Nepal var haldin um helgina í tengslum við hina fornu kúahátíð Gai jatra. Sú hátíð var upphaflega haldin til að minnast látinna ættingja en hefur á seinni árum snúist upp í almenna gleðihátíð, þar sem fólk klæðir sig gjarnan í alls kyns afkáralega búninga og hefur frávik mannlífsins í hávegum. Erlent 17.8.2011 04:45 35 látnir í árás hersins 35 manns hafa látist af völdum hersins í borginni Latakia í Sýrlandi undanfarna fjóra daga, að sögn íbúa. Af sautján manns sem drepnir voru í landinu á mánudag samkvæmt mannréttindasamtökum voru sex í Latakia. Erlent 17.8.2011 04:15 Lést í hákarlaárás í brúðkaupsferðinni sinni Yfirvöld á Seychelles eyjum hafa staðfelst að þrítugur karlmaður frá Bretlandi hafi látið lífið þegar hákarl réðst á hann við Paslin eyju í dag. Maðurinn var staddur á eyjunni ásamt eiginkonu sinni í brúðkaupsferð þeirra hjóna. Erlent 16.8.2011 23:05 Tveir Palestínumenn falla fyrir hendi Ísraelsmanna Ísraelski herinn felldi tvo Palestínumenn á Gaza-svæðinu í dag. Annar þeirra féll í loftárás en hinn var skotinn þar sem hann nálgaðist landamæri Gaza og Ísrael. Erlent 16.8.2011 21:30 Vilja sameiginlega efnahagslega stjórn Leiðtogar Frakklands og Þýskalands, þau Angela Merkel og Nicolas Sarkozy, lögðu það til í dag að allar þær sautján þjóðir sem notast við Evruna skyldu taka upp samræmdar fjárhagsáætlanir í stjórnarskrám sínum. Þá vilja þau sameiginlega stjórn yfir Evrusvæðinu. Erlent 16.8.2011 18:06 Uppreisnarmenn eiga ekki í viðræðum við Sameinuðu þjóðirnar Leiðtogi uppreisnarmanna í Líbíu hefur vísað því á bug að hann eigi í viðræðum við erindreka Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram á upplýsingafundi nú fyrr í dag. Leiðtoginn, Mustafa Abdel Jalil, tók einnig fram að hann ætti ekki í nokkrum viðræðum við ríkisstjórn Muammar Gaddafi. Erlent 16.8.2011 17:10 Sjónvarp drepur Áströlsk rannsókn hefur leitt í ljós að sjónvarpsgláp styttir líf fólks. Rannsóknin var birt í British Journal of Sports Medicine. Niðurstaðan var að hver klukkutími af áhorfi eftir 25 ára aldur kostar fólk 22 mínútur af lífi. Erlent 16.8.2011 15:30 Átökin í Líbíu - fundir með báðum aðilum Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Líbíu tilkynnti í dag að hann muni eiga fund með hvorum tveggja, fulltrúum uppreisnarmanna og liðsmönnum Gaddafi. Fundirnir fela ekki í sér sáttarviðræður, enda fara þeir fram með hvorum aðilanum fyrir sig. Erlent 16.8.2011 14:43 Símahleranir - Murdoch-feðgar í vandræðalegri stöðu Feðgarnir og fjölmiðlabarónarnir James og Rupert Murdoch standa nú í meiriháttar veseni. Hjá Ofcom, sem er nokkurs konar útvarpsréttarnefnd Bretlands, stendur yfir rannsókn á því hvort þeir séu enn hæfir til að reka fjölmiðil. Þá vex einnig þrýstingur á James að segja af sér sem formaður SKY. Þingmaðurinn Tom Watson kallaði málið „stærstu yfirhylmingu sem hann hefði séð á ævinni". Erlent 16.8.2011 14:09 Hungursneyð í Afríku Eftir langvarandi þurrka og uppskerubresti er mikill skortur á matvælum og hráefnum í Afríku. Erlent 16.8.2011 11:55 Heræfing í Kóreu veldur titringi Bandaríkin og Suður-Kórea hafa hafið sameiginlega, tíu daga heræfingu á Kóreuskaganum. Erlent 16.8.2011 11:18 Sextán ára grunaður um morð Lögreglan í Bretlandi hefur ákært sextán ára dreng fyrir morð sem átti sér stað í óeirðunum í London. Erlent 16.8.2011 10:40 « ‹ ›
Sveltir sig í Indlandi Tugþúsunda mótmæli í Indlandi sýna engin merki þess þau muni lognast útaf. Mótmælin hófust í gær þegar þekktur aðgerðarsinni þar í landi, Anna Hazare, var hnepptur í fangelsi fyrir mótmæli. Erlent 17.8.2011 15:21
Frumlegt húsnæði til sölu Fimm herbergja hús með forláta grafhvelfingu og beinagrind í kjallaranum er til sölu í Svíþjóð. Húsið var reist kringum 1750 á grunni rússneskrar kirkju. Erlent 17.8.2011 14:45
