Erlent

Óttast atvinnuleysi eftir útskrift

Í atvinnuleit Danskir meistaranemar eru lengur í námi vegna ótta við að fá ekki vinnu eftir útskrift.NordicPhotos/AFP
Í atvinnuleit Danskir meistaranemar eru lengur í námi vegna ótta við að fá ekki vinnu eftir útskrift.NordicPhotos/AFP
Danskir háskólanemar í lögfræði og hagfræði á meistarastigi óttast að fá hvergi vinnu eftir að námi lýkur.

Í nýrri könnun sem fagfélagið DJÖF stóð fyrir og DR segir frá kemur í ljós að stúdentar leggja æ minni áherslu á að ljúka námi á réttum tíma.

Það skapar margvísleg vandamál þar sem stúdentar eru lengur á framfæri ríkisins og fá námsstyrki, auk þess sem þeir koma síðar út á vinnumarkaðinn.

Formaður stúdentasambands DJÖF segir stúdenta ekki hafa ástæðu til að fresta námi. Ástandið á vinnumarkaði sé ekki eins slæmt og af sé látið.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×