Erlent

Merkel hafnar hugmyndinni

José Manuel Barroso Kynnir tillögur sínar á blaðamannafundi í Brussel.fréttablaðið/AP
José Manuel Barroso Kynnir tillögur sínar á blaðamannafundi í Brussel.fréttablaðið/AP
Angela Merkel Þýskalandskanslari hafnar hugmyndum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í gær til lausnar á skuldavanda evruríkjanna.

José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, kynnti í gær tillögur að útfærslu á útgáfu sameiginlegra ríkisskuldabréfa Evrópusambandsríkjanna.

Hann sagði útgáfu þeirra geta hjálpað mikið við lausn vandans til lengri tíma litið. Áhætta einstakra ríkja minnki og samstaðan styrkist.

Merkel hefur jafnan verið andvíg þessum hugmyndum, og sagði í gær það vera afar óviðeigandi að framkvæmdastjórnin skuli nú leggja áherslu á þessa leið.

Barroso svaraði því til að það væri slæmt að drepa umræðuna áður en hún byrjaði.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×