Viktoría á von á barni Viktoría krónprinsessa Svía er með barni. Þetta staðfesti sænska hirðin í dag en fæðingardagur er áætlaður í mars á næsta ári. Öll konungsfjölskyldan er sögð himinlifandi með tíðindin en þetta verður fyrsta barnabarn Karls Svíakonungs en hann á tvö önnur börn auk Viktoríu. Karl Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar sendi einnig frá sér tilkynningu í dag þar sem fréttunum er fagnað. Erlent 17.8.2011 14:23
Málari í fangelsi fyrir skattsvik Norski listmálarinn Odd Nerdrum var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir gróf skattsvik. Hann er sakfelldur fyrir að selja málverk að andvirði nær 300 milljóna íslenskra króna án þess að gefa það upp til skatts á tímabilinu 1998-2002. Hann var og dæmdur til að greiða 10.000 norskar krónur, sem samsvarar um 210.000 isk, í sekt. Erlent 17.8.2011 13:39
Depardieu pissaði á gólf flugvélar í París Franski stórleikarinn Gerard Depardieu ákvað að láta allt vaða þegar honum var meinað að fara á klósettið í flugvél rétt fyrir flugtak í París í gærkvöldi. Sjónarvottar segja að leikarinn hafi verið nokkuð ölvaður, og þegar hann fékk þau skilaboð frá flugfreyjunni að ekki væri hægt að nota klósettið fyrr en nokkrum mínútum eftir flugtak ákvað hann að míga einfaldlega á gólfið þar sem hann stóð. Erlent 17.8.2011 12:44
Dómar fyrir facebook-færslur Tveir ungir menn í Norður-Englandi voru í gær dæmdir í fjögurra ára fangelsi fyrir að hvetja til óeirða gegnum facebook. Dómana fengu þeir fyrir að búa til event inná síðunni með tíma- og staðsetningu fyrir þá sem vildu taka þátt í óeirðum. Erlent 17.8.2011 11:09
Vilja flýta réttarhöldum yfir Mladic Saksóknarar við stríðsglæpadómstólinn í Haag vilja flýta réttarhöldunum yfir Serbneska hershöfðingjanum Ratko Mladic. Ástæðan ku vera sú að þeir óttast um heilsu Mladic og að hann hrökkvi uppaf meðan á réttarhöldunum stendur. Erlent 17.8.2011 10:01
Breivik í kjólföt Nú á föstudaginn kemur Héraðsdómur í Osló saman til að fjalla um þá kröfu lögreglunnar að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik verði áfram í einangrun. Breivik hefur óskað eftir því að fá að klæðast kjólfötum við réttarhöldin. Erlent 17.8.2011 09:39
Vilja samhæfða stefnu Samhæfðari stefna í efnahagsmálum er að mati Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, nauðsynleg til að verja evruna. Hún lét þessi orð falla í gær eftir fund með Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, en meðal þess sem þau leggja til er sameiginleg hagstjórn á evrusvæðinu. Erlent 17.8.2011 08:45
Sjálfstætt Wales væri 39 prósentum ríkara Ef Wales hefði sagt skilið við Bretland og fengið sjálfstæði þegar Berlínarmúrinn féll, árið 1989, væri það um 39 prósentum ríkara land en það er. Erlent 17.8.2011 08:15
Danir orðnir að þjóð af pilluætum Nærri hálf milljón Dana tekur nú lyf gegn þunglyndi og hefur fjöldi þeirra tvöfaldast frá árinu 1999. Erlent 17.8.2011 08:00
Burt Reynolds að missa hús sitt Gamla Hollywood hetjan Burt Reynolds má muna fífil sinn fegri en banki hefur gert kröfu um að einbýlishús hans í Flórída verði selt á uppboði þar sem Reynolds hefur ekki borgað af húsnæðisláni sem hvílir á því í um eitt ár. Erlent 17.8.2011 07:54
Hraunað yfir Rick Perry úr öllum áttum Rick Perry ríkisstjóri í Texas og einn þeirra sem sækist eftir því að verða forsetaefni Repúblikaflokksins liggur undir harðri gagnrýni þvert á pólitískar línur í Bandaríkjunum fyrir ummæli sín um Ben Bernanke seðlabankastjóra landsins. Erlent 17.8.2011 07:48
Stangast á við orð Murdochs Clive Goodman, fyrrverandi blaðamaður á breska æsifréttablaðinu News of the World, segir að símhleranir hafi verið mikið notaðar á ritstjórn blaðsins með vitund og fullu samþykki yfirmanna. Erlent 17.8.2011 07:45
Dularfullur Rembrandt þjófnaður Þjófnaður á Rembrandt teikningu frá hóteli í Los Angeles þykir orðinn dularfullur. Teikningunni, sem er frá árinu 1655 og metin er á um 250 milljónir kr., var stolið frá Ritz-Carlton hótelinu um síðustu helgi. Erlent 17.8.2011 07:39
Í fangelsi fyrir Facebook-skrif Um 1.400 einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir brot í tengslum við óeirðirnar í Bretlandi í síðustu viku. Flestir hafa þegar farið fyrir dómara og nokkrir þegar hlotið dóma. Erlent 17.8.2011 06:45
