Erlent

Sakaðir um hatursglæpi gagnvart Amish-samfélagi

Trúarflokkurinn sniðgengur nútíma þægindi og er afar einangraður.
Trúarflokkurinn sniðgengur nútíma þægindi og er afar einangraður. mynd/AFP
Sjö karlmenn hafa verið handteknir í Ohio í Bandaríkjunum fyrir hatursglæpi. Talið er að hinir grunuðu hafi ráðist á nokkra Amish-menn og klippt af þeim skeggið.

Mennirnir réðust einnig á Amish-konur og klipptu af þeim hárið.

Nokkrar árásir hafa verið gerðar á trúarflokkinn á síðustu mánuðum.

Tilefni árásarinnar er talið vera trúarlegur ágreiningur. Karlmennirnir sem sitja nú í gæsluvarðhaldi eru taldnir vera fyrrum meðlimir Amish-samfélags.

Í hefðbundnum Amish-samfélögum eru konur með sítt hár og karlar safna skeggi frá því að þeir giftast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×