Erlent

Tuttugu ára fangelsi fyrir dónalegt SMS

Það er eins gott að menn passi sig þegar kemur að því að tala um drottningu Tælands.
Það er eins gott að menn passi sig þegar kemur að því að tala um drottningu Tælands. Mynd/AP
Dómstóll í Tælandi hefur dæmt sextugan mann til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir að senda SMS skeyti sem þóttu móðgandi í garð drottningar landsins.

Tælendingum þykir afar vænt um konungsfjölskyldu sína og því eru viðurlög við því að móðga kóngafólk hvergi harðari en einmitt þar. Maðurinn var dæmdur fyrir að senda SMS skeyti í fyrra til aðstoðarmanns þáverandi forsætisráðherra landsins. Hann reyndi að bera af sér sakir og sagðist meðal annars ekki kunna almennilega á símann sinn og því hafi hann ekki vitað hvert hann sendi skeytin. Ekki hefur verið gefið upp hvað stóð í skeytinum.

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa þegar fordæmt dóminn og saka þau stjórnvöld í Tælandi um að hefta tjáningarfrelsi landsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×