Erlent

Tölvupóstar loftslagsvísindamanna birtir á ný

Talið er að birtingin sé ætluð til að grafa undan rannsóknum loftslagsvísindamanna.
Talið er að birtingin sé ætluð til að grafa undan rannsóknum loftslagsvísindamanna. mynd/AFP
Tölvupóstar frá háskólanum í Austur-Anglíu hafa verið birtir á rússneskri vefsíður. Í skeytunum koma fram upplýsingar úr rannsóknum háskólans á loftslagi jarðar.

Um ræðir rúmlega 5.000 skeyti sem innihalda upplýsingar sem tengjast sameiginlegu rannsóknarverkefni háskóla og ríkisstjórna víðsvegar um heiminn.

Birtingin svipar mjög til atviks sem átti sér stað árið 2009. Í kjölfar birtingarinnar hófust miklar umræður um ágæti loftlagsrannsókna. Rétt eins og árið 2009 á birtingin sér stað í kringum leiðtogafund Sameinuðu Þjóðanna um loftslag jarðar.

Talsmenn háskólans í Austur-Anglíu segjast ekkert vita um brot á öryggiskerfi sínu. Í yfirlýsingu frá skólanum kemur fram að skeytin sem nú hafa verið birt séu líklega hluti af þeim skeytum sem tölvuþrjótar komust yfir árið 2009.

Talið er að birtingin sé ætluð til að grafa undan rannsóknum loftslagsvísindamanna. Rannsóknir og aðferðir loftslagsvísindamanna hafa verið gagnrýndar á síðustu árum en nýleg úttekt háskólans í Berkeley staðfesti aðferðir þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×