Erlent

Clooney og Ronaldo gætu borið vitni í sakamáli Berlusconi

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu.
Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. mynd/AFP
Það gæti farið svo að leikarinn George Clooney og fótboltastjarnan Cristiano Ronaldo verði beðnir um að bera vitni í kynferðisafbrotamáli Silvio Berlusconis, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu.

Verjandi Berlusconi sagði að stjörnurnar hefðu sótt samkvæmi á heimili Berlusconi og því væru þeir á vitnalistanum.

Berlusconi er sakaður um að hafa borgar stúlku undir lögaldri, Karima el Mahroug, fyrir að hafa kynmök með sér. Að auki er hann grunaður um að hafa misnotað vald sitt þegar hann fékk sömu stúlku lausa úr fangelsi en el Mahroug var sökuð um þjófnað.

Saksóknarar segja að Berlusconi hafi sofið hjá stúlkunni 13 sinnum.

El Mahroug þvertekur fyrir að hafa sængað hjá Berlusconi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×