Erlent

Enn einn neyðarfundur um skuldakreppuna

Leiðtogar þriggja stærstu hagkerfa evrusvæðisins halda enn einn neyðarfundinn í Strassburg í dag til að ræða aðgerðir gegn skuldakreppunni.

Þau Angela Merkel kanslari Þýskalands, Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Mario Monti forsætisráðherra Ítalíu munu m.a. ræða um tillögur Manuels Barroso forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Þær fela meðal annars í sér útgáfu skuldabréfa í evrum sem öll evruríkin myndu ábyrgjast.

Sarkozy mun vera fylgjandi þessum tillögum en Merkel er alfarið á móti þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×