Erlent

Fílarnir að deyja úr hita í Zimbabve

Mynd/AFP
Mikil hitabylgja hefur nú varað samfleytt í þrjá mánuði í Zimbabve í Afríku og segja náttúruverndarsamtök að 77 fílar hið minnsta hafi drepist úr hita á tímabilinu. Hitinn er svo mikill að vatnsból hafa þurrkast upp en viðvarandi fjörutíu gráða hiti hefur verið á svæðinu undanfarna mánuði. Þá er óttast að mun fleiri dýr hafi drepist í landinu en litlum peningum er varið til náttúruverndar í landinu og því erfitt að fylgjast náið með ástandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×