Hungurverkfallið heldur áfram Indverska baráttumanninum Anna Hazare var sleppt úr haldi í gær eftir að hafa verið settur í varðhald vegna fyrirhugaðs hungurverkfalls til að þrýsta á um harðari lög gegn spillingu, sem er landlæg í Indlandi. Erlent 17.8.2011 05:45
Shell berst við leka olíuleiðslu Starfsmenn olíurisans Shell berjast nú við að komast fyrir leka úr lögn frá einum borpalli fyrirtækisins út af ströndum Skotlands. Erlent 17.8.2011 05:30
Fyrsta gleðigangan í Nepal Fyrsta gleðiganga samkynhneigðra í Nepal var haldin um helgina í tengslum við hina fornu kúahátíð Gai jatra. Sú hátíð var upphaflega haldin til að minnast látinna ættingja en hefur á seinni árum snúist upp í almenna gleðihátíð, þar sem fólk klæðir sig gjarnan í alls kyns afkáralega búninga og hefur frávik mannlífsins í hávegum. Erlent 17.8.2011 04:45
35 látnir í árás hersins 35 manns hafa látist af völdum hersins í borginni Latakia í Sýrlandi undanfarna fjóra daga, að sögn íbúa. Af sautján manns sem drepnir voru í landinu á mánudag samkvæmt mannréttindasamtökum voru sex í Latakia. Erlent 17.8.2011 04:15
Lést í hákarlaárás í brúðkaupsferðinni sinni Yfirvöld á Seychelles eyjum hafa staðfelst að þrítugur karlmaður frá Bretlandi hafi látið lífið þegar hákarl réðst á hann við Paslin eyju í dag. Maðurinn var staddur á eyjunni ásamt eiginkonu sinni í brúðkaupsferð þeirra hjóna. Erlent 16.8.2011 23:05
Tveir Palestínumenn falla fyrir hendi Ísraelsmanna Ísraelski herinn felldi tvo Palestínumenn á Gaza-svæðinu í dag. Annar þeirra féll í loftárás en hinn var skotinn þar sem hann nálgaðist landamæri Gaza og Ísrael. Erlent 16.8.2011 21:30
Vilja sameiginlega efnahagslega stjórn Leiðtogar Frakklands og Þýskalands, þau Angela Merkel og Nicolas Sarkozy, lögðu það til í dag að allar þær sautján þjóðir sem notast við Evruna skyldu taka upp samræmdar fjárhagsáætlanir í stjórnarskrám sínum. Þá vilja þau sameiginlega stjórn yfir Evrusvæðinu. Erlent 16.8.2011 18:06
Uppreisnarmenn eiga ekki í viðræðum við Sameinuðu þjóðirnar Leiðtogi uppreisnarmanna í Líbíu hefur vísað því á bug að hann eigi í viðræðum við erindreka Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram á upplýsingafundi nú fyrr í dag. Leiðtoginn, Mustafa Abdel Jalil, tók einnig fram að hann ætti ekki í nokkrum viðræðum við ríkisstjórn Muammar Gaddafi. Erlent 16.8.2011 17:10
Sjónvarp drepur Áströlsk rannsókn hefur leitt í ljós að sjónvarpsgláp styttir líf fólks. Rannsóknin var birt í British Journal of Sports Medicine. Niðurstaðan var að hver klukkutími af áhorfi eftir 25 ára aldur kostar fólk 22 mínútur af lífi. Erlent 16.8.2011 15:30
Átökin í Líbíu - fundir með báðum aðilum Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Líbíu tilkynnti í dag að hann muni eiga fund með hvorum tveggja, fulltrúum uppreisnarmanna og liðsmönnum Gaddafi. Fundirnir fela ekki í sér sáttarviðræður, enda fara þeir fram með hvorum aðilanum fyrir sig. Erlent 16.8.2011 14:43
Símahleranir - Murdoch-feðgar í vandræðalegri stöðu Feðgarnir og fjölmiðlabarónarnir James og Rupert Murdoch standa nú í meiriháttar veseni. Hjá Ofcom, sem er nokkurs konar útvarpsréttarnefnd Bretlands, stendur yfir rannsókn á því hvort þeir séu enn hæfir til að reka fjölmiðil. Þá vex einnig þrýstingur á James að segja af sér sem formaður SKY. Þingmaðurinn Tom Watson kallaði málið „stærstu yfirhylmingu sem hann hefði séð á ævinni". Erlent 16.8.2011 14:09
Hungursneyð í Afríku Eftir langvarandi þurrka og uppskerubresti er mikill skortur á matvælum og hráefnum í Afríku. Erlent 16.8.2011 11:55
Heræfing í Kóreu veldur titringi Bandaríkin og Suður-Kórea hafa hafið sameiginlega, tíu daga heræfingu á Kóreuskaganum. Erlent 16.8.2011 11:18
Sextán ára grunaður um morð Lögreglan í Bretlandi hefur ákært sextán ára dreng fyrir morð sem átti sér stað í óeirðunum í London. Erlent 16.8.2011 10:40