Erlent

Ömmur og afar nauðsynleg þroska barna

Harry Bretaprins smellir kossi á ömmu sína.
Harry Bretaprins smellir kossi á ömmu sína. mynd/AFP
Rannsóknarmenn frá Sviss og Ástralíu hafa komist að því að ömmur og afar eru lykillinn að þroska barna.

Í rannsókninni kemur fram að gagnleg speki eldra fólks ásamt fjárhagslegum stuðningi sem þau veita hefur mikil áhrif á tilfinningalegan þroska barna. Ást þeirra og hæfileiki til að hlusta á vandamál ungs fólks stuðlar síðan að aukinni sjálfsbjargarviðleitni.

Niðurstaða rannsóknarinnar gefur til kynna að afar og ömmur virka eins og stuðpúði á ungt fólk. Ungt fólk sem gengur í gegnum erfiðleika eins og skilnað foreldra eiga mun auðveldara með að vinna úr sorginni ef afar og ömmur eru virkir þátttakendur í lífi þeirra.

Vísindamennirnir tóku saman rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið víðsvegar um heiminn.

Það væri því kannski ágætt að hringja öðru hvoru í gamla settið - þau stuðla að áframhaldandi þroska tegundarinnar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.